Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 58
58 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Haraldur Hauksson Viðfangsefni æðaskurðlækna Æðaskurðlækningar eru viðurkenndar sem undirgrein almennra skurðlækninga á íslandi. Saga æðaskurðlækninga er ekki löng. Það eru eiginlega ekki nema 40 ár síðan menn byrjuðu að fást við skurðaðgerðir á slagæðum að einhverju marki. Sá merki æðaskurðlæknir De Bakey frá Bandaríkjunum sem var einn af frumkvöðlunum sagði skemmtilega frá sínu starfi og reynslu á ráðstefnu í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Hann þakkaði meðal annars konu sinni fyrir að gefa sér hugmynd í verslunarferð þegar hún keypti á hann nælonskyrtu og lofaði mjög hve sterkt og ending- argott þetta efni væri. Þar með var hann rokinn með nælonskyrtuna og byrjaði rannsóknir á gerfi- æðum úr næloni og skyldum efnum. Síðan hefur þróunin orðið mjög hröð. Ég mun í eftirfarandi máli fjalla stuttlega um helstu viðfangsefni æðaskurðlækna nú á dögum. Eins og flestir vita skiptast æðar líkamans í slagæðar sem flytja blóðið súrefnisríkt frá hjart- anu út til vefja líkamans þar sem það er notað til brennslu (efnaskipta), og bláæða sem flytja blóð- ið frá vefjum líkamans til hjartans súrefnisfátækt en í staðinn hlaðið koltvísýringi. Hjartað dælir svo blóðinu til lungnanna sem við öndunina sjá um að hlaða blóðið aftur súrefni en losa það við koltví- sýringinn og þannig heldur þessi eilífa hringrás áfram. Slagæðar eru þykkari með hringvöðvalag sem gerir þær hæfar til að púlsera í takt við hjartað og hjálpa þannig til við að pumpa blóðinu áfram. Bláæðarnar eru aftur á móti margar með blöðkur, svokallaðar lokur sem gefa aðeins eftir í eina átt ef þær eru í lagi. Þetta stuðlar að blóðflæði til hjart- ans þó upp á við sé (frá fótum). Sá bláæðasjúk- dómur, sem algengast er að skurðlæknar séu beðnir að gera við, eru æðahnútar. Æðahnútar verða til til dæmis þegar áðurnefndar lokur gefa sig í grunnu bláæðum fótann. Það þýðir að meiri þrýstingur verður á æðavegginn og æðarnar víkka og verða hlykkjóttar. Það getur valdið þreytu, þrýstingstilfinningu og jafnvel bjúg. Seinna á æf- Höfundur er sérfræðingur í æðaskurðlækningum. inni geta komið sár ef mikil og langvarandi bláæðabilun er til staðar. Aðgerð felst í að nema á brott bilaðar grunnar bláæðar (æðahnútana) og binda fyrir tengingar þeirra við djúpu bláæðarnar. Nóg er eftir af bláæðum til að sinna hlutverki sínu. Slagæðaaðgerðir eru yfirleitt flóknari og á verksviði æðaskurðlækna eða hjartaskurðlækna þegar um er að ræða kransæðar hjartans. Æða- kölkun er slagæðasjúkdómur sem ósjaldan leiðir til aðgerðar. Mesta hættu á æðakölkun hafa stór- reykingamenn og þeir sem hafa haft sykursýki lengi, eða hækkaða blóðfitu. Sérstaklega ef hið svokallaða „slæma kólesteról" (VLDL) er hátt en „góða kólesterólið“ (HDL) er lágt. Æðakölkun byrjar sem útfelling blóðfituefna undir æðaþelið, innsta lag æðarinnar, sem smám saman umbreyt- ist í kalk og þrengir smám saman æðina og lokar henni. Einnig getur annað gerst í vissum æðum líkamans svo sem aðalslagæðinni (ósæðinni) sem gengur frá hjartanu niður með hryggnum þar til hún skiptist í hæð við naflann í slagæðar niður í sinn hvorn fót. Æðakölkunin getur valdið veik- leika í æðaveggnum á ósæðinni þannig að hún víkkar smám saman og æðagúll (aneurysma) myndast. Æðagúll getur að lokum brostið og er sjúklingi þá bráður bani búinn. Osæðargúl er hægt að greina með ómskoðun í dag og fylgjast með stærð hans en yfirleitt er talið ráðlegt að framkvæma aðgerð þegar ósæðargúll í kviðarholi er orðinn 5 cm víður (ósæðin er venju- lega innan við 3 cm víð). Svona æðagúlar eru mjög lúmskir og þurfa ekki að gefa nein einkenni fyrr en þeir eru um það bil að bresta. Æðakölkun sem veldur þrengingu/lokun gefur hins vegar alveg ákveðin einkenni. Raðað eftir alvarleika eru einkennin eftirfarandi: 1. Heltiköst (Claudicatio intermittens). Sjúk- lingur fær krampakenndan verk í kálfa eftir ákveðna gönguvegalegd (til dæmis 100-200 m), sem hverfur eftir stutta hvíld. Svíar nota mjög lýsandi heiti „fönstertittarsjukan" um þetta ástand, það er sjúklingur stoppar óeðlilega oft og lítur í búðarglugga því þá líður verkurinn hjá og hann getur haldið áfram. 2. Hvfldarverkur. Sjúklingur fær sáran verk í fót er hann liggur, einkum á nóttunni og líður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.