Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
35
mörku. Vilmundur Jónsson skrifaði frá ísafirði 7.
júlí 1931 í Læknablaðið að „hvergi hefég séð sjúk-
linga svœfða af verulegri kunnáttu nema í Eng-
landi, enda eru svœfingar þar sérfræðigrein
lœkna“. Honum fannst einnig að svæfingatækin
væru mjög dýr og sjúkrahúsið hafi ekki haft efni á
að kaupa slíka þjónustu. Einar Guttormsson
skrifaði 1935 frá Vestmannaeyjum um barbitur-
atasvæfingar, sem voru nýjung á þeim tíma, að
„kostnaðarhliðin er ekki mjög mikil, svœfing með
barbituröti kostar okkur kr. 2,70, en sé eter notað-
ur eingöngu, mun það vera álíka dýrt, kostnaður-
inn verður þó alltafsecunder (auka atriði), heill og
velferð sjúklinga númer eitt“.
Þeir eru margir sem hafa séð um svæfinguna
hér á FSA, meðal annarra Halldór Halldórsson,
Margrét Georgsdóttir, Eiríkur Sveinsson, Magn-
ús L. Stefánsson, Örn Smári Arnaldsson, Inga
Björnsdóttir, Gissur Pétursson, Jón Aðalsteins-
son og sennilega margir fleiri.
Fram til 1960 var viðhorf til svæfinga nokkuð
merkilegt. Ritstjóri skrifar í Læknanemann „að
ein er sú sérgrein okkar göfugu frceða, sem til
skamms tíma hefur verið lítill sómi sýndur hér á
landi. Á ég þar við svœfingakúnstina, sem enn er
hér víða olnbogabarn, falin hjúkrunarkonum og
fávísum stúdentum. En nú hillir senn undir þá
tíma að skurðlœknar líti með virðingu til appara-
tus maximus (svœfingavélar) og þess, er handan
hans situr. Mérfinnst nauðsyn á nokkurri kennslu
í svœfingu. Það er ekki nóg að horfa á svœfinga-
lœkni að starfi. Við þurfum að þekkja betur ýmis
undirstöðuatriði í svœfingum og við þurfum að
vita, hvað gera skal, þegar hið óvœnta ber að
höndum “. Sennilega hefur verið tekið eftir þessu
og var mjög hratt unnið í þessum efnum. Svæf-
ingalæknafélag Islands var stofnað 1960.
I merki svæfingalæknafélagsins stendur í þrí-
hyrningi: Svæfingar, deyfingar og gjörgæsla. Þró-
unin á sjötta áratugnum varð sú að svæfingalækn-
ar sáu um öndunarvélasjúklinga og þróaðist gjör-
gæsla smátt og smátt með tækjabúnaði, betri
lyfjameðferð og almennri þróun í læknisfræðinni.
Nú hafa svæfingalæknar umsjón með gjörgæslu og
yfirlæknir svæfingadeildar er jafnframt yfirlæknir
gjörgæsludeildar.
Núverandi svæfinga- og gjörgæsludeild á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri var tekin í notkun
1982. Til afnota eru fjórar skurðstofur. Skurðað-
gerðum fjölgar stöðugt með ári hverju. Gjörgæsl-
an er rúmgóð með ágætum tæknibúnaði. Starf-
semin á báðum deildum hefur aukist að umfangi.
Deildin sinnir einnig verkjameðferð hjá langvar-
andi verkjasjúklingum og á fæðingardeild. Þróun-
in hefur orðið þannig að margir eða tæplega 40%
sjúklinga eru send heim samdægurs eftir upp-
skurð. Þessi breyting hefur orðið víðast hvar í
heiminum.
Guðmundur Hannesson skrifaði fyrir rúmlega
70 árum: „Þrátt fyrir ýmsan skort og erfiðleika
hefur Akureyrar sjúkrahús unnið mikið starf. Þar
er oftast troðfullt, skurðaðgerðir á degi hverjum og
unnið kappsamlega af lœkni og öllu hans liði og
sjúklingum batnar þar furðu vel þótt þröngt sé“.
Sannarlega verður það gert áfram.
Lœknafélagi Akureyrar
árnaÖ heilla
C
LANDSVIRKJUN
GLERÁRGATA 30
600 AKUREYRI