Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 60
60 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Eiríkur Sveinsson Háls-, nef- og eyrnadeild FSA Á seinni stríðsárunum starfaði Victor Gestsson háls-, nef- og eyrnalæknir á Akureyri um nokk- urra ára skeið. Síðan varð hlé á þjónustu slíks læknis, þar til undirritaður settist að á Akureyri 1971, nýkominn úr sérnámi í Svíþjóð og hóf störf við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. HNE deild var komið á fót við FSA 16. ágúst 1976. Áður en það varð, fékk núverandi yfirlæknir deildarinnar legusjúklingum með háls- nef- og eyrnakvilla pláss hér og hvar um sjúkrahúsið, mest á barna- og handlækningadeild. Deildin var sett niður á efstu hæð eldri byggingar sjúkrahússins, blönduð með kvensjúkdóma- og augndeildunum, en augn- deildin hóf tilveru sína samtímis. Þarna var HNE deildin til húsa til ársins 1982, að hún flutti með augndeildinni í núverandi húsnæði í þjónustu- kjarna FSA. Viðfangsefni HNE lækna eru margvísleg og tengjast eðlilega þeirri sérgrein, sem þeir hafa lært til. Greinin nær í víðasta skilningi til sjúk- dóma efri öndunar- og meltingarveganna, nef- hols, skúta, nefkoks, munnhols, koks, niðurkoks, vélindis, barkakýlis, barka og berkja, ásamt líf- færis heyrnarinnar, eyrans, hvernig á að fyrir- byggja eða meðhöndla þá og gildir þetta bæði um sýnilegan og ósýnilegan hluta þessara líffæra. HNE svæðið er ekki yfirgripsmikið tilsýndar, en í því leynast ótal göng og gangar, op og holrúm, sem oft er erfitt að sjá eða finna. Fagið er því býsna snúið og er nú þegar skipt í nokkrar undir- greinar. í árdaga stunduðu almennir læknar þá sjúk- linga, er haldnir voru HNE sjúkdómum og höfðu til þess hendur sínar og hyggju og enn í dag er miklum hluta þessara sjúklinga sinnt af heilsu- gæslulæknum. í dag nota HNE læknar flóknari, tölvustýrð tæki og alls konar sjár við greiningu sjúkdómanna og meðferð, sem þræða sig eftir smærri og smærri opum og smeygja sér í gegnum hold og bein. Próunin er mjög hröð og erfitt að fylgja henni eftir. Sem betur fer eru sjúklingarnir í dag almennt fróðari en áður um læknisfræðina og þrýstir það á að hún sé framkvæmd í takt við tímann. Höfundur er sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækning- um. HNE deild FSA telst lítil, sé miðað við rúma- fjölda eins og gert hefur verið fram að þessu. I dag er að mínu mati nauðsyn á allt annarri viðmiðun en áður og nægir ekki að telja rúmin eingöngu. Framleiðni deildarinnar þarf að meta í allt öðrum stöðlum en áður, eins og almennt er nauðsynlegt á öllum legudeildum. HNE deildin er í þörf fyrir verulegan vöxt, aðallega í gólfrými, til þess að geta haldið áfram í við framþróunina hvað snertir rannsóknir á og meðferð HNE sjúkdóma. Brýnt er að taka upp nýjar rannsóknaraðferðir sem og nýtt meðferðarmunstur, en til þess þarf að nýta nútíma tækni og fjölga nýjum tækjum, svo áfram verði hægt að beita nýjustu aðgerðartækni samkvæmt kröfum nútímans og koma þannig í veg fyrir að við drögumst aftur úr á þessari litlu deild. Munnholsaðgerðir, svokallaðar hrotu- eða kæfisvefnsaðgerðir, er nauðsynlegt að taka upp í meiri mæli, en þær krefjast sértækra forrann- sókna, til þess að unnt sé að gera sér grein fyrir, hvort sjúklingurinn þarf í slíka meðferð. Svimarannsóknir þarf að hefja til að bæta úr vaxandi þörf, en lítill sem enginn möguleiki hefur verið til slíks fram að þessu. Bylting hefur orðið í nefaðgerðum allra síðustu árin, þar sem flestar þeirra fara fram í gegnum „sjá“ (mjótt rör með tengingu við sjónvarp), sem gerir það að verkum að öll vinna í nefinu verður fínni og öruggari og auðveldara verður að kanna öll afhol nefsins. Pessi aðferð verður tekin upp á HNE deild FSA innan tíðar. Vegna skorts á ráðstöfunarfé á sjúkrahúsinu, er hætt við að þróun HNE deildarinnar verði nokk- uð hægari en æskilegt er. Það er því hætta á að rannsóknar- og meðferðarmöguleikar háls-, nef- og eyrnafagsins verði alltaf nokkrum skrefum á undan þeim, er við getum mætt á okkar deild. Hingað til hefur okkur þó tekist að halda okkur nærri þeim möguleikum sem fyrir hendi eru. Mönnun deildarinnar hefur fram að þessu verið of lítil. Einnig hefur almenn undirmönnun á FSA og aukin þörf á skurðstofuplássi háð starfsemi skurðfaganna verulega, en FINE fagið er einmitt slíkt. Vilji ráðamanna sjúkrahússins er þó skýr, að bæta stöðugt aðstöðuna, en til þess þarf fé og tíma og lítil þjóð ræður ekki við of stóra bita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.