Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 48

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.01.1929, Page 48
46 að. En getið þér sagt mér eitt- hvað um þennan Cavalier, sem að gagni má koma?“ „Eg veit nú ýmislegt. Eg hef einmitt beitt allri kænsku til þess að komast inn á hann. Hann held- ur víst áreiðanlega, að eg sé einn af hans mönnum. En eg er nú kominn til þess að koma honum á yðar vald, Monseigneur.“ „Hver er ástæðan og hvað vilj- ið þér fá fyrir það?“ spurði de Villars. Hann hafði oft áður feng- ið svona tilboð, svo að honum kom þetta ekki á óvart. „Ástæðan er augljós. Þetta er skaðræðismaður. Hann er að eyði- leggja landið. En ef hann er úr sögunni, þá verður ekkert úr hin- um. Það er ekki til neins að reyna samninga við hann, því að hans hátign getur aldrei gengið að því, sem hann krefst. Hann er svo ósvífinn að heimta, að allir mót- mælendur, sem nú eru á galeiðum og í fangelsum, verði látnir laus- ir, og að íbúar Cevennafjallanna fái trúarbragðafrelsi!“ La Fleu- rette hló kuldalegan og stuttan fyrirlitningarhlátur. De Villars brosti góðlátlega við þessum hamagangi hins. — Svo spurði hann: „Er þessi Cavalier prúðmenni ?" La Fleurette hrökk við. Honum [Stafnir varð orðfall snöggvast, svo óvænt kom þessi spurning. „Ha, prúð- menni? Hann er bóndadurgur!" „En er hann þá ekki prúður og göfugur bóndi?“ hélt marskálkur- inn áfram. „Jæja, hvernig ætlið þér að koma honum í greipar mér?“ „Það er kona, sem á að vera agnið,“ svaraði La Fleurette lágt og pukurslega. „Hann kemur ann- að kvöld til Castelnau hallarinnar, sem cr hérna rétt fyrir utan bæ- inn. I>ér hafið líklega séð hana, Monseigneur. Konan er okkur trú* Hún er rómversk kaþólsk og lög- hlýðin kona. Hann hefir gengið á eftir henni árum saman, og nú loks hefir hún fengist til þess, að gefa honum undir fótinn í þeirri von, að þaö verði honum að falli.. Cavalier höfuðsmaður verður einn síns liðs. Allir þjónar í höllinni eru okkar menn. Ef þjer kæmuð þangað með fáa menn, svo lítið bæri á, þá er það leikur einn að handsama hann.“ Monseigneur de Villars brosti og sló rykkorn af frakkakragan-. um. Svo svaraði hann rólega: „Gott og vel! Eg skal koma.“ „En eg vildi ráða yður til þess að koma sjálfur," sagði La Fleu- rette, „og hafa ekki of marga menn með yður; því að hann er- Cavalier höfuðsmaður.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.