Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
49
lega var það þó franski læknirinn Henry Luis Rog-
er (1809-1891), sem fyrstur las fyrir fræðin í
Frakklandi fyrir miðja 19. öldina. Árið 1844 var
Frederik Berg (1806-1887) skipaður prófessor í
barnalækningum við Karólinska háskólann í
Stokkhólmi, sá fyrsti á Norðurlöndum. Þýski
læknirinn Abraham Jacobi (1830-1919) var, fyrst-
ur rnanna vestan hafs, skipaður prófessor í barna-
lækningum við Columbia háskólann um 1880.
Katrín Thoroddsen (Skúladóttir, 1896-1970)
varð fyrst íslenskra lækna að ljúka námi í barna-
lækningum. Eftir mennta- og háskólanám í
Reykjavík og störf á sjúkrahúsum í Noregi. Dan-
mörku og Þýskalandi hlaut hún viðurkenningu
sem sérfræðingur í barnalækningum 2. maí 1927.
Hún starfaði lengst af í Reykjavík, skipulagði
Ungbarnavernd Líknar og varð síðar yfirlæknir
Barnadeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavík-
ur. Katrín lét af störfum 1961.
Heil 13 ár liðu frá heimkomu Katrínar þar til
næsti íslenski barnalæknirinn, Kristbjörn
Tryggvason (1909-1983), kom heim að loknu
námi í Danmörku. Kristbjörn var fyrsti yfirlæknir
barnadeildar Landspítala, kenndi barnalækning-
ar við læknadeild Háskóla íslands frá 1960 og
skipaður fyrsti íslenski prófessorinn í þessum
fræðum 1970. Hann lét af störfum 1974. í dag eru
barnalæknar á íslandi á fjórða tug talsins, margir
við störf erlendis.
Fyrsta barnadeild við sjúkrahús hérlendis var
opnuð á Landspítalanum 1956. Þremur árum síð-
ar var sett á fót barnadeild við Landakotsspítala.
Fyrsti yfirlæknir þar var Björn Guðbrandsson
(1917), sem einnig varð fyrstur íslenskra barna-
lækna að sækja menntun sína til Bandaríkjanna.
Árið 1961 var opnuð barnadeild við FSA er Bald-
ur Jónsson (1923-1994) kom heim frá barnalækn-
isnámi í Svíþjóð. Deildin var gerð að sjálfstæðri
einingu 1974, og Baldur ráðinn yfirlæknir hennar.
Heimildir
GuthriesD. AHistoryofMedicine. 2.útgáfaendurbætt.
London 1958, endurpr. 1960.
Gottfredssen E. Medicinens Historia. 3. útgáfa. Kaup-
mannahöfn 1973.
Harrison HE. The History of Pediatrics in the United
States. í: Oski FA ed. Principles and Practice of Pedi-
atrics. Philadelphia 1990.
Læknar á íslandi. Gísli Óiafsson ritstj. Reykjavík 1984.
Fáhræus R. Lakekonstens Historia. 2. útgáfa. Stokk-
hólmi 1970.
Börnehospitals. I: Salmonsens Konversations Lexikon.
2. útgáfa, 4. bindi. Kaupmannahöfn 1916.
Lœknafélagi Akureyrar
árnað heilla
OLÍUFÉLAGIÐ HF.
Efnaverksmiðjan Sjöfn