Sagnir - 01.04.1990, Síða 40

Sagnir - 01.04.1990, Síða 40
Arnþór Gunnarsson Bömum á að líða vel í öruggu umhverfi. Þangað til fyrir fáum árum fengu læknar óáreittir að fylgja alda- gömlum venjum um þessar að- gerðir, [þ.e. fóstureyðingar] sem engum tvímælum gátu orkað, og gerðu það. Fóstureyðingar lækna eftir vafasömum heimild- um máttu heita hér óþekktar fram á síðustu ár, ef ekki bók- staflega óþekktar. Þessi gullöld er nú hjá liðin. Yfir landið er skollin sú alda, sem lengi hefir flætt um önnur menningarlönd, að fleiri og fleiri konur í öllum stéttum, giftar og ógiftar, ríkar og fátækar, siðlátar og léttúðug- ar, trúaðar og vantrúaðar, og að því er virðist án tillits til póli- tískra skoðana, gera þær kröfur til lækna, að þeir losi þær hisp- urslaust við óvelkomin fóstur sín — og þau eru ákaflega oft óvel- komin. Læknar, að minnsta kosti kaupstaðalæknar og þó einkum Reykjavíkurlæknar, eiga hér erfiða aðstöðu og í vök að verjast vegna þessara ásókna ...8 Alþingi samþykkti frumvarpið og sú niðurstaða hlýtur að hafa glatt Katrínu og verið hvetjandi fyrir hana. Mjúk mál á Alþingi Katrín var kjörin á Alþingi fyrir Sós- íalistaflokkinn í kosningunum 1946 og sat á þingi til ársins 1949. Þar sat hún í félags- og heilbrigðismála- nefnd og sinnti helst svokölluðum „mjúkum" málum. Einn samtíðar- maður Katrínar komst svo að orði um hana að sem sósíalisti hafi Kat- rín talið „sér skylt að reyna að lækna þau mannanna mein, sem hún gat rakið til þjóðfélagslegra or- saka."9 Svo mikið er víst að Katrín studdi þá sem áttu undir högg að sækja í þjóðfélaginu, og þá einkum konur. Að því leyti fetaði hún í fót- spor föður síns. Veturinn 1946-1947 flutti Katrín breytingartillögu við fjárlög fyrir ár- ið 1947 á þá leið að Alþingi hækkaði styrk til Kvenréttindafélags íslands úr 15 þúsund kr. í 30 þúsund kr. Hún rökstuddi tillöguna með þess- um orðum: Þessi upphæð er ekki há og eng- an veginn næg fyrir félagið til þess að standa straum af sinni miklu starfsemi, en hún mundi þó nægja til þess, að félagið þyrfti ekki að draga mjög úr starfsemi sinni, þó að ýmis nýmæli, sem það hefur á prjón- unum, geti ekki komizt til fram- kvæmda. Það þjóðþrifarstarf, sem Kvenréttindafélag íslands hefur unnið, hefir hæstv. Alþ. fyrir löngu viðurkennt með því að veita félaginu styrk til starf- semi sinnar. Rök Katrínar komu að litlu gagni og þingheimur felldi tillöguna.10 Frumvörpin þöguð í hel Á sama þingi var Katrín flutnings- maður frumvarps til laga um dag- heimili fyrir börn innan skóla- skyldualdurs, þ.e.a.s. um aðstoð ríkis- og sveitarfélaga við uppeldi barna á þessum aldri. Katrín fylgdi frumvarpinu úr hlaði með því að benda á að aðeins tvö dagheimili starfi í Reykjavík, hvorugt rekið af hinu opinbera og anni þau engan veginn eftirspurn. Sl£k dagheimili væru nauðsynleg í nútímaþjóðfé- lagi til að koma í veg fyrir van- rækslu á börnum þegar þau væru hvað næmust fyrir utanaðkomandi áhrifum. Hún sagði að vegna breyttra lifnaðarhátta þjóðarinnar og ört vaxandi bæja er svo komið, að uppeldisskil- yrði víða í kaupstöðum, en þó einkum hér í Reykjavík, eru orð- in svo slæm, að með öllu er óvið- unandi og ekki annað sýnna en stefnt sé í voða, ef ekki er að gert. Og horfur eru á, að fremur muni ástandið versna en batna, ef látið er skeika að sköpuðu. Pá benti Katrín á að íbúðir væru smærri í þéttbýli en dreifbýli sem bitnaði ekki síst á leikaðstöðu barna. Lítið væri um afgirta leikvelli með gæslu í höfuðborginni og börnin leituðu þess vegna á göturn- ar og bryggjurnar sem væru hreinar slysagildrur fyrir þau. Auk þess væru börnin auðveld bráð fyrir kynferðisafbrotamenn en Katrín sagði áleitni slíkra manna á börn vera meiri en flestir gerðu sér grein fyrir (trúlega talar Katrín hér af reynslu sem barnalæknir). Allt þetta sagði hún valda mæðrum áhyggjum og erfiðleikum og vera bindandi fyrir þær. Að mati Katrín- ar voru dagheimili þess vegna sér- stakt hagsmunamál fyrir konur. Samkvæmt frumvarpinu átti ríkið að greiða tvo fimmtu stofnkostnað- ar en viðkomandi bæjar- og sveitar- félög þrjá fimmtu. í Reykjavík skyldi byggja tvö dagheimili á ári en eitt í kaupstöðum utan höfuð- borgarinnar þar til leyst hefði verið úr þörfinni.11 Frumvarpið var kynnt fræðslumálastjóra, barnaverndar- ráði Reykjavíkur og Barnavinafélag- 38 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.