Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
37
oftast á miðjum aldri og geta virst mjög vel á sig
komnir, eru samt sem áður að rækta með sér
kransæðasjúkdóm eða aðra æðakvilla. Pað er því
ekki nægilegt að beina athyglinni eingöngu að
blóðþrýstingshækkuninni og meðhöndla hana,
heldur þarf að ráðast á alla áhættuþættina. Þessir
einstaklingar þurfa einatt að breyta um lífsstíl,
megrast um mörg kíló og hefja markvissa líkams-
rækt, sem þarf að halda áfram árum saman.
Stundum færist blóðþrýstingur í eðlilegt horf
með breytingu á lífsvenjum svo sem fækkun auka-
kílóa og markvissri líkamsrækt eins og að ofan
getur. Sjálfsagt er að beita þessum aðferðum til
lækkunar blóðþrýstings, en oftast þarf jafnframt
þessu að gefa lyfjameðferð, sem halda þarf áfram
árum saman. Blóðþrýstingur hækkar oftast aftur,
ef lyfjameðferð er hætt vegna þess að í raun er
ekki verið að meðhöndla orsök blóðþrýstings-
hækkunarinnar heldur aðeins blóðþrýstings-
hækkunina sjálfa. Orsökin er eins og að ofan
greinir oftast óþekkt. Nútíma lyfjameðferð geng-
ur yfirleitt vel og lyfin hafa nú orðið tiltölulega
fáar aukaverkanir og vitað er að með skynsam-
legri blóðþrýstingslækkun má koma í veg fyrir
fylgikvilla háþrýstingsins.
Að lokum skal það áréttað, að mikilvægt er að
greina háþrýsting á vægu stigi. Rannsókn verður
þá einföld og meðferð vænleg til árangurs. For-
varnarstarf sem felst í blóðþrýstingsmælingum við
sem flest tækifæri er mikilvægt og æskilegt er, að
allir viti nokkurn veginn um blóðþrýstingsgildi
sín.
ir hafa ilott af
Skyrýrá IŒA cr sannkallaá
rárilicrntskyr <>!• f:vst nú í
flcstum nuttvöniccrslunum.
!>(«) cr ciiui skyrið sem er
náttúrulcíid fitusnautt