Sagnir - 01.04.1990, Page 27
„Ó, vesalings tískunnar þrælar."
sem hún sæi þá ekki.30 Vart var
hægt að mæta henni á götu eða
ganga framhjá henni án þess að
heyra ávæning af tali hennar um
hve Kalli, Siggi eða Baddi væru
„agalega draumsætir" og „smart"
strákar.31
Ástamál „Reykjavíkurstúlkunn-
ar" voru síður en svo eftir forskrift
afa og ömmu, og pabbi og mamma
kunnu einnig að hafa sitthvað við
þau að athuga, en hún var barn síns
tíma, og e.t.v. barn sem langaði að
vera fullorðið en var það ekki. Hún
vildi vera frjáls og fordómalaus á
mælikvarða samtímans en í djúpi
vitundarinnar leyndist þó róman-
tísk siðastefna mömmu og ömmu.32
Og þegar ein „Reykjavíkurstúlkan"
var spurð að því árið 1941 hvort það
væri ekki höfuðmarkmið hverrar
ungrar stúlku í dag að giftast, eign-
ast yndislegt heimili, „börn og
buru", svaraði hún vitaskuld ját-
andi. Undir niðri væru ungu stúlk-
urnar alltaf eins, þótt þær væru
auðvitað of „moderne" til að kann-
ast við það, þangað til þær hittu
„þann rétta". Pá færu þær allt í einu
að tala um gardínur og grautar-
potta, eins og þær hefðu aldrei
hugsað um annað.33 Samt lét „sönn
Reykjavíkurstúlkan" sér í léttu rúmi
liggja almenningsálitið þótt hún
eignaðist barn utan hjónabands eða
byggi með unnusta sínum ógift.
Mannsefni sitt valdi hún þann sem
hún hélt að yrði góður við sig en
hugsaði lítið um auð hans eða stöðu
í þjóðfélaginu. Hún var honum trú
svo lengi sem hana grunaði hann
ekki um ótrúnað. Afbrýðisemi af-
neitaði hún í orði en aðhylltist í
verki. Venjulega var það eigin-
manninum að kenna ef hún varð
ekki góð eiginkona.34
Hvað beið „Reykjavíkurstúlk-
unnar" árið 1939 í framtíðinni er
hún yxi upp og yrði fulltíða kona? í
það var spáð:
Ef til vill fer hún að sumri kaupa-
kona upp í sveit og hafnar í örm-
um bóndasonarins. Ef til vill
verður hún fín frú sem aldrei
þarf að drepa hendi í kalt vatn ...
Ef til vill verður hún snauð
barnakona sem eftir nokkur ár á
enga bylgju í hárinu en marga
hæruskotna lokka. Ef til vill gift-
ist hún alls ekki; annað hvort
vegna þess að hún fær ekki þann
sem hún elskar, eða þá vegna
hins, að hún kýs heldur að verða
sjálfstæð kona og versla með
skóreimar og hárgreiður en að
ala börn og sjá um heimili.35
Framtíð flestra „Reykjavíkur-
stúlkna" á þessum tíma fólst í
hjónabandinu eins og annar lækna-
stúdentanna benti á:
En hvert svo sem hlutskipti
Reykjavíkurstúlkunnar verður
þá er eitt víst, að í dag er framtíð-
ardraumur hennar að giftast
þeim sem hún elskar eða kemur
til með að elska, og öðlast ham-
ingju við arin heimilis þeirra.
Kannske hugsar Reykjavíkur-
stúlkan ekki lengra, en á bak við
draum hennar leynist tilgangur
Móður Náttúru, sem á sínu
hljóða máli felur henni að gera
slíkt hið sama og hinum fyrstu
foreldrum var boðið. Reykjavík-
urstúlkan 1939 er líka of fögur
grein á þjóðarstofninum til þess
að standa alla ævi blómlaus, og
þess vegna verður að krefjast
þess að hún í fylling tímans ræki
helgustu skyldu hverrar heil-
brigðrar konu — þá að verða
móðir.36
„Reykjavíkurpilturinn "
Einhverjum varð „Reykjavíkur-
stúlkan" að giftast — kannski
„Reykjavíkurpiltinum"? Hvernig
skyldi sá strákur hafa litið út í upp-
hafi heimsstyrjaldar? Af honum
fara ekki margar sögur. Hann virtist
ekki skera sig jafn mikið úr fjöldan-
um og „Reykjavíkurstúlkan". Á
gamansaman hátt og af lítilli alvöru
var honum þó lýst sem einstakri
manntegund í sinni röð og þegar
ungar stúlkur mættu honum í Aðal-
stræti munu þær fljótt hafa séð að
þar var „enginn Þingeyingur á
ferð". Hann var nýpressaður, ný-
rakaður og nýklipptur, því berhöfð-
aður var hann í hörku frosti. Hann
gekk í hálfermaskyrtu úr prjónasilki
og í útlendum, útslitnum baðmull-
arsokkum. Á borðinu heima hjá
honum var ekki nálinni niður sting-
andi fyrir hárvötnum, hársmyrsl-
um, ilmvötnum og vörtueitri. Og
hann átti það til að læðast heim eftir
klukkan tólf á kvöldin! Hann reykti
eins og skorsteinn, svo aldrei féll
hurðin að stöfum í þeirri búð sem
seldi sígarettur. „Reykjavíkurpiltur-
inn" hafði sjaldnast há laun en ekki
var hann sparsamur. Það mátti
hann ekki sóma síns vegna. Hann
átti ýmis áhugamál. Á vetrarkvöld-
um spilaði hann bridds. Á sumar-
kvöldum fór hann vestur að
Iþróttavelli. Síðan kappræddi hann
við félaga sína um K.R. og Val.
Andleg áhugamál skorti hann víst
ekki heldur. Hann las dagblöðin og
meira að segja Spegilinnl37 Var
„Reykjavíkurpilturinn" ekki bráð-
efnilegt mannsefni „Reykjavíkur-
stúlkunnar"?
í: S. í.
K. K. It.
Úrslif ■ Walferskeppninni
K. R. og VALUR
'P
; i
kcppii í dag kl. 4.
Síðasll lefknr ár§in».
*
■M
Xú cr Iiann svnlnr! Ilvor vi* >iur! K. II. cða VALIII!
'•Reykjavíkurpilturinn" fylgdist grannt rneð íþróttum og hann hefur varla látið sig vanta á völlin þegar erkifjendumir K.R. og Valur mættust i október 1939.
SAGNIR 25