Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Side 43
LÆKNABLAÐIÐ 1995: 81
43
beitt sér að vandamálum aldraðra og svo fram-
vegis.
Endurhæfingardeildir
Endurhæfingardeildir starfa á breiðum grund-
velli og sinna þeim verkefnum sem brýnust eru á
hverjum tíma. Einkennandi fyrir starfsemi endur-
hæfingardeilda er samstarf margra fagaðila sem
sameiginlega aðstoða sjúklinginn við að ná sett-
um markmiðum. Samstarf þessara aðila nefnist
teymisvinna. Auk lækna starfa þar hjúkrunar-
fólk, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar ásamt aðstoð-
armönnum. Aðgangur að félagsráðgjafa, sál-
fræðingi og talmeinafræðingi er nauðsynlegur.
Svo fjölbreytt starfsemi þarf mikið húsrými bæði á
legudeildum og á þjálfunardeildum.
Sjúklingar á endurhæfingardeildum hafa marg-
víslega sjúkdóma og fatlanir. Flestir hafa skerð-
ingu á hreyfifærni og vinnugetu. Orsakirnir eru
margar: Heilablóðfall, hjarta- og æðasjúkdómar,
gigt, taugasjúkdómar, meðfædd fötlun eða slys.
Markmið með þjálfun hvers og eins þarf að skil-
greina, sem og heppilegar leiðir að því marki.
Vegna þess hve fötlun og þarfir einstaklinga í
endurhæfingu eru mismunandi þarf að leita úr-
ræða víða. Ytri tengsl endurhæfingardeilda eru
því mjög mikilvæg. Má þar nefna fjölskyldu sjúk-
lings og vinnuveitanda hans, stoðtækjafræðinga,
ökukennara, starfsmenn Tryggingastofnunar rík-
isins og skólakerfið.
Framtíðin
Bregðast þarf við aukinni endurhæfingarþörf
með því að auka þjónustuna í hlutfalli við þá þörf
sem augljós er á hverjum tíma. Horfa þarf á land-
fræðilega dreifingu þjónustunnar. þjónustustig og
sérhæfingu. A tímum fjárhagsvanda er enn
brýnna en áður að leitað sé hagkvæmra leiða í
slíkri uppbyggingu. Fimm daga deildir og sjúkra-
hótel eru lausnir sem henta hluta sjúklinganna.
Jafnframt þarf að huga að því að mönnun og
húsrými starfseminnar séu í jafnvægi við þörfina
þannig að ekki myndist flöskuhálsar.
Á Norðurlandi hefur átt sér stað ánægjuleg þró-
un í málefnum endurhæfingar á síðustu árum. Vil
ég nefna HL-stöðina á Akureyri, bætta sjúkra-
þjálfunaraðstöðu við margar heilsugæslustöðvar,
átak í stofnun sambýla og starfsþjálfun fatlaðra.
Efst í huga mínum er þó stofnun endurhæfing-
ardeildar á Kristnesspítala 1991, en sú starfsemi
heyrir nú undir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Með tilkomu deildarinnar var stigið stórt skref í
þá átt að íbúar Norður- og Austurlands ættu þess
kost að geta sótt sérhæfða þjónustu endurhæfing-
ardeildar nær sinni heimabyggð. Uppbygging að-
stöðu miðar áfram og undirtektir við söfnun fyrir
þjálfunarsundlaug í Kristnesi hafa verið mjög
góðar, en um 4,5 milljónir hafa safnast frá því í
haust. Deildirnar í Kristnesi munu hafa alla burði
til að verða endurhæfingarmiðstöð Norðurlands
ef fram heldur sem horfir.
Aðstaða til sjúkraþjálfunar og iðjuþjálfunar á
Fjórðungssjúkrahúsinu hefur fram að þessu verið
mjög ófullkomin en með tilkomu nýrrar álmu á
FSA er gert ráð fyrir 250 fermetrum fyrir sjúkra-
og iðjuþjálfun. Stofnun öldrunarlækningadeildar
við FSA á þessu ári markar tímamót í endurhæf-
ingu og þjónustu aldraðra á Norðurlandi.
Að lokum
Fagna ber þeirri þróun sem nú á sér stað í
uppbyggingu endurhæfingarþjónustu. Ber hún
vott um skilning stjórnvalda á mikilvægi þessarar
starfsemi. Stuðningur almennings er einnig af-
dráttarlaus. Margt er þó enn ógert. Hlutverk
starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar verður
áfram að benda á þá þætti sem nauðsynlegt er að
styðja sérstaklega á hverjum tíma og leita hag-
kvæmra leiða í rekstri þeirra.