Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 33 Girish Hirlekar Um svæfíngar Lengi hef ég verið að velta fyrir mér svæfing- um, deyfingum og skurðaðgerðum sem gerðar voru í gamalli tíð. Hvernig aðstæður voru og hver árangurinn var eftir skurðaðgerðir hér á norður- slóðum á hjara veraldar. Þar sem kuldi var, sam- gönguerfiðleikar, lélegur húsakostur, rafmagns- leysi og ýmsir aðrir örðugleikar sem nú heyra sögunni til. Svæfingafræði er reyndar ekki gömul grein. Al- mennt er talið að svæfingar hefjist með sýningu fyrir lækna á Massachusetts General Hospital í Boston 16. október 1846 þegar William Morton eter-svæfði sjúkling í fyrsta sinn við meiriháttar handlæknisaðgerð. Það var þá sem doktor Warr- en, sá er aðgerðina framkvæmdi, sagði við áheyr- endur að aðgerð lokinni þessu fleygu orð: „Herr- ar mínir, þetta er enginn hégómi. “ Það er enn deilt um hverjum beri heiðurinn að vera talinn upp- hafsmaður svæfinga því Crawford Long efnafræð- ingur byrjaði að nota eter til svæfinga 1842 en hann birti ekkert opinberlega um aðferð sína fyrr en 1849 og þess vegna hlaut hann ekki almenna viðurkenningu. Afturá móti notaði Horace Wells glaðloft til tanndráttar í nokkur ár en þegar hann fór til Boston árið 1844 í þeim tilgangi að sýna glaðloftssvæfingu, þá mistókst svæfingin ein- hverra hluta vegna. Fregnir frá Boston bárust eins og eldur í sinu um allan heim. Fyrstu aðgerðirnar voru gerðar 21. nóvember 1846 í London af prófessor Liston, 16. janúar 1847 í París af prófessor Malgaigne og 4. mars 1847 á Ríkisspítalanum í Kristjaníu af pró- fessor Chr. Heiberg og var hún gerð á heilbrigð- um manni en hann svaf áfram allt til næsta morg- uns. Vaknaði hann þá hress að öðru leyti en því, að hann hafði þyngsli yfir höfði. S. E. Larsen yfirskurðlæknir á Almenna spítalanum í Kaup- mannahöfn svæfði um líkt leyti fyrsta sjúklinginn í Danmörku með eter. Þann 10. nóvember 1847 var byrjað að nota klóroform og var það prófessor John Simpson í Edinborg. Klóroform lofaði góðu og var aðal- svæfingarlyfið í um það bil í hálfa öld. Höfundur er sérfræðingur í svæfingalæknisfræði. Hvernig voru íslendingar í stakk búnir að taka upp þessar læknisaðferðir Aðalerfiðleikarnir voru þá að hér voru engin sjúkrahús, engar kennslustofnanir fyrir lækna og engin læknatímarit. Af öllu þessu leiddi, að lækn- isfræðin stóð hér á frumstæðu stigi, eftir því sem gerðist í nálægum löndum. Eg vil hér nefna tvo lækna er störfuðu á Akureyri og voru í læknanámi í Kaupmannahöfn á þessum tíma. Það voru þeir Eggert Johnsen fjórðungslæknir í Norðlendinga- fjórðungi 1832 og Jón Finsen héraðslæknir í aust- urhéraði Norðuramtsins 1856. Jón Finsen kom til Akureyrar og tók við embætti sínu 13. júní 1856. Hann er fyrsti íslenski læknirinn sem notar klórof- orm við skurðaðgerð hér á landi. Er þá sennilega stúlka sú 15 ára að aldri, sem Jón Finsen telur á undan öðrum hinna svæfðu sjúklinga sinna, hinn fyrsti Islendingur sem slíkan náðarblund hlaut hér á landi. Aðgerðin var að fjarlægja sull sem var á vinstra herðablaði stúlkunnar og var stór eins og hænuegg. Ekki er vitað um nafn hennar. Þetta mun hafa verið á tímabilinu júní til desember 1856. Aftur á móti gaf Guðmundur Hannesson út á Akureyri 1902-1904 Læknablaðið sem hann handskrifaði, hektograferaði í nokkrum eintök- um og sendi starfsbræðrum sínum á Norður- og Austurlandi. Þetta var fyrsta læknablaðið sem kom út á Islandi. Þar skrifar hann um klóroform- svæfingu. Þar er mjög nákvæm lýsing á hvernig hægt er að nota klóroform og segir hann frá sinni eigin reynslu. Segir meðal annars: „Aðferðin er þannig að sjúklingur hallar sér aftur á bak í stól, hetta er lögð yfir andlitið og 50-80 dropar af klóroform er látnir drjúpa á sjúkling í einni strikk lotu. Skurðaðgerðin er gerð strax á eftir og allt þetta tekur 1-2 mín. og sjúklingur er óðara samur og jafn. “ Hann segir: „Ég hef oft notað þessa aðferð aleinn en miklu þœgilegra að hafa annan til þess að gefa klóro- form, annars getur skurðlœknir komið ofseint og er þetta þá unnið fyrirgýg. Hvencer tilfinningaleysi kemurfer ekki alveg eftir dropatalinu. Sumirþola meira, aðrir minna. Þegar það byrjar verður sjúk- lingurinn eins og utan við sig og er þá tœkifœrið gripið samstundis, en nákvœmara verður þetta að

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.