Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 44
44 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Vigfús Þorsteinsson Rannsóknir við sjúkrahús á Akureyri Möguleikar á nákvæmum og skjótum sjúk- dómsgreiningum eru mikilvægur hluti af þeim framförum við lækningar sem við höfum orðið vitni að á Islandi á síðustu áratugum og að nokkru leyti forsenda þeirra. Ör þróun hefur orðið á myndrænum rannsóknum á líffærum, eins og til dæmis tölvusneiðmyndum, ómun og segulómun, en miklar framfarir hafa einnig orðið á rannsókn- um á sýnum frá sjúklingum. Þær gera læknum kleift að greina suma sjúkdóma, sem erfitt eða ógerlegt væri að greina með öðru móti, og að fylgjast með framvindu þeirra og áhrifum með- ferðar. Rannsóknir á blóði, þvagi og fleiri sýnum, eins og við þekkjum þær í dag, eiga sér ekki langa sögu miðað við ýmis önnur viðfangsefni læknisfræð- innar. Langt fram eftir öldum studdust læknar aðallega við sjáanleg og þreifanleg einkenni sjúk- lingsins og sjúkrasöguna við sjúkdómsgreiningar sínar. Það varð ekki fyrr en að smásjár voru þróaðar og þekking á efnafræði óx nægilega mikið að unnt varð að beita rannsóknum á sýnum til sjúkdómsgreininga með umtalsverðum árangri. Pá varð unnt að sjá bakteríur og þekkja ýmsa flokka þeirra og virða fyrir sér frumur í vefjum og afbrigði í útliti þeirra. Unnt varð að mæla ýmis efni í líkamanum og finna þær breytingar sem urðu á þeim við ýmsa sjúkdóma. Síðan var hægt að nota mælingarnar til að greina og fylgjast með þessum sjúkdómum og meta áhrif meðferðar. Upphafsmenn voru oft læknar sem þróuðu mæl- ingaraðferðir og notuðu þær við rannsóknir hjá sjúklingum sínum. Eftir því sem umsvifin jukust varð verkaskipting meiri og nú eru rannsóknir aðallega í höndum sérmenntaðs starfsfólks. Á síðustu öld var grundvöllur lagður að nútíma lífefnafræði og byrjað að kanna efnaferla í líkama okkar og tengja truflanir á þeim við sjúkdóma. í byrjun þessarar aldar voru mælingar á nokkrum Höfundur er sérfræðingur í blóðmeina- og meinefna- fræði. efnum í sýnum frá sjúklingum notaðar til sjúk- dómsgreininga en þó aðeins í litlum mæli. Mikil aukning varð á rannsóknum á árunum á milli heimsstyrjaldanna og þær unnu sér sess sem ómissandi hjálpartæki við lækningar. Margar nýj- ar rannsóknaraðferðir voru þá þróaðar. Eftir síð- ari heimsstyrjöldina hefur þróunin orðið mjög hröð og nú eru mæld fjölmörg og margvísleg efni í blóði og mörgum öðrum sýnum frá sjúklingum, bæði til þess að greina og fylgjast með sjúkdómum og til þess að afla þekkingar á eðli þeirra og orsök- um. Búið er að kortleggja fjölmarga efnaferla í líkamanum og komast að raun um hvernig og af hverju þeir fara úr skorðum. Á síðustu 20 árum hefur þekking á erfðaefnum og tækni við rann- sóknir á þeim aukist með byltingarkenndum hraða. Búið er að finna galla í erfðavísum, sem eru orsakir ýmissa sjúkdóma, og verið er að þróa aðferðir til að gera við þá. Litlar heimildir eru um það hvenær rannsóknir á sýnum frá sjúklingum hófust á Akureyri. Lík- legt er að einhverjar rannsóknir hafi verið gerðar við Gudmanns minde, fyrsta sjúkrahúsinu sem rekið var á Akureyri, en óvíst í hve miklum mæli. Jóhanna Jónasdóttir var fyrsti starfsmaðurinn sem ráðin var til rannsóknarstarfa við spítalann. Eftir að hafa farið á námskeið í rannsóknartækni starfaði hún við spítalann árin 1952 og 1953, tvö síðustu árin áður en hann var fluttur frá Spítala- vegi 13 og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FS A) stofnsett í nýrri byggingu sunnan við Lysti- garðinn, þar sem það er nú. Jóhanna bætti enn við menntun sína síðar og er nú yfirmeinatæknir við Landakotsspítala. Sigríður Helgadóttir Skúlason- ar augnlæknis á Akureyri var lærð í rannsóknar- tækni með próf frá Kaupmannahöfn og tók við af Jóhönnu. Hún starfaði allt árið 1954 og aftur um skeið 1957 og 1958. í millitíðinni sá Guðrún Bjarnadóttir, sjálfmenntuð í greininni, um rann- sóknir við FSA. Gunnhildur Wæhle tók við af Sigríði 1958 og fékk tilsögn hjá henni og við Landspítalann og starfaði til 1960. Gunnhildur starfaði fyrst í stað ein eins og fyrirrennarar henn- ar en fljótlega upp úr 1960 fjölgaði starfsmönnum í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.