Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 27 s Afanga fagnað Hér á eftir fara greinar er birtust í dagblaðinu Degi síðastliðið haust og fram á vetur. Fyrsta greinin í röðinni er eftir Pétur Pétursson þáverandi formann Læknafélags Akureyrar. Læknafélag Akureyrar hefur starfað óslitið frá því að níu læknar hér í bæ stofnuðu hinn 6. nóv- ember 1934 með sér félag, er hafa skyldi það að markmiði að efla þá í starfi til almannaheilla. Félagar eru nú sjöfalt fleiri en þá og er starfssvæð- ið kaupstaðirnir Akureyri, Dalvík og Ólafsfjörð- ur, Eyjafjarðarsýsla og Suður-Þingeyjarsýsla vestan Ljósavatnsskarðs. Mjög hafa viðfangsefni lækna, vinnuaðstæður og möguleikar til að ná árangri í starfi breytzt síðustu sex ártugina. En hið bætta heilbrigðis- ástand þjóðarinnar má þó ekki síður þakka bætt- um lífskjörum og aukinni þekkingu almennings á gildi þrifnaðar og hollra lífshátta, þótt heilbrigðis- þjónustan eigi að sjálfsögðu hér sinn drjúga þátt. Læknum hefur fjölgað mjög en hugsanlega nýtir fólk sér þjónustuna stundum í óþarflega ríkum mæli, enda eru væntingar um árangur okkar í starfi stundum meiri en efni standa til. Það vita allir, er við lækningar og meðferð fást, hve mikil- vægt það er efla batavonir fólks; að vekja lækninn innra með því. Flestir lærðir sem leikir geta náð einhverjum skammtímaárangri við lækningar, hafi þeir lag á að afla sér trausts og ná til fólks. Skipta aðferðir þá ekki öllu máli, því aðeins er verið að vekja von og efla baráttuþrek sjúklings- ins, sem að sjálfsögðu læknast af sjálfu sér í flest- urn tilvikum. Þessari aðferð hafa skólaðir læknar sjálfir beitt um aldaraðir. En það er ófyrirgefan- legt að beita kukli og blekkingum og gera sér trúgirni fólks að féþúfu. Vonbrigðin eftir á verða því sárari sem vonirnar voru meiri fyrir. A sfðustu áratugum höfum við læknar í sumum tilvikum treyst um of á framfarir í tækni og vísind- um. gefið lyf og beitt aðgerðum í stað þess að hafa aðgát í nærveru sálar og gera tjáskiptin við þá, sem til okkar leita, innihaldsríkari og víkka þann- ig heildarsýn læknis og skjólstæðings hverju sinni. Af þeim sökum er margur skjótur til gagnrýni í okkar garð, ef ekki gengur allt sem skyldi. Læknastéttin hefur því mátt horfa upp á mikla grósku í hjálækningum. kukli og skottulækning- um á síðari árum. og hafa margir verið fúsir að kaupa falska von urn heilbrigði dýrum dómum. Kemur það spánskt fyrir sjónir í upplýstu þjóðfé- lagi okkar. Það er hins vegar ljóst, að hvers kyns hjátrú og hindurvitni standa föstum fótum í þjóð- arsálinni. sem ekki gerir hinar sömu raunvísinda- legu kröfur til sannana og þær, sem við læknar erum skólaðir í. Viðbrögð okkar lækna við þessu hljóta að verða þau að vanda sem bezt til vinnubragða okk- ar, sem skilyrðislaust verða að byggjast á vísinda- lega sannaðri reynslu og taka jafnframt mið af þjóðarhag. Læknar þurfa að eiga meiri samvinnu við fjölmiðla í upplýsinga- og áróðursstarfi í heilsuuppeldisskyni, enda ættum við að hafa jarð- samband og yfirsýn, sem gagnast má vel í allri umræðu um umhverfis- og heilbrigðismál. Lækn- ar hafa hins vegar alltaf haft nokkra tilhneigingu til að standa þegjandi álengdar og þá stundum uppi á stalli. Hið óhóflega vinnuálag okkar hefur ekki auðveldað þátttöku í þessari umræðu. Einn- ig þess vegna hafa læknar, illu heilli, vanrækt stjórnunarstörf í heilbrigðisþjónustunni, sem nú eru að langmestu leyti á annarra höndum. Til þess má að nokkru leyti rekja orsakir þeirra skipulags- legu og efnahagslegu hörmunga, sem yfir íslenzku heilbrigðisþjónustuna og njótendur hennar hafa dunið á síðustu árum. Framundan gæti verið áframhaldandi efnalegur samdráttur í landi okk- ar, sem hindra kann nauðsynlega hátækniþróun í læknisfræðinni. Betri nýting fjármuna er því nauðsynleg og gæti aukin alþýðuuppfræðsla um heilbrigðismál bætt þar eitthvað um. Kenna þarf fólki að nýta heilbrigðisþjónustuna á réttan hátt og styrkja það með uppfræðslu til sjálfshjálpar. Ekki má heldur gleyma þeirri ógn, sem mengun og sóun umbúðaþjóðfélagsins er heilbrigði manna, og þar hljótum við að hafa talsverðu upp- lýsingahlutverki að gegna. Loks mega læknar aldrei gleyma þeirri heilögu skyldu sinni að vera málsvarar lítilmagnans í hinu harða þjóðfélagi samkeppninnar. Læknafélag Akureyrar minnist því sextugsaf- mælis síns með því að veita héraðsbúum nokkra innsýn í læknisstarfið. í Degi munu læknar kynna sérgreinar sínar og gauka að lesendum gagnlegum upplýsingum um heilbrigði og sjúkleika. Laugar- daginn 5. nóvember næstkomandi bjóðum við svo öllum almenningi að sækja afmælisdagskrá, er bera mun heitið Lœknislist, þar sem við leyfum ykkur að skyggnast inn í heim okkar í starfi sem leik. Pétur Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.