Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
21
bergi á þeirri hæð í þeirri álmu falin sérfræðingi í
barnalækningum Baldri Jónssyni, sem síðar get-
ur. í ársbyrjun 1954 voru fimm læknar alls í starfi á
sjúkrahúsinu, þrír á handlækningadeild, yfirlækn-
ir, aðstoðarlæknir og svæfingarlæknir, einn starf-
andi röntgenlæknir á röntgendeild og einn lyf-
læknir á lyflækningadeild. Námskandídat einn
kom til starfa á miðju fyrsta ári sjúkrahússins og
einnig læknanemar. Tveir kandídatar störfuðu
svo reglubundið við sjúkrahúsið frá miðju öðru
ári Jiess, árinu 1955. hálft ár á hvorri deild.
A fundi í október 1955 var Erlendur Konráðs-
son tekinn í félagið og var síðan starfandi læknir
hér í bænum til sjötugs. Á fundi 6. júní 1956 var
Friðjóns Jenssonar minnst, sem hafði látist dag-
inn áður 88 ára gamall og náði hæstum aldri þeirra
lækna, sent búsettir hafa verið á Akureyri til þessa
dags. Hann var bróðir Bjarna Jenssonar í Ásgarði
en hann var þjóðkunnur maður á sinni tíð fyrir
gestrisni og margskonar greiðasemi. Á fundi í
mars 1958 var Ólafur Ólafsson tekinn í félagið.
Hann kom hingað til starfa sem aðstoðarlæknir á
lyflækningadeild sjúkrahússins. Á fundi í nóv-
ember 1961 var Baldur Jónsson boðinn velkominn
í félagið til starfa hér sem barnalæknir og fékk þær
sjúkrastofur sem áður getur, auk skrifstofu til
umráða á B-deild. Á fundi 7. september 1964 var
samþykkt inntökubeiðni frá Magnúsi Ásmunds-
syni, sem kom til starfa sem sérfræðingur á lyf-
lækningadeild FSA.
I mars 1971 tók Gauti Arnþórsson við starfi
yfirlæknis við handlækningadeild FSA. Á fundi í
mars 1972 var Ólafur Halldórsson tekinn inn í
félagið sem starfandi læknir hér. Á fundi í nóv-
ember 1972 minntist formaður Jónasar Rafnar,
fyrrum yfirlæknis á Kristneshæli og heiðursfélaga
Læknafélags Akureyrar, sem dó 85 ára gamall 20.
október 1972. Á 100 ára afmæli sjúkrahússins,
hinn 11. nóvember 1973, var tekin fyrsta skóflu-
stungan að tengiálmu og þjónustubyggingu FSA.
I júlí 1972 voru teknir í félagið Loftur Magnússon
augnlæknir, einnig Halldór Halldórsson lyflæknir
eftir meira en tveggja og hálfs árs sérfræðinám í
Svíþjóð. I janúar 1974 varð Baldur Jónsson yfir-
læknir. Hann var mjög hæfur í sinni starfsgrein.
Þá voru Ása Guðjónsdóttir og Sighvatur
Snæbjörnsson tekin í félagið.
Á árunum 1975-1984 voru fræðsluerindi flutt á
fundum félagsins um eftirfarandi læknisfræðileg
efni: Biokemisk atriði tengd infarctus myocardii.
Hitakrampar hjá börnum. Adrenogenital syndr-
ome. Yfirlit um húðsjúkdóma. Málþing um
lungnasjúkdóma, asthma bronchiale, emphysema
pulm., bronchitis, sýkingar í öndunarvegum
barna.
Eftir það: Angina pectoris. Nýjungar í lyfja-
meðferð œxlissjúkdóma. Eðlisþœttir námsins.
Nitrit. Lungnakrabbamein. Legionaires lungna-
bólga. Húðkrabbamein. Málþing um skapnaðar-
lœkningar, brunameðferð, húðœxli, aðgerðir á
andliti, hypospadia, œxli í munni og hálsi.
Eftirþað: Reykingar. Geðlyf, Chlorpromazine,
Tryptizol og Valium. Hypertonia maligna. Mál-
þing um barnalœkningar, asthma bronchiale,
nœringu ungbarna, flogaveiki, enuresis nocturna.
Eftir það: Hjartsláttartruflanir. Ofnœmissjúk-
y; 1| 9W
■li H
i \rw -^q i
: UT JK V V lfaH-V- '?■ B /' f
Læknarnir Bjarni Rafnar, Sigurður Ólason, Erlendur Konráðsson, Ólafur Sigurðsson, Ólafur Odds-
son, Snorri Ólafsson, Einar Páll Sveinsson, Loftur Magnússon, Ragnar Sigurðsson, Gauti Arnþórsson,
og Þóroddur Jónasson. Myndin er tekin árið 1986.