Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 34
34 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 lœrastmeð œfingu“. Þetta er mjög merkileg lýsing sem Guðmundur Hannesson prófessor skrifaði 1902 með eigin hendi. Hann skrifaði einnig um kókaíndeyfingu sem var talsvert mikið notuð á þessum tíma. Kókaín var reyndar fyrst notað 1884 af Karli Koller og Sigmund Froyd sem staðdeyfilyf. Það var í janúar 1916 að Guðmundur Hannesson prófessor skrif- aði að hann hafi í eitt sinn orðið svo frægur að taka nögl af sjálfum sér með kókaíndeyfingu. Hann fór með bólginn fingur til Sigurðar Hjörleifssonar er þá bjó á Grenivík. Þeir hjálpuðust að við að deyfa fingurinn með kókaíni en hann fann fingurinn verða algjörlega tilfinningalausan, gerðist hann svo ráðríkur við Sigurð kollega sinn að hann tók nöglina af sjálfur. Fékk greinilega talsvert mikla sýkingu og heimakomu eftir þessa aðgerð en batnaði nokkrum dögum síðar. Guðmundur Guðfinnsson skrifaði um staðdeyfilyf og deyfing- ar í desember 1915. Hann ráðleggur að nota deyf- ingaraðferðir til að gera smáskurðaðgerðir þegar erfitt er að svæfa sjúkling og einnig á þeim stöðum sem hann kallar sveita praxís. Hann hefur einnig lýst nákvæmlega mænudeyfingu og útæðadeyf- ingu og leggur mikla áherslu á hvernig notaðar eru sprautur og nálar sem list til að deyfa. Það tíðkaðist einnig að nota chloræthyl í stutta svæf- ingu og Ólafur O. Lárusson skrifaði um það í Læknablaðið 1915. Þetta er mjög ítarleg grein og vel skrifuð: Skrifar hann svo: „í sveita praxís er frysting eða svœfing með chlorœthyl mjög hentug og þœgileg". Hinn kunni keisaraskurður Jóns Hjaltalíns landlæknis í Reykjavík var gerður 24. júní 1865. Svæfingalæknirinn var franskur sjóherlæknir Dextier að nafni sem notaði klóroform til að svæfa með. Móðir dó af afleiðingum aðgerðarinn- ar; barn lifði, en komst ekki til aldurs. Ekki er frá því greint frá því hvar aðgerð þessi hafi farið fram en fullvíst er að ekki hefur það verið í sjúkrahúsi, því að fyrsta sjúkrahús í Reykjavík var ekki tekið í notkun fyrr en rúmlega ári síðar (6. október 1866). Síðan var keisaraskurður Matthíasar Ein- arssonar í Reykjavík 29. ágúst 1910, aðgerðin var slysalaus, móðir lifði, barn lifði og komst til ald- urs. Síðan kemur hinn frægi keisaraskurður Steingríms Matthíassonar á Akureyri 2. júlí 1911. Aðgerðin var gerð á 20 ára konu, frumbyrju, dvergvaxinni. Hún hafði verið 36 klukkustundir í fæðingu og bjó í Hamborg á Akureyri. Steingrím- ur þurfti að taka þessa erfiðu ákvörðun um að gera keisaraskurð enda konan svefnlaus og kraft- ar hennar voru á þrotum. Hann lét flytja skurðar- borð og áhöld frá sjúkrahúsinu inn í borðstofu hjónanna og gerði skurðinn með aðstoð þáver- andi læknastúdents Jónasar Rafnar, auk hjúkrun- arkonu og yfirsetukonu. Barni og móður heilsað- ist vel. Barn þetta var hinn þjóðkunni maður Steingrímur Þorsteinsson prófessor. Sárið greri vel, saumar teknir á 12. degi og skrifar Steingrím- ur í Læknablaðið 1920 „og ég var mjög glaður“. Því miður er ekki skráð um svæfingaraðferðina, né hver framkvæmdi svæfinguna. Steingrímur Matthíasson gerði einnig blöðru- hálskirtilsaðgerð 1. júlí 1916 með hjálp Guðmund- ar Magnússonar prófessors sem reyndar gerði slíka aðgerð fyrstur á íslandi 1914. Aðgerðin gekk ágætlega en hún var framkvæmd á sjúkrahúsi Ak- ureyrar og sjúklingurinn útskrifaðist 14. ágúst 1916 við góða heilsu. Aðgerðarlýsingu lauk hjá Steingrími Matthíassyni með því að þakka Guð- mundi fyrir hjálpina og þá fræðslu sem hann uppskar við þennan skurð og meðferð sjúklings- ins á eftir. Hann skrifar: „Ég get ekki nœgjanlega rómað, hve gaman er að hafa í verki með sér jafn ágœtan kollega og Guðmundur er“. Skurðstofan sem byggð var á Akureyri strax eftir aldamótin (í byggingu sem er Skíðahótelið í dag) var aðeins ein stofa, en sótthreinsun verk- færa og umbúða fór fram í eldhúsi. Þaðan voru ílátin flutt inn í skurðstofu með öllu í. Fyrir dugn- að og áhuga Steingríms Matthíassonar læknis var sjúkrahúsið stækkað vegna vaxandi sjúklinga- fjölda. Það þóttu mj'ög mikil þægindi að húsið var allt raflýst, upphitun var vatnshitun, sérstakur ketill til að hita baðvatn og til innanhússnotkunar og gólf þakið með linoleumdúk. Miklu af áhöld- um og innanstokksmunum var bætt við, röntgen- og ljóslækningatækjum og nýju skurðarborði jafn- vel. Allt þetta kostaði 100.000 þúsund krónur og var þó bersýnilegt að margt var sparað. Guð- mundur Hannesson skrifaði þá „að líklega hefði verið rétt að koma upp stœrra sótthreinsunarher- bergi hjá skurðstofu. Baðhús og skiptingastofa eiga ekki samleið, — en hvað er ekki gert til að spara. “ Smám saman urðu svæfingar og deyfingar al- gengari en framkvæmd svæfinga lenti á þeim sem hendi voru næstir, oftast algjörlega ólæknisfróð- um mönnum eða hjúkrunarkonum þegar best gegndi. Þeir fáu læknar sem fengust við svæfingar í hjáverkum, gerðu það vegna þess að þeir voru annað hvort of fátækir eða góðhjartaðir til þess að neita. Það var ekki fyrr en upp úr 1920 að farið var að leggja grundvöll að því að gera svæfingar að sérgrein og þá fyrst og fremst í hinum enskumæl- andi heimi. Fjórðungssjúkrahúsið fluttist síðar í núverandi byggingu. Þar var ráðinn fyrsti svæfingalæknirinn Þorbjörg Magnúsdóttir. Hún var menntuð í Dan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.