Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 40
40 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Halldór Halldórsson Að eldast vel Öll berum við ábyrgð á eigin heilsu í leit að yngingarmeðali er eini marktœki árang- urinn sá að viðeigandi líkamsþjálfun fœrir eldra fólk nœr því yngra. Áralöng reglubundin þjálfun er góð fyrírbyggjandi meðferð ýmissa langvinnra sjúkdóma, sem algengir eru á efri árum, til dœmis háþrýstings og hárrar blóðfitu, offitu og sykursýki fullorðinna, kransæðasjúkdóms, beinþynningar og hœgðatregðu. Reglubundin áreynsla er árang- ursrik meðferð við streitu, svefnörðugleikum, depurð og kvíða. Þjálfun er mikilvœg til að auka lífsfyllingu, fólki líður betur andlega, útlit og lík- amleg fœrni batna sem fyrir aldraða þýðir meirí sjálfsbjargargetu og sjálfstœði, þörffyrir þjónustu minnkar ogfrestast. Kyrrsetur flýta hrörnun Mörg einkenni sem menn tengja ellinni orsak- ast fremur af hreyfingarleysi en háum aldri. Notk- unarleysi leiðir til afturfarar og rýrnunar. Vöðvi sem ekki er reynt á rýrnar og máttur minnkar. Við hreyfingarleysi stirðna liðir og kreppa. Ef ekki er reynt á beinin kemur fljótt fram beinþynning og stóraukin hætta á brotum, jafnvel við minniháttar áverka. Þjálfun hamlar gegn þessari þróun, styrkir bein, bætir viðbragðsflýti og jafnvægi, eykur vöðvastyrk og dregur úr hættu á að fólk detti og þar með úr hættu á beinbrotum. Ólíkt meiri lífsfylling er fólgin í því að vera sjálfbjarga á eigin heimili og fara daglega í göngu- túra heldur en að dveljast langdvölum á stofnun, ef til vill bundin hjólastól og eiga allt sitt undir starfsfólkinu þar. Heilbrigð ellí Takmark öldrunarlækninga er að stytta sem mest veikindatímabilið sem hjá mörgum öldruð- um er undanfari andláts. Reglubundin þjálfun dregur úr hættu á ótímabærum dauða og lengir tímann sem fólk er virkir þátttakendur mannlífs- ins, en styttir tímabil vanheilsu og skertrar sjálfsbjargargetu við lok æviskeiðs. Höfundur er sérfræðingur í öldrunarlækningum. Er bornir voru saman sambærilegir hópar fólks yfir áttrætt, þar sem í öðrum hópnum voru kyrr- setumenn en hinum fólk sem stundaði reglu- bundna þjálfun, sýndi sig að mun lægra hlutfall úr þjálfaða hópnum þarfnaðist öldrunarþjónustu og mun lægra hlutfall þjálfaðra lifði það að þurfa stofnanavist. Með öðrum orðum: Fólksem stund- ar líkamsþjálfun reglubundið um árabil á meiri von um að halda heilsu og sjálfstæði til œviloka og sleppa við stofnanavist en kyrrsetufólk. Einnig sýndi sig við samanburð á háöldruðu fólki að þeir sem enn dvöldu heima höfðu verið mun virkari líkamlega um fimmtugt heldur en þeir höfðu verið sem komnir voru á stofnanir. Meðaltalstöl- ur sýna að kyrrsetufólk er komið að því að þarfn- ast vistar á stofnun um eða upp úr áttræðu, en talið er að reglubundin þjálfun megni að fresta því um 10-20 ár. Því öruggari árangur þeim mun fyrr sem þjálfun hefst. Ekki má gleyma mikilvægi annarra hollra lífs- venja svo sem holls mataræðis og tóbaksbindind- is, hófsemi í notkun áfengis eða bindindis. Að hefja þjálfun Fyrsta boðorðið er að byrja hægt og varlega. Kyrrsetufólk getur þurft að ráðfæra sig við lækni, en ekki er að jafnaði þörf á umfangsmiklum rann- sóknum. Fatlanir og sjúkdómar geta hamlað þjálfun eða gert nauðsynlegt að velja ákveðið form þjálfunar eða gæta varúðar. Oftast nægir að fara varlega af stað, auka áreynsluna smám sam- an, mæðast og svitna. Ef þið finnið aðeins til þægilegrar þreytu við áreynsluna og vægra eymsla í vöðvum daginn eftir hefur hún verið hæfileg. Mælikvarði á nægjanlega áreynslu er: • Hraðari púls (flestum ber að ná 110 -120 slög- um á mínútu), • mæði (þó ekki meiri en svo að maður geti vel rætt við félaga sinn) og • þreytutilfinning. Areynslan verður að vera stöðug í að minnsta kosti 20 mínútur í fyrstu og endurtakast minnst þrisvar sinnum í viku hverri. Síðan má auka lengd hverrar þjálfunar eða fjölga þjálfunarskiptum, til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.