Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 11

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 11
Dáin úr vesöld eftir að meiðslin voru orðin á barninu, að tala um það við aðra út í frá, hvernig meiðslin hefðu atvikast . . .25 Landsyfirréttur komst að þeirri nið- urstöðu að þótt ekki væri unnt að sanna að ákærði hefði „af ásetningi meitt barnið og valdið dauða þess", væru næg rök fyrir hendi til að sanna að hann „af vangá og að- gæzluleysi" hefði verið valdur að dauða þess.26 Ef Iitið er nánar á misþyrmingar- málið, sem kom fyrir Landsyfirrétt árið 1803, kemur í ljós að kona að nafni Kristín Vigfúsdóttir hafði lík- lega barið 14 vetra gamla stúlku svo illa að talið var að það hefði dregið hana til dauða.27 Kristín þrætti fyrir að hafa barið stúlkuna oftar en tvisvar og sagði hana áður hafa verið veika fyrir brjósti og undir síð- um, en ekki vissu önnur vitni til þess. Landsyfirréttur áleit frásögn Kristínar um málsatvik vera ómerka og grunsamlega, en síðan segir í dómnum: Þó er um ekkert nein lagafull- vissa, önnur en sú, sem útvortis áverkar á líkinu, svo sem þroti á síðu, hrufl milli herða og á öxl, strax eptir stúlkunnar dauða, vitna um, nefnilega ókristilega barsmíð og hirtingu á nefndu ungmenni.28 Kristín Vigfúsdóttir hafði einnig verið ákærð fyrir sauðaþjófnað, og því fann Landsyfirréttur hana seka bæði um „ókristilega misþyrmingu á mágstúlku sinni . . ."ogþjófnað. Það er nokkuð merkilegt að aðeins eitt misþyrmingarmál skyldi koma fyrir Landsyfirrétt á því tíma- bili sem hér er til umfjöllunar. Ýms- ar ástæður geta legið þar að baki en gera má ráð fyrir að skýringin liggi m. a. í því að uppalendur máttu hýða börn töluvert áður en hægt var að tala um misþyrmingu. Mis- þyrmingar og illt atlæti fóru oft á tíðum saman og var þá talið til illrar meðferðar. Einnig er líklegt að ein- hver mál sem snertu misþyrmingar á börnum hafi verið afgreidd hjá héraðsdómstóli án þess að vera áfrýjað til æðri dómsstiga. Hvaða börn urðu fyrir líkamlegu ofbeldi? í riti sínu Bernska, ungdómur og upp- eldi á einveldisöld segir Loftur Gutt- ormsson að yfirleitt hafi verið „farið verr með sveitar- og tökubörn en hin sem ólust upp í foreldrahús- um." og ennfremur að „harðneskja og hrottaskapur í uppeldinu hafi viljað keyra um þverbak þegar í hlut áttu „olnbogabörn" og niður- setningar."29 Með þetta í huga er forvitnilegt að skoða hverjir voru þolendur í þeim tíu málum sem hér eru flokkuð undir líkamlegt ofbeldi. í ljós kemur að ómagar voru fórn- arlömb í þremur tilvikum af tíu og í öll skiptin var um illa meðferð að ræða. Hvort þetta styður það sem Loftur Guttormsson segir um upp- eldi olbogabarna og niðursetninga er erfitt að fullyrða þar sem mála- fjöldinn er takmarkaður. Það er ekki síður merkilegt að stjúpbörn virðast hafa liðið meira á heimilum sínum en blóðafkomendur hjóna, því líkt og ómagarnir, voru þau þol- endur í þremur málum af tíu. Ósjálfrátt flýgur manni í hug hvort öll ævintýrin sem fjalla um sam- skipti barna og vondu stjúpforeldr- anna, hafi átt við rök að styðjast! Börn húsráðenda máttu vissulega þola slæma meðferð en það virðist hafa verið í minna mæli en það sem ómagar og stjúpbörn máttu þola. Hins vegar voru fórnarlömbin í báðum morðmálunum sem komu fyrir Landsyfirrétt, deydd af for- eldrum sínum. Sjá töflu 2. Það voru einkum drengir sem sættu líkamlegu ofbeldi. Sé ein- vörðungu litið á þau er vörðuðu illa meðferð, kemur í Ijós að í sex mál- um af sjö voru fórnarlömbin dreng- ir. Eina stúlkan sem mátti sæta illri meðferð var ómagi en heimilisstaða SAGNIR 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.