Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1995: 81 43 beitt sér að vandamálum aldraðra og svo fram- vegis. Endurhæfingardeildir Endurhæfingardeildir starfa á breiðum grund- velli og sinna þeim verkefnum sem brýnust eru á hverjum tíma. Einkennandi fyrir starfsemi endur- hæfingardeilda er samstarf margra fagaðila sem sameiginlega aðstoða sjúklinginn við að ná sett- um markmiðum. Samstarf þessara aðila nefnist teymisvinna. Auk lækna starfa þar hjúkrunar- fólk, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar ásamt aðstoð- armönnum. Aðgangur að félagsráðgjafa, sál- fræðingi og talmeinafræðingi er nauðsynlegur. Svo fjölbreytt starfsemi þarf mikið húsrými bæði á legudeildum og á þjálfunardeildum. Sjúklingar á endurhæfingardeildum hafa marg- víslega sjúkdóma og fatlanir. Flestir hafa skerð- ingu á hreyfifærni og vinnugetu. Orsakirnir eru margar: Heilablóðfall, hjarta- og æðasjúkdómar, gigt, taugasjúkdómar, meðfædd fötlun eða slys. Markmið með þjálfun hvers og eins þarf að skil- greina, sem og heppilegar leiðir að því marki. Vegna þess hve fötlun og þarfir einstaklinga í endurhæfingu eru mismunandi þarf að leita úr- ræða víða. Ytri tengsl endurhæfingardeilda eru því mjög mikilvæg. Má þar nefna fjölskyldu sjúk- lings og vinnuveitanda hans, stoðtækjafræðinga, ökukennara, starfsmenn Tryggingastofnunar rík- isins og skólakerfið. Framtíðin Bregðast þarf við aukinni endurhæfingarþörf með því að auka þjónustuna í hlutfalli við þá þörf sem augljós er á hverjum tíma. Horfa þarf á land- fræðilega dreifingu þjónustunnar. þjónustustig og sérhæfingu. A tímum fjárhagsvanda er enn brýnna en áður að leitað sé hagkvæmra leiða í slíkri uppbyggingu. Fimm daga deildir og sjúkra- hótel eru lausnir sem henta hluta sjúklinganna. Jafnframt þarf að huga að því að mönnun og húsrými starfseminnar séu í jafnvægi við þörfina þannig að ekki myndist flöskuhálsar. Á Norðurlandi hefur átt sér stað ánægjuleg þró- un í málefnum endurhæfingar á síðustu árum. Vil ég nefna HL-stöðina á Akureyri, bætta sjúkra- þjálfunaraðstöðu við margar heilsugæslustöðvar, átak í stofnun sambýla og starfsþjálfun fatlaðra. Efst í huga mínum er þó stofnun endurhæfing- ardeildar á Kristnesspítala 1991, en sú starfsemi heyrir nú undir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Með tilkomu deildarinnar var stigið stórt skref í þá átt að íbúar Norður- og Austurlands ættu þess kost að geta sótt sérhæfða þjónustu endurhæfing- ardeildar nær sinni heimabyggð. Uppbygging að- stöðu miðar áfram og undirtektir við söfnun fyrir þjálfunarsundlaug í Kristnesi hafa verið mjög góðar, en um 4,5 milljónir hafa safnast frá því í haust. Deildirnar í Kristnesi munu hafa alla burði til að verða endurhæfingarmiðstöð Norðurlands ef fram heldur sem horfir. Aðstaða til sjúkraþjálfunar og iðjuþjálfunar á Fjórðungssjúkrahúsinu hefur fram að þessu verið mjög ófullkomin en með tilkomu nýrrar álmu á FSA er gert ráð fyrir 250 fermetrum fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun. Stofnun öldrunarlækningadeildar við FSA á þessu ári markar tímamót í endurhæf- ingu og þjónustu aldraðra á Norðurlandi. Að lokum Fagna ber þeirri þróun sem nú á sér stað í uppbyggingu endurhæfingarþjónustu. Ber hún vott um skilning stjórnvalda á mikilvægi þessarar starfsemi. Stuðningur almennings er einnig af- dráttarlaus. Margt er þó enn ógert. Hlutverk starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar verður áfram að benda á þá þætti sem nauðsynlegt er að styðja sérstaklega á hverjum tíma og leita hag- kvæmra leiða í rekstri þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.