Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 24
24 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Formenn félagsins eru taldir upp á bls. 26 í blaðinu, auk gjaldkera og ritara, flestir þeirra hafa aðeins verið eitt til tvö ár í embætti að undan- teknum Guðmundi Karli Péturssyni, sem gegndi formannsstarfinu í 16 ár samfellt, 1950-1965. Menn hafa yfirleitt ekki sóst eftir því og sumir verið tregir til að taka að sér embættið. Hvernig hefur svo Læknafélag Akureyrar gegnt hlutverki sínu þessi 60 ár sem það hefur verið við lýði? Áður en lengra er farið er fróðlegt að kynnast viðhorfi Jóns Sigurðssonar forseta til félagsskapar yfirleitt. Hann segir í grein, sem heitir „ Umfélagsskap og samtök“ og birtist í Nýj- um félagsritum, fjórða ári, 1844: „Nafnfrœgur maður á Þýskalandi hefur farið þeim orðum umfélagsskap: „Enginn hlutur“, seg- ir hann, „vekur svo mjög og lífgar og sambindur framtakssemi manna, gáfur og krafta eins og fé- lagsskapur og samtök til hvers sem vera skal. Það er fersk uppspretta alls dugnaðar og menntunar, velgengni og kjarks hvers manns og lands. Hver einstakur maður, eins í lœgstu stéttunum, fœr við það mikla framför, menntast og siðast og hugur hansfœr allur œðri stefnu, vegna þess að honum er ávallt bent á æðri augnamið og œðri lög en hann þekkti áður“. “ Par á Jón Sigurðsson við hin vekj- andi, örvandi og siðandi áhrif hverskonar félags- skapar. En um Læknafélag Akureyrar er það að segja, að það hefur ekki verið stöðnun eða kyrrstaða í því á þessu árabili. Öllu heldur hefur gróið undan því einkum þó á síðustu tveimur til þremur ára- tugum. Félagatala þess hefur aukist úr níu með- limum á næstfyrsta ári þess 1935 upp í 64 á þessu ári, 1994. Fræðslustarfsemi þess hefur aukist og eflst, fræðsluerindum hefur fjölgað og þau hafa orðið yfirgripsmeiri, víðfeðmari og dýpri en fyrst í stað og á síðari árum hafa verið tekin upp málþing þar sem fjallað hefur verið um ákveðin viðfangs- efni eða þemu, séð frá mismunandi hliðum á sama fundi. Má óhætt segja, að erindin hafi stuðlað að áframhaldandi námi og símenntun áheyrenda eft- ir því sem þau hafa orðið fjölbreyttari og nýjungar í læknisfræði og sérgreinum hennar verið kynnt- ar. Fjárhagslegir hagsmunir félagsmanna hafa yfir- leitt farið batnandi á þessum 60 árum, laun og tekjur þeirra hafa hækkað, íbúðarhúsnæði þeirra stækkað, utanlandsferðum þeirra fjölgað mjög og bfll eða bílar nú í hvers manns eigu, en árið 1934 átti enginn læknir hér bíl. Líklega hafa fundir í félaginu hjálpað til við að koma á gagnkvæmum kynnum innbyrðis meðal félagsmanna og bætt félagsanda þeirra. Þá hefur félagið komið fram endrum og sinnum í hlutverki þrýstihóps með Pétur Jónsson, læknir á Akureyri 1928-1968. bréfaskriftum, einkum þegar um hefur verið að ræða að framkvæmdir eða innkaup á búnaði hafa dregist úr hömlu á sjúkrahúsinu. Húsnæði bæði á sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni hefur aukist að miklum mun í tíð félagsins og stækkaði síðast í ársbyrjun 1993 þegar Kristnesspítali var samein- aður FSA fyrir endurhæfingar- og öldrunarsjúk- linga. Vísindaleg læknisfræði er ung og hófst ekki að ráði fyrr en á síðasta fjórðungi 19. aldar. Hún færðist í aukana og tók stökk fram á við seint á fjórða áratugi og snemma á fimmta áratugi þess- arar aldar með tilkomu sýklalyfja, sem unnu bug á bakteríum án þess að skaða líkamann. Pá varð á skömmum tíma auðið að ráða við lungnabólgu og hvers konar sýkingar og fáum árum síðar við berkla. Á sjötta áratugnum og þar á eftir komu ýmis ný lyf fram, virk lyf við háþrýstingi, krans- æðaverkjum, hjartabilun, lungnabjúg, asthma- köstum, fullorðinssykursýki, geðlyf við þung- lyndi og geðklofa og gigtarlyf og seinna magasár- slyf. Pá breyttist læknisstarfið úr því sem áður var mestmegnis fólgið í viðtalsmeðferð með grein- ingu og skýringu á eðli sjúkdómsins í nýtingu tækni og vísinda. Sumir sjúkdómar sem áður voru lítt viðráðanlegir eru nú orðnir læknanlegir og þar með talinn helmingur allra krabbameina, að því er skýrslur herma. Ekki verður á móti mælt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.