Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 38

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 38
38 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Shree Datye Skurðlæknisfræði Forsaga Handlækningar eru list og vísindagrein sem þjónar sjúklingum með áverka, sjúkdóma og aðra kvilla. Hún hefur mjög langa sögu og meðferðar- aðferðir hafa breyst gífurlega með tímunum. í rauninni þróaðist læknislist meðal allra siðmennt- aðra þjóða fornaldar svo sem Kínverja, Indverja og í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs svo sem í Egyptalandi og Grikklandi. Fyrsta bókin um læknisfræði var skrifuð á Ind- landi um 1600 árum fyrir Krist. Susruta sem uppi var 600 árum fyrir Krist er oftast kallaður faðir skurðlæknisfræðinnar. Hann skrifaði lýsingar á mörgum skurðaðgerðum, sérstaklega í lýtalækn- ingum og lýsti áhöldum og ráðleggingum varð- andi hreinlæti og kennslu lækna. Grikkir gerðu greinarmun á lyflæknisfræði og skurðlæknisfræði. Aeskulapius var guð læknislistarinnar meðal Grikkja og Rómverja. Hann átti tvo syni, Podalir- ius sem var lyflæknir og Machaon sem var skurð- læknir. Spakmæli Hippókratesar frá því um 400 fyrir Krist er sennilega þekktasta bók læknisfræð- innar. Celsus skrifaði rómverska handlæknisfræði um 53 fyrir Krist og Galen framkvæmdi dýra- krufningar um 130 eftir Krist. Arabískur skurð- læknir frá Bagdad skrifaði bók um brennimeðferð um 980 og um 1000 var skrifuð bók um sárameð- ferð, aflimanir, brot og liðhlaup meðal Mára á Spáni. Frá falli Rómaveldis og framyfir hinar myrku miðaldir var það kirkjan sem kom í veg fyrir þró- un læknisfræðinnar í Evrópu. Lækningar voru að- allega í höndum kirkjunnar og bænin var aðal- meðferðin. Endurreisnartímabilið hjálpaði ná- lega öllum listgreinum nema læknisfræðinni. En segja má að jafnvel læknisfræði 17. aldar hafi verið í hlekkjum sterkra forboða og svokallaðir rakara- skurðlæknar algengastir skurðlækna. Atjánda öldin markar tímamót í sögu vísinda- legrar skurðlæknisfræði. Líffærafræði varð viður- kennd grein og krufningar leyfðar á ný. Banda- ríkjamenn lögðu sitt af mörkum og fyrsta vel- Höfundur er sérfræðingur í skurðlækningum. heppnaða kviðarholsaðgerðin var gerð árið 1809. Gífurlegar framfarir urðu í nútíma skurðlæknis- fræði á seinnihluta síðustu aldar og fyrri helmingi þessara. Verkir. blæðingar og sýkingar voru böl skurðlæknisfræðinnar, sem hömluðu framförum um langan aldur, en sigrast var á þeim erfiðleik- um frá 1846 til 1946. Pað voru þó framfarir í öðr- um greinum svo sem svæfingalæknisfræði, sýkla- fræði, lífeðlisfræði og í röntgengreiningu sem gerðu skurðlæknum kleift að framkvæma aðgerð- irnar með viðunandi árangri. Fyrsta stökkbreyt- ingin varð árið 1846 þegar tannlæknir nokkur að nafni Morton notaði etersvæfingu í fyrsta skiptið. Franskur skurðlæknir, Péan að nafni, þróaði tengur til þess að stöðva blæðingar og breskur læknir Lister að nafni talaði fyrst um handarþvott og sótthreinsun húðar og verkfæra fyrir aðgerð árið 1867. Landsteiner frá Bandaríkjunum upp- götvaði blóðflokka og auðveldaði blóðgjafir og Rudolf Virchow frá Berlín gerði meinafræðina að vísindagrein. Fúkkalyfin komu svo til sögunnar í síðari heimsstyrjöldinni. Nútíma skurðlæknisfræði Um leið og hægt var að framkvæma aðgerðir á öllum líkamshlutum var orðið erfitt fyrir einn og sama skurðlækni að hafa nógu góða þekkingu á öllum sviðum. Almenn skurðlæknisfræði var áfram aðalsérgrein en smám saman fóru menn að sérhæfa sig í hliðargreinum. Bæklunarlækningar og þvagfæraskurðlækningar voru fyrstu hliðar- greinarnar en smám saman þróuðust aðrar hliðar- greinar eins og æðaskurðlækningar, brjósthols- skurðlækningar, heila- og taugaskurðlækningar, barnaskurðlækningar, lýtaskurðlækningar, HNE-lækningar og augnlækningar. Gífurlegar tækniframfarir síðustu áratuga hafa leitt til enn fleiri undirsérgreina svo sem líffæraígræðslur. holsjáraðgerðir og smásjáraðgerðir. Almenn skurðlæknisfræði er þó aðalundirstaða allra hliðar- og undirsérgreina skurðlæknisfræð- innar. í mörgum löndum er nauðsynlegt að ljúka námi í almennum skurðlækningum áður en hlið- argrein er valin. I öðrum Iöndum er nauðsynlegt að stunda nám í almennri skurðlæknisfræði tíma- bundið en þar eru sumar hliðargreinar viður-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.