Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Qupperneq 30
30 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Júlíus Gestsson Bæklunardeild FSA Formleg ákvörðun um stofnun bæklunarlækn- ingadeildar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var tekin á stjórnarfundi stofnunarinnar 30. apríl 1980. Síðari hluta árs 1981 kom Halldór Baldursson fyrsti yfirlæknir deildarinnar til starfa við undir- búning. Eftir að tilskilin rekstrarleyfi fengust, starfsfólk ráðið, húsnæði innréttað og nauðsyn- legur tækjabúnaður fenginn, var deildin opnuð 13. nóvember 1982. Fyrir opnun deildarinnar höfðu læknar hand- lækningadeildar FSA sinnt ýmsum ákomum inn- an sviðs bæklunarlækninga en þá aðallega áverk- um svo sem beinbrotum og öðrum útlimaáverk- um. Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir á árun- um 1936-1971, gerði nokkuð af skurðaðgerðum á beinbrotum. Eftirmaður hans Gauti Arnþórsson hafði mikinn áhuga á slíkum aðgerðum. Hann sótti námskeið erlendis um beinbrotameðferð og sá til þess að sjúkrahúsið hafði góðan útbúnað til þeirrar meðferðar. Með opnun deildarinnar opnuðust möguleikar á sérhæfðari meðferð svo sem gerviliðaaðgerðum og hefur langur biðtími eftir þeim aðgerðum trú- lega verið aðalhvatinn að áhuga stjórnenda og vilja stjórnvalda til fjármögnunar á starfseminni. Verkefni bæklunarlækna eru greining og með- ferð sjúkdóma og áverka í stoðkerfi líkamans, það er að segja hrygg og útlimum, þar sem skurð- aðgerðir geta komið til greina sem meðferð. Fjarri fer því að allir sjúklingar sem leita bækl- unarlækna gangist undir skurðaðgerðir. Stundum næst ekki að greina orsök óþægindanna nákvæm- lega svo sem oft er raunin um bakverki og aðra verki í stoðkerfi. Stundum er áhættan við skurð- aðgerð meiri en ávinningsvonin af aðgerðinni. Stundum hentar önnur meðferð betur. Oft skarast verksvið bæklunarlækna við sérsvið annarra lækna svo sem annarra skurðlækna, gigt- lækna, endurhæfingarlækna og öldrunarlækna. Iðulega er einnig þörf á samvinnu um greiningu og meðferð við aðra sérfræðinga læknisfræðinnar Höfundur er sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum. svo sem röntgenlækna, rannsóknarlækna, svæf- ingalækna, lyflækna, barnalækna, geðlækna, kvensjúkdómalækna og heimilislækna. Ennfrem- ur er að sjálfsögðu mikil samvinna við aðrar heil- brigðisstéttir. Af þeim sjúklingum sem leggjast inn á bæklun- ardeildina gangast flest allir undir skurðaðgerðir. Önnur meðferð er án innlagnar og tæpur helm- ingur (40%) þeirra aðgerða sem bæklunarlæknar hér á Akureyri gera er án innlagnar sjúklings á deildina. Aðgerðir án innlagnar voru hlutfallslega mun færri fyrstu starfsár deildarinnar. Aukinni eftirspurn eftir þjónustunni samhliða vaxandi sparnaðaragerðum hefur að hluta til tek- ist að mæta með aukningu aðgerða án innlagnar. Þessi þróun hefur aukið álagið á legudeildina þar sem það eru að sjálfsögðu minni aðgerðirnar sem framkvæmdar eru án innlagnar á deild. Þegar börn þurfa'innlagnar við á sjúkrahúsið til skurðaðgerðar eða annarrar meðferðar hjá bækl- unarlæknum eru þau á barnadeild í góðri sam- vinnu við barnlækna og annað starfslið þar. Innlagnir á deildina síðustu árin hafa verið tæp- lega 500 árlega. Skurðaðgerðir bæklunarlækna á inniliggjandi sjúklingum um 400 og á skurðstofu hafa verið um 300 aðgerðir án innlagnar á sjúkra- húsið árlega síðustu ár. Af þessum fjölda eru um 70 gerviliðaaðgerðir árlega. Af þeim eru flestar gerviliðaaðgerðir á mjöðmum sem eru um það bil helmingi algengari en gerviliðaaðgerðir á hnjám. Gerviliðaaðgerðir á axlarliðum eru hafnar og nokkrar aðgerðir eru árlega þar sem skipta þarf um gerviliði sem hafa gefið sig. Bæklunardeildin hér þjónar um 40 þúsund íbúa svæði á Norður- og Austurlandi frá Húnavatns- sýslum norður og austur um og nær að hluta til yfir í Suður Múlasýslu. Innan þessa svæðis er þó mis- jafnt hvert fólk sækir þjónustuna og virðist það aðallega bundið samgöngum og hvert fólk er vant að sækja aðra þjónustu. Deildin hefur aldrei ann- að eftirspurn eftir þjónustunni. Biðtími eftir skoðun sérfræðings, ef ekki hefur verið um bráða- tilfelli að ræða, hefur venjulega verið fjórar til sex vikur. Stundum þó styttri eða lengri. Tilvísana- kerfi hefur verið notað til forgangsröðunar og hefur gefist vel eftir að gamla tilvísanaskyldan var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.