Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 22
22 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Bjarni Rafnar, Jóhann Lárus, Guðmundur Karl og Ragnheiður Dóra á skurðstofunni. dómar. Yfirlit um húðsjúkdóma. Cancer coli. Málþing um kvensjúkdóma og fœðingarhjálp, blœðingartruflanir, vaginitis, eggjaleiðarabólgu, tíðahvörf getnaðarvarnir. Eftir það: Hjartaaðgerðir við lokugöllum og kransæðasjúkdómum. Öldrunarmál. Efnabreyt- ingar lyfja í líkamanum, frásog, aðgengi, helming- unartími og niðurbrot þeirra. Málþing um háþrýsting og angina pectoris, áhœttuþœtti kran- sœðasjúkdóma, lyfjameðferð þeirra með beta- blokkerum, calciumblokkerum og nitritum. Eftir það: Lagfœring og uppbygging á brjóstum eftir aðgerð á þeim við cancer. Tölvusneiðmyndir. Niðurgangur. Cephalalgia. Málþing um bráða slysameðferð, meðferð á slysstað, flutning sla- saðra, höfuðáverka, brjóstáverka, útlimabrot, augnáverka, handaráverka, andlitsáverka, eitran- ir hjá börnum. Eftir það: Prostaglandin, þáttur þess í bólgu. Ónœmisfrœði og sjúkdómar. Arfgengar blœðing- ar og amyloidosis íheilaæðum. Vinnueftirlit ríkis- irts. Lyfjaheldni við háþrýsting. Málþing um innk- irtlafræði, diabetes mellitus, kynþroska, thyreot- oxicosis. Eftir það: Bakterial meningitis. Langvinnur sársauki, orsakir og meðferð. Sónarskoðanir. Mæðravernd. í ágúst 1982 var samþykkt að eftirleiðis skyldi aðeins borið fram kaffi, ekki meðlæti, á fundum félagsins. I september 1984 var samþykkt að bannað skyldi að reykja á fundum félagsins. Fyrsta veturinn eftir stofnun Læknafélags Ak- ureyrar, þegar meðlimir þess voru aðeins sjö tals- ins, voru fundir haldnir á heimilum læknanna til skiptis en eftir það á hótelum, fyrstu tvö árin á Hótel Akureyri síðan á Hótel Gullfossi en frá 1944 á Hótel KEA og þar lengstum síðan. Læknarnir reru einir á báti, veittu sjúklingum móttöku einir á stofu, störfuðu hver fyrir sig án allrar aðstoðar, höfðu ekki ritara, ekki hjúkrun- arkonu, ekki aðgang að rannsóknastofu, tak- mörkuð afnot af röntgenrannsóknum og lítinn stuðning af sérfræðingum. Raunar má segja, að Steingrímur Matthíasson hafi í krafti reynslu sinn- ar og kunnáttu verið jafngildur sérfræðingi í hand- lækningum en Helgi Skúlason augnlæknir var formlega viðurkenndur sérfræðingur í sinni starfsgrein frá 1923. Var mikill fengur í honum fyrir almenning og lækna þegar hann settist hér að 1927. Og það var stórt spor fram á við þegar Guðmundur Karl Pétursson, sem fyrr hefur verið sagt frá, kom hingað 1936. Hann var þá viður- kenndur sérfræðingur í handlækningum og jafn- framt fær í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum. Victor Gestsson, viðurkenndur sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum, starfaði hér í bæn- um 1939-1944. Ólafur Sigurðsson, viðurkenndur sérfræðingur í lyflækningum, starfaði sem lyf- læknir og heimilislæknir í bænum frá 1951 og yfir- læknir við lyflækningadeild FSA frá 1954. Bjarni Rafnar, viðurkenndur sérfræðingur í kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp, starfaði sem slíkur við handlækningadeild FSA frá 1955 og sem yfirlækn- ir í þeim greinum frá 1971, þegar kvensjúkdóma- og fæðingardeild varð sjálfstæð og aðskilin frá handlækningadeild. Sigurður Ólason var sem áður segir röntgenlæknir við sjúkrahúsið hér frá maí 1955. í ársbyrjun 1993 var Kristnesspítali sameinaður FSA með öldrunar- og endurhæfingardeild sinni. Þannig þróaðist sérfræðiþjónusta í læknisfræði hér smám saman, stuðlaði að vexti og viðgangi sjúkrahúsþjónustu. Leitast var við að haldast í hendur við framvindu í tæknilegri læknisfræði eft- ir föngum. Hinn 11. nóvember 1973 á 100 ára afmæli sjúkra- hússins, sem er elsta starfandi sjúkrahús í landinu, var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri viðbygg- ingu við það og samanstendur hún af stórri tengi- álmu og stóru þjónustuhúsi. Árið 1976 var tekinn í notkun nyrsti hluti tengiálmunnar með kjallara og þremur hæðum. Þangað á þriðju hæð var barna- deildin flutt og rúmaði þá 12 rúm, en húsrými hennar var þó enn of þröngt miðað við þarfir hennar og aðstaða erfið til stundunar barna. Á annarri hæð var hið nýfengna húsnæði tekið undir þjónusturými handlækningadeildar og dagstofu. Á fyrstu hæð var það nýtt fyrir þjónusturými lyf- lækningadeildar og nýtt anddyri sjúkrahússins. Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.