Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 35

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 35 mörku. Vilmundur Jónsson skrifaði frá ísafirði 7. júlí 1931 í Læknablaðið að „hvergi hefég séð sjúk- linga svœfða af verulegri kunnáttu nema í Eng- landi, enda eru svœfingar þar sérfræðigrein lœkna“. Honum fannst einnig að svæfingatækin væru mjög dýr og sjúkrahúsið hafi ekki haft efni á að kaupa slíka þjónustu. Einar Guttormsson skrifaði 1935 frá Vestmannaeyjum um barbitur- atasvæfingar, sem voru nýjung á þeim tíma, að „kostnaðarhliðin er ekki mjög mikil, svœfing með barbituröti kostar okkur kr. 2,70, en sé eter notað- ur eingöngu, mun það vera álíka dýrt, kostnaður- inn verður þó alltafsecunder (auka atriði), heill og velferð sjúklinga númer eitt“. Þeir eru margir sem hafa séð um svæfinguna hér á FSA, meðal annarra Halldór Halldórsson, Margrét Georgsdóttir, Eiríkur Sveinsson, Magn- ús L. Stefánsson, Örn Smári Arnaldsson, Inga Björnsdóttir, Gissur Pétursson, Jón Aðalsteins- son og sennilega margir fleiri. Fram til 1960 var viðhorf til svæfinga nokkuð merkilegt. Ritstjóri skrifar í Læknanemann „að ein er sú sérgrein okkar göfugu frceða, sem til skamms tíma hefur verið lítill sómi sýndur hér á landi. Á ég þar við svœfingakúnstina, sem enn er hér víða olnbogabarn, falin hjúkrunarkonum og fávísum stúdentum. En nú hillir senn undir þá tíma að skurðlœknar líti með virðingu til appara- tus maximus (svœfingavélar) og þess, er handan hans situr. Mérfinnst nauðsyn á nokkurri kennslu í svœfingu. Það er ekki nóg að horfa á svœfinga- lœkni að starfi. Við þurfum að þekkja betur ýmis undirstöðuatriði í svœfingum og við þurfum að vita, hvað gera skal, þegar hið óvœnta ber að höndum “. Sennilega hefur verið tekið eftir þessu og var mjög hratt unnið í þessum efnum. Svæf- ingalæknafélag Islands var stofnað 1960. I merki svæfingalæknafélagsins stendur í þrí- hyrningi: Svæfingar, deyfingar og gjörgæsla. Þró- unin á sjötta áratugnum varð sú að svæfingalækn- ar sáu um öndunarvélasjúklinga og þróaðist gjör- gæsla smátt og smátt með tækjabúnaði, betri lyfjameðferð og almennri þróun í læknisfræðinni. Nú hafa svæfingalæknar umsjón með gjörgæslu og yfirlæknir svæfingadeildar er jafnframt yfirlæknir gjörgæsludeildar. Núverandi svæfinga- og gjörgæsludeild á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri var tekin í notkun 1982. Til afnota eru fjórar skurðstofur. Skurðað- gerðum fjölgar stöðugt með ári hverju. Gjörgæsl- an er rúmgóð með ágætum tæknibúnaði. Starf- semin á báðum deildum hefur aukist að umfangi. Deildin sinnir einnig verkjameðferð hjá langvar- andi verkjasjúklingum og á fæðingardeild. Þróun- in hefur orðið þannig að margir eða tæplega 40% sjúklinga eru send heim samdægurs eftir upp- skurð. Þessi breyting hefur orðið víðast hvar í heiminum. Guðmundur Hannesson skrifaði fyrir rúmlega 70 árum: „Þrátt fyrir ýmsan skort og erfiðleika hefur Akureyrar sjúkrahús unnið mikið starf. Þar er oftast troðfullt, skurðaðgerðir á degi hverjum og unnið kappsamlega af lœkni og öllu hans liði og sjúklingum batnar þar furðu vel þótt þröngt sé“. Sannarlega verður það gert áfram. Lœknafélagi Akureyrar árnaÖ heilla C LANDSVIRKJUN GLERÁRGATA 30 600 AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.