Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 74

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.04.1931, Side 74
168 Verndarvættimar við vög-gu barasins. [Stefnir sér sendibréf, skrifað á ljós-rós- rauðan pappír. „Kæru vinir! 0, hve eg gleðst yfir litlu dóttur ykkar. Hamingj- an gefi, að hún verði hraust og hamingjusöm, og fær um að taka á móti því fyrirmyndar-uppeldi, sem nú á að fara að byrja. Upp frá þessum degi mun eg þrá þá stund, þegar þú, kæra Elsa, hefir lokið uppeldi hennar í anda hug- sjóna þinna. Þú manst hverju þú hefir lofað. Heill og heiður fylgi starfi þínu. Alma“. Augu okkar húsráðanda mætt- ust. „Þessar hugsjónir og þessi lof- orð hefi eg vitanlega ekki haft nokkra hugmynd um hingað til“, andvarpaði húsráðandinn og brosir ltaldranalega. En enginn dráttur breytist í andliti húsfreyjunnar. Það er eins og það sé innsiglað með sjö innsiglum Opinberunarbókarinn- ar, og svipurinn alvöruþrunginn, sem svipur þess, er tekið hefir þá ákvörðun að ala upp nýja og betri kynslóð. Hún var komin með nýtt heillaóskabréf í hend- ina. „Hamingjusömu vinir! Eg er nýbúin að sjá gleðitíðindin í blaðinu. Farsæld, heilbrigði og langt líf! Koapra. E.S. Um leið gríp eg tækifær- ið til þess að benda þér, kæri Kári, á þær stórmiklu framfarir, sem orðnar eru á sviði líftrygg- inganna. Einkum að því er snert- ir barnatryggingar. Og sérstak- lega hjá félagi okkar „Pohjan- táhti“. Það er alveg ágætt. Þú verður steinhissa, þegar þú heyr- ir skilmálana. Sjáumst bráðum“. „Framfarirnar eru sannarlega meira en litlar“, segi eg hlæj- andi. „Eg man ekki til, að eg hafi nokkru sinni vitað samfagn- anda snúa sér eins beint að mál- efninu og þennan“. „Og hann er viss með að koma sínu fram“, andvarpar húsráð- andi. „Ef eg þekki hann rétt, þá kemur hann hingað áður en vik- an er á enda, og þar með verð- ur líf og framtíð Önnu Maríu tryggð“. „Eins og vera ber“, segir hús- freyja og veifar nýju bréfi. „Mínar innilegustu hamingju- óskir! Megi dóttir ykkar umfraru allt verða frjáls og sjálfstseð kona; eg óska þess, að æfistarf hennar verði ekki að hlaða und- ir karlmennina, en að hún riti sitt eigið nafn gullnum stöfum heiðurs og frama við hlið karl- mannanna í annála föðurlands- ins. Velkomin, litla stúlka, sem

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.