Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 24

Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 24
Eggert Pór Bernharðsson kennd ýmis ráð til þess að fyrir- byggja það að tíðar barneignir gengju nærri kröftum þeirra, höml- uðu þeim frá að starfa utan heimil- isins. Yfirleitt væri stefnt að því að gera konuna sem óháðasta þeim verkahring sem kraftar hennar hefðu lengst af verið helgaðir, skapa henni í hvívetna sem líkasta aðstöðu karlmanninum. Og ekki nóg með það. Hár hennar hafði verið skorið, klæðnaðinum breytt. „Og til þess að gera ekki hlutinn hálfan, tók konan nú einnig að leggja niður sumar af sínum fornu kvenlegu dyggðum og temja sér lesti karlmanna — þar á meðal neyslu tóbaks og víns."16 Flótti nú- tímakonunnar frá heimilunum, starf í iðnaði, verslun, á skrifstofu, skapaði menningarlega hættu. Af- farasælast væri fyrir þjóðfélagið eins og einstaklinginn að hver og einn rækti það starf sem hann væri skapaður fyrir. Karlar sem skynj- uðu tilveruna á þennan hátt hugg- uðu sig við það að enn sem komið var bæri meira á þessum hneigðum úti í hinum stóra heimi. En hættan vofði engu að síður yfir íslending- um. Vaxtarhraði aldarinnar væri slíkur. Jafnvel væri farið að örla á breytingunum í höfuðstað Islands, Reykjavík. „Reykjavíkurstúlkan" sýndi það svo ekki væri um villst. í skólanum lærði hún sjaldnast að vera „virkilega góð lítil stúlka." Á unglingsárum gleypti hún í sig allt sem hún næði í af leiðarvísum í kynferðismálum. Að loknu barna- skólanámi settist unga stúlkan síð- an í Verslunarskólann eða einhvern annan skóla til þess að búa sig und- ir sjálfstætt lífsstarf, „því hún gerir ekkert frekar ráð fyrir — og óskar jafnvel ekki eftir því — að giftast, að minnsta kosti ekki næstu tíu árin. Það væri að kasta æsku sinni á glæ. — Jafnframt skólanáminu hefst nú talsvert yfirgripsmikið verklegt námsskeið í frjálsum ástum," ritaði þekktur prestur árið 1939. Og hann bætti við: Að skólanámi loknu nær sögu- hetja vor sér í skrifstofustöðu eða eitthvert annað starf sem nám hennar hefur stefnt að. Næstu árin lifir hún hreinu ungkarlalífi. Á daginn vinnur Dömuhatfar Nú i*ru votrarhjittarnir komnir. „MODEL" komu aðeins örfá. Hattar við allra ha*fi. í dag V* 1 trei'st vður tiekifjeri til aö sjá •4 ' í~ VETIIAIÍTÍSKUNA i sínum glæsileilc. Lítið í öiuopna í dag. Hattavekí'in Sigfíöar Helgadóttur Líekjarjjötti L - - Simi: 1815. Buuuiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiií:iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii; ,ii,ui Sönnum „Reykjavíkurstúlkum" var nauðsynlegt að fylgjast með hattatískunni. hún á skrifstofunni, og á kvöldin fer hún á kaffihús og situr þar reykjandi yfir kaffi eða víni fram undir miðnætti — eða hún ver kvöldinu til stefnumóta. — Þegar hún fer að nálgast þrítugt, hugsar hún, að ekki sé úr vegi að reyna hjónabandið. — En nú mætir henni ef til vill sú hindrun að margir karlmenn ganga með þá grillu að mjög veraldarvanar stúlkur séu ákjósanlegri sem vinkonur en eiginkonur. — Hún giftist samt sem áður — og er meira að segja svo heppin að eignast víðsýnan mann, sem dettur ekki í hug að heimta skilnað þótt hann komist að því að frúin skýst einstöku sinnum á fund gamals ástvinar sem hún hefur aldrei getað gleymt til fulls.17 Presturinn hélt lýsingu sinni áfram og myndin sem hann dró upp var giska dökk. Á hinn bóginn var hann þeirrar skoðunar að þessi mynd af þroskaferli nútímakon- unnar og því heimilislífi sem hún veitti forstöðu ætti enn sem komið væri aðeins við um fámennan hóp íslenskra kvenna. Sem betur fer. Héldi hins vegar fram sem horfði óttaðist hann afleiðingarnar fyrir ís- lenskt þjóðfélag. Þeir sem vildu „Reykjavíkur- stúlkunni" vel reyndu að lýsa henni af sanngirni og þar lögðu ýmsir hönd á plóginn. Tveir læknastúd- entar voru þar drýgstir og skrifuðu um hana langar greinar árið 1939, líkt og presturinn en með allt öðr- um formerkjum, hálfgerða „upp- skrift" að „Reykjavíkurstúlkunni" það ár.18 Líklega hafa sárafáar stúlk- ur í bænum, ef nokkur, haft öll ein- kennin sem læknanemarnir til- greindu. Annar sagði hana glaðlega við fyrstu sýn, dálítið ögrandi í augna- ráði, kurteisa, skjóta í svörum og yrði ógjarnan orðfall. Ef karlpen- ingurinn, sem var að gera sig til fyrir henni, var eitthvað broslegur í útliti eða framkomu tók hún strax eftir því á fyrstu fimm mínútunum og skopaðist að því í miskunnar- Nokkrar hressar og kdtar menntaskólastúlkur framan við MR skömmu fyrir síðari heimsstyrjöld. Ætli þær hafi lagt sig eftir erlendum tískiiblöðum? 22 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.