Sagnir - 01.04.1990, Síða 8
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir
Dáin úr vesöld
Athugun á málum sem komu fyrir Landsyfirrétt
1802-1919 varðandi ofbeldi gagnvart börnum
s
Asíðustu árum hafa farið
fram miklar rannsóknir og
umræður um hagi barna
og stöðu þeirra í samfélagi nútím-
ans. Árangurinn hefur ekki látið á
sér standa og það er Ijót saga sem
dregin hefur verið fram í dagsljósið.
Ótrúlegur fjöldi barna hefur sætt
ýmiss konar ofbeldi, líkamlegu og
andlegu. f framhaldi af þessu hafa
ýmsir fræðimenn sest niður til að
rannsaka hvernig þessum málum
var háttað fyrr á tímum. Sumir, eins
og t.d. Lloyd deMause, hafa komist
að þeirri niðurstöðu að því dýpra
sem grafið sé í fortíðina, þeim mun
meiri líkur séu á að börn hafi verið
drepin, barin, yfirgefin og kynferð-
islega misnotuð.1 Aðrir fræðimenn,
eins og t.d. Linda Pollock, eru hins
vegar á öðru máli og telja að börn
hafi alltaf notið ástar og umhyggju,
annað sé og hafi verið undantekn-
ing.2
Þeir sem hafa athugað ofbeldi
gagnvart börnum fyrr á tímum, rek-
ast oft á vegg í leit sinni að heimild-
um. Staðreyndin er nefnilega sú, að
þetta hefur alla tíð verið afskaplega
viðkvæmt mál og lítið rætt. Hér
verður varpað ljósi á þau mál sem
komu fyrir Landsyfirrétt á tímabil-
inu 1802-1919 og fjölluðu um ofbeldi
gagnvart börnum á íslandi. Reynt
er að varpa hulunni af leyndarmál-
inu sem átti að grafast í gleymsku
sögunnar. Hverjir voru gerendur
og þolendur í þessum málum og
hvaða refsingar lágu við slíku of-
beldi.
6 SAGNIR