Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 57

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 57 eðlilegri framvindu vaxtar getur verið vísbending um sjúkdóma. Þetta má auðvitað ekki skilja á þann veg að öll börn eigi að vera jafn há eða jafn þung, öðru nær. Með samanburði við fyrri mæl- ingar má gera sér grein fyrir hvort um frávik frá eðlilegri þróun er að ræða. Margar fleiri einfaldar mælingar mætti nefna sem mikilvæga þætti kembi- leitar. Almenn þátttaka og að mælingarnar fari fram á tilsettum tímum er hér forsenda árangurs. 3. Fræðsla: Mikilvægur þáttur heilsuverndar- starfs er að veita fræðslu um hvaðeina, sem stuðl- að getur að heilbrigði. í heilsuverndinni hefur þó fræðslan í reynd einskorðast nokkuð við það sem tengist hinum einstöku þáttum hennar. I mæðra- vernd erfrætt um holla lifnaðarhætti á meðgöngu, í ungbarnaeftirliti um næringu ungbarna og svo framvegis. Skipulagning starfseminnar og naumt skammtaður tími leiðir til þess að fræðsla þessi verður að miklu leyti í stöðluðu formi en ekki aðlöguð þörfum þeirra sem hennar eiga að njóta né forsendum þeirra til að meðtaka fræðslu, svo sem æskilegt væri. 4. Einstaklingsbundin ráðgjöf — meðferð: Þótt skipulag heilsuverndarstarfsins geri yfirleitt ráð fyrir að það sé aðskilið frá svonefndu meðferðar- starfi á heilsugæslustöðvunum eru skilin hér ekki alltaf glögg. í heilsuverndinni gefst færi á að gefa einstaklingsbundna ráðgjöf, leiðbeiningar og jafnvel meðferð á sama hátt og í meðferðarstarf- inu gefast ótal möguleikar til fræðslu og fyrir- byggjandi aðgerða. Meginstyrkur heilsuverndarstarfs sem hér hef- ur verið fjallað um liggur í fastmótuðu skipulagi og mjög svo almennri þátttöku. A hinn bóginn nær það ekki svo viðunandi sé til allra þeirra greina heilsuverndar sem lög gera ráð fyrir að sinnt sé á heilsugæslustöðvum og þyrfti að verða þar breyting á. Þá væri æskilegt að starfsemin þróaðist til meiri sveigjanleika og yrði betur að- löguð mjög svo breytilegum þörfum þeirra sem hennar eiga að njóta. Það er mikilvægt að finna leiðir til að veita meiri fræðslu og stuðning þeim aðilum sem hafa mesta þörf fyrir slíkt. Þetta verð- ur að mínu viti best gert með því að tengja heilsu- verndarstarfið sem best annarri starfsemi heilsu- gæslustöðvanna og leitast við að gera þjónustuna samfellda og persónulega. Sýnt hefur verið fram á að sú heilbrigðisfræðsla sem mestum árangri skil- ar er fræðsla sem veitt er í einkaviðtali af heil- brigðisstarfsmanni sem viðtakandi fræðslunnar þekkir og treystir. Heisluvernd þar sem njótand- inn hittir nýjan heilbrigðisstarfsmann í hverri heimsókn er ekki líkleg til að skapa þau persónu- legu tengsl og trúnað sem eru forsendur góðs árangurs. Heilsuverndarstarfið verður einnig að þróast í takt við breytta tíma. Þekking okkar á eðli og orsökum sjúkdóma vex og þá um leið skilningur okkar á möguleikum til að fyrirbyggja þá. Þær hættur sem steðja að heilsu okkar breyt- ast líka í tímans rás. Engum ætti að blandast hug- ur um að aðrir þættir ógna heilsu barna og ung- linga nú en fyrir nokkrum áratugum. Á síðustu árum hefur mönnum orðið æ ljósara hve öryggi og eðlileg tilfinningatengsl í frumbernsku eru af- drifarík fyrir andlega og líkamlega heilsu einstak- lingsins um alla framtíð. Það er því ekki að tilefn- islausu að farið er að leggja ríkari áherslu á að huga að félagslegum og tilfinningalegum þáttum í heilsuverndarstarfi. Á Heilsugæslustöðinni á Akureyri hefur um hríð verið í gangi þróunarverkefni sem nefnt hef- ur verið Nýja barnið, aukin fjölskylduvernd og bœtt samskipti. Markmið verkefnisins er að nýta tíð og endurtekin samskipti í mæðra- og ungb- arnavernd til að greina og skilja tilfinningalega og félagslega áhættuþætti og ná samvinnu við fjöl- skyldur um úrræði. Með þessu móti er ætlunin að þróa heilsuverndarstarf á stöðinni í átt til meiri heildarsýnar og gera það sveigjanlegra og pers- ónulegra. Lokaorð Á síðustu árum hefur því margoft verið lýst yfir af yfirvöldum að Ieggja bæri aukna áherslu á fyrir- byggjandi aðgerðir og heilsuvernd. Um þetta virðast flestir sammála. Á hinn bóginn eiga flestar fyrirbyggjandi aðgerðir það sameiginlegt að ár- angur þeirra er að skila sér á löngum tíma og er oft vandmetinn. Það er því veruleg hætta á að á sam- dráttartímum eins og nú verði skammsýn sparn- aðarsjónarmið til þess að heilsuverndarstarf sé dregið saman í stað þess að það fái að þróast og dafna sem vert væri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.