Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1995, Síða 22
22 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Bjarni Rafnar, Jóhann Lárus, Guðmundur Karl og Ragnheiður Dóra á skurðstofunni. dómar. Yfirlit um húðsjúkdóma. Cancer coli. Málþing um kvensjúkdóma og fœðingarhjálp, blœðingartruflanir, vaginitis, eggjaleiðarabólgu, tíðahvörf getnaðarvarnir. Eftir það: Hjartaaðgerðir við lokugöllum og kransæðasjúkdómum. Öldrunarmál. Efnabreyt- ingar lyfja í líkamanum, frásog, aðgengi, helming- unartími og niðurbrot þeirra. Málþing um háþrýsting og angina pectoris, áhœttuþœtti kran- sœðasjúkdóma, lyfjameðferð þeirra með beta- blokkerum, calciumblokkerum og nitritum. Eftir það: Lagfœring og uppbygging á brjóstum eftir aðgerð á þeim við cancer. Tölvusneiðmyndir. Niðurgangur. Cephalalgia. Málþing um bráða slysameðferð, meðferð á slysstað, flutning sla- saðra, höfuðáverka, brjóstáverka, útlimabrot, augnáverka, handaráverka, andlitsáverka, eitran- ir hjá börnum. Eftir það: Prostaglandin, þáttur þess í bólgu. Ónœmisfrœði og sjúkdómar. Arfgengar blœðing- ar og amyloidosis íheilaæðum. Vinnueftirlit ríkis- irts. Lyfjaheldni við háþrýsting. Málþing um innk- irtlafræði, diabetes mellitus, kynþroska, thyreot- oxicosis. Eftir það: Bakterial meningitis. Langvinnur sársauki, orsakir og meðferð. Sónarskoðanir. Mæðravernd. í ágúst 1982 var samþykkt að eftirleiðis skyldi aðeins borið fram kaffi, ekki meðlæti, á fundum félagsins. I september 1984 var samþykkt að bannað skyldi að reykja á fundum félagsins. Fyrsta veturinn eftir stofnun Læknafélags Ak- ureyrar, þegar meðlimir þess voru aðeins sjö tals- ins, voru fundir haldnir á heimilum læknanna til skiptis en eftir það á hótelum, fyrstu tvö árin á Hótel Akureyri síðan á Hótel Gullfossi en frá 1944 á Hótel KEA og þar lengstum síðan. Læknarnir reru einir á báti, veittu sjúklingum móttöku einir á stofu, störfuðu hver fyrir sig án allrar aðstoðar, höfðu ekki ritara, ekki hjúkrun- arkonu, ekki aðgang að rannsóknastofu, tak- mörkuð afnot af röntgenrannsóknum og lítinn stuðning af sérfræðingum. Raunar má segja, að Steingrímur Matthíasson hafi í krafti reynslu sinn- ar og kunnáttu verið jafngildur sérfræðingi í hand- lækningum en Helgi Skúlason augnlæknir var formlega viðurkenndur sérfræðingur í sinni starfsgrein frá 1923. Var mikill fengur í honum fyrir almenning og lækna þegar hann settist hér að 1927. Og það var stórt spor fram á við þegar Guðmundur Karl Pétursson, sem fyrr hefur verið sagt frá, kom hingað 1936. Hann var þá viður- kenndur sérfræðingur í handlækningum og jafn- framt fær í fæðingarhjálp og kvensjúkdómum. Victor Gestsson, viðurkenndur sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum, starfaði hér í bæn- um 1939-1944. Ólafur Sigurðsson, viðurkenndur sérfræðingur í lyflækningum, starfaði sem lyf- læknir og heimilislæknir í bænum frá 1951 og yfir- læknir við lyflækningadeild FSA frá 1954. Bjarni Rafnar, viðurkenndur sérfræðingur í kvensjúk- dómum og fæðingarhjálp, starfaði sem slíkur við handlækningadeild FSA frá 1955 og sem yfirlækn- ir í þeim greinum frá 1971, þegar kvensjúkdóma- og fæðingardeild varð sjálfstæð og aðskilin frá handlækningadeild. Sigurður Ólason var sem áður segir röntgenlæknir við sjúkrahúsið hér frá maí 1955. í ársbyrjun 1993 var Kristnesspítali sameinaður FSA með öldrunar- og endurhæfingardeild sinni. Þannig þróaðist sérfræðiþjónusta í læknisfræði hér smám saman, stuðlaði að vexti og viðgangi sjúkrahúsþjónustu. Leitast var við að haldast í hendur við framvindu í tæknilegri læknisfræði eft- ir föngum. Hinn 11. nóvember 1973 á 100 ára afmæli sjúkra- hússins, sem er elsta starfandi sjúkrahús í landinu, var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri viðbygg- ingu við það og samanstendur hún af stórri tengi- álmu og stóru þjónustuhúsi. Árið 1976 var tekinn í notkun nyrsti hluti tengiálmunnar með kjallara og þremur hæðum. Þangað á þriðju hæð var barna- deildin flutt og rúmaði þá 12 rúm, en húsrými hennar var þó enn of þröngt miðað við þarfir hennar og aðstaða erfið til stundunar barna. Á annarri hæð var hið nýfengna húsnæði tekið undir þjónusturými handlækningadeildar og dagstofu. Á fyrstu hæð var það nýtt fyrir þjónusturými lyf- lækningadeildar og nýtt anddyri sjúkrahússins. Á

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.