Sagnir - 01.04.1990, Side 37

Sagnir - 01.04.1990, Side 37
Arnþór Gunnarsson Kona í karlaveröld Þáttur Katrínar Thoroddsen í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna 1920-1960 í kvennasögu er gjarnan talað um tímabilið 1920-1960 sem stöðnunar- skeið jafnréttisbaráttunnar og er þá miðað við áratugina á undan og eft- ir þegar baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna miðaði vel áfram. Gildir einu hvort átt er við ísland eða um- heiminn. Þar með er ekki sagt að allar konur hafi lagt árar í bát á þessu stöðnunarskeiði. Ein þeirra sem hélt merkinu á lofti var Katrín Thoroddsen læknir, alþingiskona og bæjarstjórnarfulltrúi. Katrín lét alla tíð málefni kvenna sig miklu varða. Hún var kvenréttindakona af lífi og sál, félagi í kvennasamtök- um og á þingi barðist hún fyrir auknum réttindum kynsystra sinna. Ekki er ætlunin að gefa heil- steypta mynd af ævi og störfum Katrínar heldur verður látið nægja að taka fyrir tvo þætti í litríku lífi hennar. í fyrsta lagi verður sagt stuttlega frá skoðunum Katrínar á fóstureyðingum og getnaðarvörn- um en umfjöllun hennar olli þátta- skilum hérlendis í umræðum um þessi viðkvæmu mál.1 Lítið hafði farið fyrir umræðum um fóstureyð- SAGNIR 35

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.