Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 35

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Side 35
l(l fp '7 - lí m. ru i' ■ 0>''; r\ i' M iv ivr i TíEVWYARK New York er mesta borg- heims- ins, og þó er hún ein af yngstu höfuðborgum. Fyrir rúmlega einni öld voru þar 96000 íbúar. Nú búa um 10 miljónir manna í þessari miklu hvirfing við mynni Hudson fljótsins. New York er æfintýri. I þessu mikla mann-hafi eru all- ar þjóðir og kynkvíslir undir sól- unni saman komnar. I New York eru fleiri Gyðingar en á nokkrum einum stað öðrum, fleiri Rússar en í Moskva, fleiri írar en í Dýf- linni, fleiri ítalir en í Genúa og næstum því eins margir Norð- menn og í Ósló. New . York vex bæði innri og ytri vexti. Þangað flytjast eins margir og leyfi fá til þess. Og auk þess vex hún við fjölgun íbú- anna sjálfra. Fæðingum fjölgar en dauðsföll fækka, og nemur þessi fjölgun ein, um 100000 á ári, eða jafnmörgum á ári og allir íbúar Islands eru nú. Elzti hluti borgarinnar er hin ávo kallaða New York City, er stendur neðst á Manhattaneynni. Manhattaneyjan er í raun réttri nes er myndast milli Hudsons- fljótsins að vestan og sunds þess, sem kallað er „East River“ að austan. Að norðan takmarkast borgarstæðið af lítilli á, sem heitir Haarlem-Riyer, svo að borgin get- ur ekki þanist út eftir vild. Á, nesoddanum syðst reistu fyrstu komumennirnir „vígi“ og um- hverfis það voru svo fyrstu húsin reist við krókóttar götur og stíga, alveg eins og í gömlu bæjunum í Norðurálfunni. En Ameríkumenn voru fljótir að komast að raun um, að það er ekki gött að lofa bæjum að byggj- ast eins og verkast vill. Eftir endilöngu Manhattan lá Broad- way (Breiðgata). Hann var tals- vert krókóttur eftir því sem lands- lagið sagði til, og er því einkenni- leg undantekning frá þeirri reglu sem annars var sett, að hafa allar götur þráðbeinar. Broadway var upphaflega leiðin vestur úr bæií-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.