Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 16

Sagnir - 01.04.1990, Blaðsíða 16
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir Tafla 3. Staða/starf þeirra manna sem voru ákærðir fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum, skv. þeim málum sem komu fyrir Landsyfirrétt á tímabilinu 1802-1919. Ár Staða/starf Kynferðisbrot 1838 vinnumaður nauðgun 1875 vinnumaður nauðgunartilraun 1903 húsmaður kynferðisl. áreiti 1910 ? kynferðisl. áreiti 1911 barnakennari nauðgun 1917 bóndi samræði við fábjána Heimild: Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar í íslenzkum málum 1802-1873 I.-XI, Rv. 1916-1986. - Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar í íslenzkum málum 1875-1919 l.-X, Rv. 1911-1920. Tafla 4. Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar í málum varðandi kynferðisbrot gagnvart börnum. Ár Afbrot Refsing 1838 nauðgun dauðadómur (hæstir.breytti í 6 ára erfiði í festingum) 1875 nauðgunartilraun 2x5 daga fangelsi við vatn og brauð 1903 kynferðisl. áreiti 6x5 daga fangelsi við vatn og brauð 1910 kynferðisl. áreiti 3x5 daga fangelsi við vatn og brauð 1911 nauðgun 12 mán. betrunarhúsvinna 1917 samræði við fábjána 8 mán. betrunarhúsvinna (Sakborningar voru auk þess látnir greiða málskostnað.) Heimild: Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar í íslenzkum málum 1802-1873 l.-XI, Rv. 1916-1986. — Landsyfirréttar- og hæstaréttardómar í Islenzkum málum 1875-1919 I.-X, Rv. 1911-1920. lagði hendur hennar aftur á bak og hélt þeim þar meðan á sam- ræðinu stóð, ýtti fótum hennar sundur og setti lim sínn í hol barnsins, þó að eins broddinn, en ákærða losnaði þá sæði, er félli í og utan holsins . . .60 Við rannsókn málsins kom í ljós að hann hafði áður gert tilraun til að hafa samræði við stúlkuna, nánar tiltekið í „kenslustofunni í frímínút- unum milli kenslustunda" en utan- aðkomandi truflun hindrað það. Landsyfirréttur komst að þeirri nið- urstöðu að ekki væri hægt að telja atferli sakbornings til nauðgunar eða nauðgunartilraunar og rökst- uddi þá niðurstöðu með eftirfar- andi orðum: engin ástæða [er] til að álíta, að Agústína hafi samþykt aðfarir ákærða við hana, en hins vegar má telja það víst, að hún hefir ekki veitt honum þá mótspyrnu gegn tiltæki hans, að hann hafi getað gengið úr skugga um það, að áleitni hans hafi verið henni þvert um geð.61 Sakborningur var aðeins ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína sem kennari og tælt til legorðs stúlku sem honum hafði verið trúað fyrir til kennslu. Þótti Landsyfirrétti 12 mánaða betrunarhúsvinna hæfi- leg refsing fyrir þetta afbrot.62 Með lýsingu á málsatvikum í huga verð- ur þetta að teljast furðuleg niður- staða. Ef marka má þau tvö mál sem komu fyrir Landsyfirrétt á 19. öld, þá virðist rétturinn hafa litið kyn- ferðisbrot gagnvart börnum alvar- legum augum og voru dómar hans í samræmi við það mjög ákveðnir og eindregnir. Eftir aldamót virðist sem meðferð málanna hafi breyst, farið var að beita ýmis konar laga- krókum til að sýna fram á að sak- borningur væri sekur um brot sem ekki var eins alvarlegt og það sem hann upphaflega var ákærður fyrir. Harðari refsingar voru fyrir kyn- ferðisbrot gagnvart börnum en fyrir líkamlegt ofbeldi. Algengasta refs- ingin við fyrsta brot var tímabundin fangelsisvist við vatn og brauð, en á 20. öldinni færðist í vöxt að menn væru dæmdir í betrunarhúsvinnu. Harðasti Landsyfirréttardómurinn féll í nauðgunarmáli árið 1838 þar sem sakborningur hlaut dauðadóm en Hæstiréttur breytti þeim dómi seinna í 6 ára erfiði í festingum.63 Niðurlag Hér að framan hefur verið athugað ofbeldi gagnvart börnum fyrr á tím- um með því að rannsaka mál sem komu fyrir Landsyfirrétt 1802-1919. Á þessu tímabili komu fyrir réttinn 16 mál í þessum málaflokki. Það verður að teljast merkilegt að á rúmlega öld skuli aðeins 16 mál koma fyrir Landsyfirrétt varðandi ofbeldi gagnvart börnum. Vissu- lega hlýtur einhver fjöldi slíkra mála að hafa verið afgreiddur hjá héraðsdómi en samt verður að telj- ast líklegt að í flestum tilfellum hafi verið um dulið ofbeldi að ræða og málin því aldrei komið fyrir dóm- stóla. Nokkur munur var á því hvernig Landsyfirréttur afgreiddi mál er vörðuðu líkamlegt ofbeldi annars vegar og mál er vörðuðu kynferðis- legt ofbeldi hins vegar. Yfirleitt var dæmt vægar í fyrrnefndu málunum og sérstaklega reynt að draga úr mikilvægi þess er benti til sektar en lögð áhersla á allt er gat orðið sak- borningunum til málsbóta. Refsing- arnar voru í samræmi við þetta svo 14 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.