Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 13

Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 13
Dáin úr vesöld Tafla 2. Kyn, aldur og heimilisstaða þeirra barna sem urðu fyrir líkamlegu of- beldi, skv. þeim málum sem komu fyrir Landsyfirrétt á tímabilinu 1802- 1919. Ár Líkamlegt ofbeldi kyn aldur heimilisstaða 1803 misþyrming stúlka 14 vetra mágstúlka 1808 ill meðferð stúlka 11 ára ómagi 1811 ill meðferð 2 drengir 7-8 ára eigin börn 1813 ill meðferð drengur 1 árs eigið/stjúp- barn 1822 ill meðferð drengur 7 ómagi 1860 ill meðferð drengur 12 ára eigið/stjúp- barn 1865 morð 7 5 vikna eigið barn 1869 ill meðferð drengur 8 ára eigið/stjúp- barn 1871 morð stúlka 6 mánaða eigið barn 1903 ill meðferð drengur 8-10 ára ómagi Heimild: Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar í íslenzkum málum 1802-1873 I.-Xl, Rv. 1916-1986. — Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar í íslenzkum málum 1875-1919 I.-X, Rv. 1911-1920. hvers vegna rjettinum þykir ís- járvert að sekta þau fyrir þennan voðaglæp einungis . . ,36 I þessu tilviki voru hjónin Guð- mundur og Vilborg aðeins dæmd til að endurgreiða meðlagið sem þau höfðu fengið með ómaganum, auk málskostnaðar sem var reyndar töluverður. Pað má vera Ijóst, að ekki lágu þungar refsingar við illri meðferð á börnum, jafnvel þótt það leiddi til dauða þeirra. Algengasta refsingin 10-15 vandarhagga hirt- ing, einu sinni var dæmt til 12 mán- aða betrunarhúsvinnu og einn sak- borningur var látinn greiða fjársekt. Harðasta refsing sem Landsyfirrétt- ur dæmdi sakborninga til, var 4 ára betrunarhúsvinna en hæstiréttur sýknaði viðkomandi af öllum kær- 37 um. Landsyfirréttur virðist hafa litið misþyrmingar- og morðmál alvar- legri augum en mál sem vörðuðu illa meðferð á börnum. I öðru morð- málinu þótti ekki leika nokkur vafi á, að um morð af ásettu ráði hefði verið að ræða og bæði héraðsdómur og Landsyfirréttur dæmdu sak- borning til dauða og skyldi höfuð hans jafnframt sett á stjaka. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem stað- festi dauðadóminn.38 I hinu morð- málinu fengust ekki nægar sannan- ir fyrir því að morðið hefði verið framið af ásettu ráði þótt margt virt- ist benda til þess. Sakborningur, sem var kominn yfir lögaldur í sakamálum, var því aðeins dæmd- ur til að hýðast 15 vandarhöggum.39 Sakborningur í misþyrmingarmál- inu hafði verið dæmdur í héraði til „að hafa fyrirgjört lífi sínu og al- eigu . . ." og þar sem um dauða- dóm var að ræða, fór málið fyrir Landsyfirrétt. Rétturinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægar sannanir fyrir hendi til að krefjast dauðadóms og breytti refsingunni þannig að sakborning- ur skyldi „þræla 3 ár í því íslenzka tugthúsi . . ,".40 Þegar á heildina er litið, virðist réttarfarskerfið hafa gert lítið til að vernda börn gegn líkamlegu of- beldi. í lögunum frá umræddu tímabili eru ótal ákvæði sem taka til manndrápa, líkamsmeiðinga og annarra ofbeldisverka,41 en við túlk- un þessara laga virðist hafa skipt máli hvort um fullorðna manneskju var að ræða eða barn. Ófædd og ný- fædd börn virðast hafa notið mun betri réttarfarslegrar verndar en önnur börn því harðar refsingar lágu við „ofbeldi" (fóstureyðingar og dulsmál) gagnvart þeim. Dóm- arnir sem féllu í málum varðandi líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum (morð og misþyrmingar undanskil- in), voru svo vægir, að ólíklegt er að þeir hafi almennt verið uppalend- um víti til varnaðar. Pað hefði ekki samræmst þeim almennu hug- myndum sem veraldleg og andleg yfivöld höfðu komið inn hjá fólki um uppeldi barna, þ.e. agi væri nauðsynlegur og eðlilegur, og hirt- ingar þar af leiðandi líka. Börn og kynferðislegt ofbeldi Á tímabilinu 1802-1919 komu aðeins sex mál fyrir Landsyfirrétt er vörðuðu kynferðisbrot gagnvart börnum. Þessi málaflokkur er frá- brugðinn hinum fyrri að því leyti, að það var ekki fyrr en eftir alda- mótin sem eitthvað fór að bera á þessum málum. Á 19. öldinni komu tvö mál af þessu tagi fyrir Landsyfirrétt en níu vegna líkam- legs ofbeldis á börnum. Eftir alda- mót komu hins vegar fjögur kyn- ferðisbrotamál fyrir rétt en aðeins eitt mál vegna líkamlegs ofbeldis.42 Það er vissulega merkilegt að á 19. öld komu tvö mál fyrir réttinn varð- andi kynferðislegt ofbeldi á börn- um. Gera má ráð fyrir að slíkt of- beldi hafi ekki verið eins algengt og líkamlegt ofbeldi, en þessi fáu mál gefa e.t.v. til kynna að kynferðis- legt ofbeldi hafi verið mun betur falið. I íslenska bændasamfélaginu var ekki litið á líkamlegt ofbeldi gagnvart börnum sem afbrot og því þótti engin sérstök nauðsyn til að fela það sérstaklega. Siðferðismál voru hins vegar tekin mjög alvar- lega og reynt að refsa þeim sem gerðu sig seka um siðferðisbrot. Þar af leiðandi hafa menn líklega frekar reynt að dylja slík afbrot, ekki síst ef börn áttu í hlut. Ef litið er til Eng- lands á sama tímabili, kemur í ljós að alþýða manna hafði litla samúð með mönnum sem misnotuðu börn kynferðislega.43 Hafi hið sama gilt um íslenskt samfélag, skýrir það enn betur hvers vegna reynt var að dylja þessi brot. SAGNIR 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.