Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 53 Ingvar Þóroddsson Fita — hreyfíng „Allt er breytingum undirorpið“ kemur upp í hugann þegar maður hugsar um heilsufar Islend- inga síðustu áratugi og þær þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa. Það eru ekki svo margir áratugir síðan vannæring var vandamál meðal Islendinga og fólk þurfti að reyna að komast yfir orkumikinn mat og þá einkum feitmeti og var þá dýrafita fremst í flokki. Því var bændum uppálagt að fram- leiða sem feitast kjöt og þeir þóttu hvað mestir menn og frískastir sem borðuðu sem mest af fitu. Einnig var erfiðisvinna mun algengari en nú og orkueyðsla því að jafnaði mun meiri. Svo breyttust aðstæður. Sjónvarpið kom til sög- unnar, svo tölvurnar. Bflum fjölgaði, fótgangandi og hjólandi fækkaði. Margt fleira breyttist og það dró úr hreyfingu fólks. Mataræði breyttist ekki en reykingar jukust. Fljótlega komu fram breytingar á heilsufari fólks þannig að aukning varð í sjúkdómum, eink- um þeim sem tengjast æðakerfi og einnig jukust illkynja sjúkdómar. Beinbrotum fjölgaði og virtist sem bein fólks væru viðkvæmari en áður og ekki dró úr gigtsjúkdómum, svo sem slitgigt þó að álag minnkaði. Ýmsir glöggir menn fóru að hyggja að hverju þetta sætti og komust fljótt að því að stærsta breytingin sem hafði orðið hjá mannfólkinu fyrir utan hreyfingarleysið eða kannski sem afleiðing þess, var að heildarþyngd fólks jókst og mittismál gerðist allt meira. Hlutfall fitu í líkamsþyngd jókst en hlutfall vöðva minnkaði. Áframhaldandi rannsóknir sýndu að fita í blóði fólks hafði hækkað, einkum lágþéttni blóðfita. Blóðsykur hafði hækkað, beinþynning aukist. Við neyttum meiri sykurs, sérstaklega úr gos- drykkjum og sælgæti og reykingar jukust. Síðasta áratuginn hefur þó orðið breyting á, einkum síðustu árin. Því miður hefur sykurneysla ekki minnkað, jafnvel frekar aukist, en neysla fitu hefur minnkað og heldur hefur dregið úr reyking- um. Færri fá hjarta- og æðasjúkdóma. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. En hvernig hangir þetta saman Það hefur sýnt sig að þegar mikil fita er í blóð- inu, einkum í formi lágþéttni fitusýru, þá annað hvort festist fitan við æðavegginn eða ef þeir eru eitthvað skemmdir, getur hún troðið sér inn í æðaveggina og myndað þar þykkildi. Einnig er vitað að ýmis efni í tóbaksreyk og of hár blóð- þrýstingur skemma hið fína innra lag æðanna og auðveldar þannig fitunni að gera óskunda. í þessi fituþykkildi kemur síðan kalk og fleiri efni og þarna myndast fyrirferð í æðinni sem þrengir hana og gerir það að verkum að blóðskortur og þar með súrefnisskortur getur orðið í þeim vefjum sem æðin á að næra. Það sem við þekkjum best í þessu sambandi er kransæðastífla og hjartadrep sem henni getur fylgt. Ekki er öll fita jafn vond og háþéttni fitusýrur flytja fitu úr blóðinu til lifrarinnar, en lifrin sér um að umbreyta fitunni bæði þannig að hún geti nýst okkur sem orkuforðabúr og einnig er okkur nauð- synlegt að hafa visst magn af fitu til ýmissar lík- amsstarfsemi og uppbyggingar í líkamanum. Eftir að þessi sannindi komu upp á borð, hefur verið rekinn sterkur áróður fyrir því að fólk grenni sig. Allir þurfa að vera sem næst kjör- þyngd. Gefin hafa verið út fleiri hundruð ef ekki þúsundir af ráðum í þessu sambandi, mjög misvit- ur. í upphafi virðist mest áhersla hafa verið lögð á megrunarkúra. Þar má víða, einkum í auglýsing- um, sjá tölur um ótrúlegan árangur, það er að segja mikill fjöldi kflóa hvarf á skömmum tíma. Hvað síðan skeði hjá þessu fólki sem lagði svona mikið af vitum við ekki, en rannsóknir hafa sýnt að flestir þeirra sem fóru í slíka megrunarkúra þyngdust mjög fljótt aftur og urðu jafnvel þyngri en áður. Líkami okkar er nefnilega þeim eiginleikum búinn að hann reynir að viðhalda ákveðnu jafn- vægi. Þannig reynir hann að viðhalda fitumagninu sem við höfum í okkur. Hann kemur sér upp æðum, taugum, hvötum og fleiru til að þjóna þessum fituvef. Líkaminn fer að líta á fitumagnið sem eðlilegt og reynir að halda í það sem lengst. Líkaminn fylgist reglulega með magni fitunnar. Ef magn hennar lækkar skyndilega, grípur líkam- inn inn í og heldur fastar í fituna en áður. Líkam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.