Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 54

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 54
54 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 inn hægir á efnaskiptunum og reynir að fá okkur til að auka matarlystina. Pað er því ekki mögulegt að missa mörg kíló af fitu á viku en það er hægt að missa mörg kíló af vökva og forðaorku úr vöðvum á viku. Þarna lendum við í hinu versta máli. Pað er nefnilega þannig, að vöðvarnir eru brennsluein- ingar fyrir fituna og þegar vöðvarnir minnka, minnkar eiginleiki líkamans til að brenna fitu. Ef við í rauninni ætlum að léttast og minnka fitu í og á líkamanum, þurfum við að minnka fituvef- inn, en viðhalda og jafnvel auka vöðvavef og vökva í líkamanum. Við skulum kalla þetta var- anlegt fitutap og til þess að ná því getum við sett okkur nokkrar reglur. 1. regla: Ekki fara of hratt. Ekki léttast meira en 500 gr á viku. Pað hefur sýnt sig að það sem hverfur hægt kemur hægar aftur. Líkaminn þarf að aðlaga sig aðstæðum. Ef við tökum okkur á, getum við jafnvel þyngst í byrjun. Við förum að hreyfa okkur meira, vöðvarnir stækka en fitan minnkar heldur. Vigtin kannski stendur í stað en við breytumst svolítið í útliti. Arangur virðist eng- inn en það gildir að gefast ekki upp, betri tímar bíða. 2. regla: Forðast sem mest mettaða fitu. Mettuð fita er í kjöti, feitum mjólkurafurðum og í sumum jurtaolíum og í smjörlíki. Mettuð fita myndar lág- þéttni fitusýrur í blóðinu. Ómettuð fita, sem við skulum kalla lífsnauðsynlega fitu, er í heilu korni og fræjum eins og hörfræjum, sólblómafræjum, sesamfræjum og fleiru. 3. regla: Forðast skal alla megrunarkúra og undralyf. Slíkir kúrar eru næringasnauðir og slæmir fyrir heilsuna, fitan minnkar ekki en brennslueiningar fitunnar, það er að segja vöðv- arnir minnka og okkur getur skort lífsnauðsynleg næringarefni. 4. regla: Minnkum sykurát en aukuni neyslu flókinna kolvetna. Hækkun blóðsykurs veldur insúlínlosun í réttu hlutfalli við hækkun blóðsyk- urs. Þar sem insúlín stjórnar flæði sykurs inn í frumur lækkar blóðsykurinn hratt og því hraðar sem magn insúlíns er meira. Hátt insúlín er líka merki til lifrarinnar og fitufrumanna að geyma sykurinn sem fitu og því er fitu ekki brennt sem orku á meðan nóg er til af sykri. Galdurinn er því að forðast miklar sveiflur á insúlíni og verður það best gert með því að forðast sykur og neyta í þess stað flókinna kolvetna úr óunnu korni, gænmeti, ávöxtum, pasta og slíku. 5. regla: Borða skal mikið af trefjum. Trefjar minnka insúlínlosun. Einnig hefur það sýnt sig að trefjar minnka hættu á ýmsum illkynja sjúkdóm- um, eins og til dæmis krabbameini í ristli. 6. regla: Tökum lýsi eða borðum feitan fisk reglulega. Ómega 3 fitusýrur hafa áhrif á efna- skipti insúlíns og gera þau eðlilegri. Þessar fitu- sýrur virðast okkur lífsnauðsynlegar. Einfaldast er að fá þær í formi lýsis. 7. regla: Stundum líkamsæfingar reglulega. Eins og áður er minnst á eru vöðvarnir aðal brennslueiningin í líkamanum. Með því að styrkja þá, aukum við brennsluhæfileika líkamans. Vöðvarnir eru í rauninni vélin sem brennir fitu. Til þess að ná árangri skiptir talsverðu máli hvernig að þessum málum er staðið. Vöðvarnir geta einungis notað fitu við svokallaða loftháða öndun. Það er brennsla sem gerir þeim mögulegt að nýta súrefni. Ef álagið á vöðvana verður of mikið, tapa þeir þessum eiginleika og fara þá yfir í svokallaða loftfyrða öndun, þar sem þeir geta einungis notað sykur sem orku og mjólkursýrur myndast í óhóflegu magni. Að gera rétt Við getum notað hjartsláttarhraðann til að fylgjast með hvort við erum að reyna hæfilega á okkur. Við getum haft það sem þumalfingurs- reglu, að hjartsláttarhraðinn eigi ekki að fara yfir 180 að frádregnum aldri okkar í árum og liggja allt niður í 20 slög á mínútu þar fyrir neðan. Tökum sem dæmi fimmtugan einstakling sem ætti að gæta þess að púlsinn fari ekki yfir 130 en liggi helst á bilinu milli 110-130. Það er í raun ekki svo flókið að fylgjast með þessu, við getum stoppað annað slagið, til dæmis á 10-15 mínútna fresti fundið púlsinn á hálsinum, eða lófamegin fyrir ofan þumalfingurinn og talið hvað mörg slög eru á 5 sekúndum og margfaldað þá niðurstöðu með 12, ef við teljum 10 slög á 5 sekúndum þá er púlsinn 120 slög á mínútu. Þegar við förum að hreyfa okkur, byrjar líkam- inn fyrst á því að brenna kolvetnum sem eru í vöðvunum, þannig að fitubrennslan hefst ekki einn tveir og þrír. Því skiptir máli að við reynum hæfilega á okkur eins og áður er sagt í að minnsta kosti 20 mínútur og svo lengi sem tími okkar og kraftur leyfir. Það skiptir ekki höfuðmáli hvað við gerum, heldur það að við finnum okkur eitthvað sem reynir á líkamann, þannig að hjartað herði á sér upp að hæfilegum mörkum og að við getum viðhaldið því ástandi í að minnsta kosti 20 mínút- ur, helst ekki sjaldnar en þrisvar í viku. Það skipt- ir ekki máli hvort við erum að tala um göngu, skokk, hlaup, hjólreiðar, sund, líkamsrækt af ýmsu tagi eða boltaíþróttir, bara að við náum þessu sem að framan greinir. Hver og einn þarf að finna það sem hentar best og þetta á ekki að þurfa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.