Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 15 Enn fremur vann Guðmundur Hannesson það þrekvirki að skrifa og gefa út. einn og án aðstoðar handritað Læknablað, frá hausti 1901 til hausts 1904, mánaðarlega, í átta blaða broti. Þóroddur Jónasson skrifaði merka grein um blaðið í Lækna- blaðið 1987. Guðmundur skrifaði blaðið sjálfur, fjölritaði það með því að hectografera það og sendi það öllum læknum á Norður- og Austur- landi endurgjaldslaust. Blaðið fjallaði að mestum hluta um sjúkdóma og læknisfræði, í annan stað um heilbrigðisþjónustu. þá um læknana sjálfa, skyldur þeirra. bókhald og laun og loks um menntun og framhaldsnám þeirra. Miðað við tíma og aðstæður Guðmundar Hannessonar var ritun og útgáfa þessa blaðs einstætt framtak og afrek. Furðuverk kallar Þóroddur Jónasson það réttilega. Arið 1907 flutti Guðmundur Hannesson héðan til Reykjavíkur, varð héraðslæknir þar, hætti fljótlega skurðlækningum og varð prófessor við Læknadeild Háskóla íslands 1911 í líffæra- fræði, heilbrigðisfræði, yfirsetufræði og síðar í lí- feðlisfræði. Hann var í stjórn og formaður Lækna- félags Islands og var í ritstjórn Læknablaðsins í nokkur ár. í 15 ár skrifaði hann heilbrigðisskýrsl- ur landsins og vann það verk svo vel að þær þóttu bera af heilbrigðisskýrslum annarra landa. Hann hafði alla tíð lifandi áhuga á húsagerð og rit komu út eftir hann um skipulag sveitabæja og stein- steypu. Þá gaf hann sig að nýyrðasmíði í líffæra- og læknisfræði. Arið 1902 fékk Guðmundur Hannesson heim- ild til að ráða aðstoðarlækni að sjúkrahúsinu hér til frambúðar. Aðstoðarlæknir hans frá 1902-1903 var Steingrímur Matthíasson. Frá 1903-1905 var Halldór Gunnlaugsson aðstoðarlæknir, en auk læknisstarfs síns var hann að sumra mati eitt snjallasta skopskáld sem Islendingar hafa eignast. Frá 1905-1908 var aðstoðarlæknir á sjúkrahúsinu hér Sigurður Hjörleifsson Kvaran, bróðir Einars Kvaran, rithöfundar og skálds. Arið 1905 var reist sóttvarnarhús í brekkunni að baki sjúkrahúsinu af ríkinu samkvæmt lögskip- an. Tilætlaður sjúklingafjöldi fannst hvergi skráð- ur en líklegt má telja að það hafi framan af rúmað um sex sjúklinga. Árið 1907 varð héraðs- og sjúkrahúslæknir á Akureyri Steingrímur Matthíasson Jochumsson- ar, tók hann við af Guðmundi Hannessyni. Hann lifði frá 1876-1948, var læknir á Akureyri frá 1907- 1936. Hann framkvæmdi á þeim tíma marga og margskonar holskurði og útlimaaðgerðir, það sem til féll. Hann skipaði lengi sæti Guðmundar Hannessonar hér með sóma, segir Vilmundur Jónsson um hann. Hann gerði þriðja íslenska keisaraskurðinn utan sjúkrahúss hérlendis 1911. Árið 1920 gerði Steingrímur aðgerð á höfuð- kúpu og heila í heimahúsum á bænum Syðra Fjalli í Aðaldal, á Sigurði Bjarklind kaupfélagsstjóra á Húsavík, vegna blæðingar utan á heila af völdum slyss, með sprungu á höfuðkúpubotni og rofi á slagæð í miðheilahimnu. Hinn slasaði hafði stokk- ið út úr vörubíl, sem var á hægri ferð og lent með Gangurinn á spítalanum. Læknar, hjúkrunarkonur og sjúklingar hlýða á Áskel Snorrason leika á orgelið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.