Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 30
30 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Júlíus Gestsson Bæklunardeild FSA Formleg ákvörðun um stofnun bæklunarlækn- ingadeildar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri var tekin á stjórnarfundi stofnunarinnar 30. apríl 1980. Síðari hluta árs 1981 kom Halldór Baldursson fyrsti yfirlæknir deildarinnar til starfa við undir- búning. Eftir að tilskilin rekstrarleyfi fengust, starfsfólk ráðið, húsnæði innréttað og nauðsyn- legur tækjabúnaður fenginn, var deildin opnuð 13. nóvember 1982. Fyrir opnun deildarinnar höfðu læknar hand- lækningadeildar FSA sinnt ýmsum ákomum inn- an sviðs bæklunarlækninga en þá aðallega áverk- um svo sem beinbrotum og öðrum útlimaáverk- um. Guðmundur Karl Pétursson, yfirlæknir á árun- um 1936-1971, gerði nokkuð af skurðaðgerðum á beinbrotum. Eftirmaður hans Gauti Arnþórsson hafði mikinn áhuga á slíkum aðgerðum. Hann sótti námskeið erlendis um beinbrotameðferð og sá til þess að sjúkrahúsið hafði góðan útbúnað til þeirrar meðferðar. Með opnun deildarinnar opnuðust möguleikar á sérhæfðari meðferð svo sem gerviliðaaðgerðum og hefur langur biðtími eftir þeim aðgerðum trú- lega verið aðalhvatinn að áhuga stjórnenda og vilja stjórnvalda til fjármögnunar á starfseminni. Verkefni bæklunarlækna eru greining og með- ferð sjúkdóma og áverka í stoðkerfi líkamans, það er að segja hrygg og útlimum, þar sem skurð- aðgerðir geta komið til greina sem meðferð. Fjarri fer því að allir sjúklingar sem leita bækl- unarlækna gangist undir skurðaðgerðir. Stundum næst ekki að greina orsök óþægindanna nákvæm- lega svo sem oft er raunin um bakverki og aðra verki í stoðkerfi. Stundum er áhættan við skurð- aðgerð meiri en ávinningsvonin af aðgerðinni. Stundum hentar önnur meðferð betur. Oft skarast verksvið bæklunarlækna við sérsvið annarra lækna svo sem annarra skurðlækna, gigt- lækna, endurhæfingarlækna og öldrunarlækna. Iðulega er einnig þörf á samvinnu um greiningu og meðferð við aðra sérfræðinga læknisfræðinnar Höfundur er sérfræðingur í bæklunarskurðlækningum. svo sem röntgenlækna, rannsóknarlækna, svæf- ingalækna, lyflækna, barnalækna, geðlækna, kvensjúkdómalækna og heimilislækna. Ennfrem- ur er að sjálfsögðu mikil samvinna við aðrar heil- brigðisstéttir. Af þeim sjúklingum sem leggjast inn á bæklun- ardeildina gangast flest allir undir skurðaðgerðir. Önnur meðferð er án innlagnar og tæpur helm- ingur (40%) þeirra aðgerða sem bæklunarlæknar hér á Akureyri gera er án innlagnar sjúklings á deildina. Aðgerðir án innlagnar voru hlutfallslega mun færri fyrstu starfsár deildarinnar. Aukinni eftirspurn eftir þjónustunni samhliða vaxandi sparnaðaragerðum hefur að hluta til tek- ist að mæta með aukningu aðgerða án innlagnar. Þessi þróun hefur aukið álagið á legudeildina þar sem það eru að sjálfsögðu minni aðgerðirnar sem framkvæmdar eru án innlagnar á deild. Þegar börn þurfa'innlagnar við á sjúkrahúsið til skurðaðgerðar eða annarrar meðferðar hjá bækl- unarlæknum eru þau á barnadeild í góðri sam- vinnu við barnlækna og annað starfslið þar. Innlagnir á deildina síðustu árin hafa verið tæp- lega 500 árlega. Skurðaðgerðir bæklunarlækna á inniliggjandi sjúklingum um 400 og á skurðstofu hafa verið um 300 aðgerðir án innlagnar á sjúkra- húsið árlega síðustu ár. Af þessum fjölda eru um 70 gerviliðaaðgerðir árlega. Af þeim eru flestar gerviliðaaðgerðir á mjöðmum sem eru um það bil helmingi algengari en gerviliðaaðgerðir á hnjám. Gerviliðaaðgerðir á axlarliðum eru hafnar og nokkrar aðgerðir eru árlega þar sem skipta þarf um gerviliði sem hafa gefið sig. Bæklunardeildin hér þjónar um 40 þúsund íbúa svæði á Norður- og Austurlandi frá Húnavatns- sýslum norður og austur um og nær að hluta til yfir í Suður Múlasýslu. Innan þessa svæðis er þó mis- jafnt hvert fólk sækir þjónustuna og virðist það aðallega bundið samgöngum og hvert fólk er vant að sækja aðra þjónustu. Deildin hefur aldrei ann- að eftirspurn eftir þjónustunni. Biðtími eftir skoðun sérfræðings, ef ekki hefur verið um bráða- tilfelli að ræða, hefur venjulega verið fjórar til sex vikur. Stundum þó styttri eða lengri. Tilvísana- kerfi hefur verið notað til forgangsröðunar og hefur gefist vel eftir að gamla tilvísanaskyldan var

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.