Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Side 59

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 59 betur ef hann setur fótinn fram úr eða gengur aðeins um gólf. 3. Sár vegna blóðþurrðar. Oftast staðsett á tám eða kringum ökkla. Mjög sársaukafull. Miklu al- gengara er þó að sár á fótum séu af öðrum ástæðum svo sem af völdum bláæðabilunar. 4. Drep. Tá eða tær verða fyrst bláleitar og svo svartar og er þá ekki hægt að bjarga þeim en gera verður aðgerð sé það mögulegt til að bjarga fætin- um, annars taka af tær eða fót. Aðgerð er brýn við einkennum tvö til fjögur, en ekki eins nauðsynleg við fyrstu fyrr en gönguþol er orðið mjög lítið eða raskar mjög daglegu lífi. Hægt er að viðhalda og jafnvel bæta talsvert ástandið með gönguæfingum en framar öllu með því að hætta að reykja. Reykbindindi er sérstak- lega mikilvægt varðandi langtímaárangur af að- gerð. Aðgerðarmöguleikar eru oft margir. Áður fyrr var oft hreinsað innan úr æðunum og þeim lokað aftur, en ef um löng svæði er að ræða eða smáar æðar er langtímaárangur ekki mjög góður. I dag er því algengara að gerðar séu hjáveitu aðgerðir (bypass grafting) sem líkja má við pípulögn fram- hjá lokaða hluta slagæðanna. Pegar um er að ræða stórar æðar eins og ósæðina í kviðarholi er algeng- ast að nota gerviæð úr svokölluðu dacron efni sem er skylt næloni. Hún er tengd rétt neðan nýrna- æða og síðan oft niður í nára sitt hvoru megin líkt og buxur (oft nefnt buxnagraft). Sé lokunin í æð- um á læri eða neðar með öðrum orðum eftir því sem æðar eru minni er betri árangur af aðgerð, ef eigin bláæð er notuð (sjá mynd). Hún er tengd efst í náranum á slagæðina og síðan fyrir neðan lokunina þar sem æð er vel opin samkvæmt æða- rannsókn sem nauðsynlegt er að framkvæma fyrir aðgerð. Einnig er oft hægt að nota gerviæðar úr svokölluðu P.T.F.E. með góðurn árangri, en til gamans má geta þess að það er sama efni og goretex sem notað er í vind- og regnjakka. Fyrir kemur að skyndileg blóðþurrð verður í fæti ef til dæmis blóðtappi sem getur myndast í hjartanu við hjartsláttaróreglu losnar og berst niður í fót og stíflar slagæð. Pá kemur skyndilegur verkur, fóturinn verður fölur, kaldur og dofinn. Aðgerð við þessum kvilla er oft tiltölulega ein- föld. Eftir að búið er að opna inn á æð í náranum er legg með blöðru á endanum rennt niður fyrir blóðtappann, blaðran blásin upp og hann fiskað- ur upp úr æðinni. Ohætt er að segja að vænta má talsvert mikilla möguleika á æðaaðgerðum sem eru einfaldari og þægilegri fyrir sjúklinga í nánustu framtíð. Á fá- um árum hafa verið gerðar miklar tilraunir með aðgerðir sem eru framkvæmdar með röntgenað- stoð og ekki gerður stór skurður, aðeins ástunga á slagæð, oftast í nára. í gegnum íholan legg sem lagður er inn í æðina eru síðan sett viðeigandi verkfæri. Pað fyrsta sem gert var og er framkvæmt í dag til dæmis á Landspítalanum er svokölluð blásning á kransæðum, það er víkkun á þrönga staðnum með því að þenja út belg á æðalegg sem stungið er inn í æðina. Einnig er farið að beita þessari aðferð við slagæðar í grindarholi, lærum og jafnvel fótleggjum bæði á Landspítala og Borg- arspítala. Þá er farið að bora í gegnum lokaðar æðar með ýmsum mekanískum aðferðum og setja svokallaða stenta eða sívöl net úr stífu efni sem spenna æðina út. Þessar aðferðir eru enn í þróun og sumar ekki orðnar nógu öruggar þannig að hinar klassísku opnu aðgerðir verða framkvæmd- ar um ókomin ár, en þróunin er hröð og vissulega spennandi og í takt við það að skurðlækningar almennt eru sífellt að verða tæknilegri og minni áverki fyrir sjúklinga. Hjáveituaðgerð á fæti þar sem bláæð er notuð.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.