Sagnir - 01.04.1990, Side 53
„Hann fékk bók en hún . . ."
af úrtakinu í rannsókninni. Að hans
mati er hlutur kvenna of lítill til að
hægt sé að álykta eitthvað um
vinnu stúlkna og uppeldi.’ Hann
kyngreinir þess vegna ekki störf
barna á þessu tímabili og talar ekki
um aðalstarf stelpna sem var barna-
gæslan. Þessi grein er því hugsuð
sem nokkurs konar viðbót við grein
Guðmundar. Ég mun bregða upp
lifandi myndum af vinnu og upp-
eldi stúlkubarna og reyni að sýna
fram á að hún hafi í mörgu verið
ólík því sem strákar áttu að venjast.
Heimildirnar sem ég nota eru
þær elstu sinnar tegundar hér á
landi. Það eru ekki nema 110 ár síð-
an skriftarkennslu var komið á og
eru ritaðar heimildir íslenskra al-
þýðukvenna ekki miklar fyrir þann
tíma. Með vali mínu á heimildum
fer ég ákveðna leið og með því að
nota minningarrit kvenna tel ég að
viðhorf þeirra sjálfra komi best
fram.
Uppeldi strdka og stelpna
I samfélagi sem var svo til skóla-
laust má segja að nær allt uppeldi
hafi farið fram á heimilunum. Flest
börn í íslenskum sveitum hófu
starfsævi sína á snúningum á heim-
ilum. Aðallega voru þetta smástörf
sem auðveldað gátu fullorðnum
sporin, matarsendingar á engi,
kúarekstur og sendiferðir eftir
ýmsu smálegu.
Halldóra Bjarnadóttir (f. 1873) í
Vatnsdal segist hafa verið látin
vinna öll þau verk sem þóttu hæfa
ungu barni s.s. að fara með mat á
engjar, sækja hross og reka kýr.
Sonur vinnukonunnar annaðist
þessi verk líka. Halldóra bætir því
við að hún hafi einnig þurft að
sinna innivinnu, sópa göngin, tæja
ull, vinda hnykla og ýmislegt smá-
legt. Ekki fylgir frásögninni að son-
ur vinnukonunnar hafi tekið þátt í
þessum störfum.4
Vinna íslenskra sveitabarna
fylgdi ákveðinni hringrás og hverri
árstíð fylgdu ákveðin störf. „Vorið
var tími sauðburðar og fráfærna,
sumarið hjásetu og heyvinnu,
haustið fjárrags og ullarvinnu, vet-
urinn tími innivinnu og fjár-
mennsku, og svo verferða þar sem
Börn við Ueyskap.
um slrkt var að ræða." Hjásetan var
það starf sem með réttu gat kallast
barnavinna í sveitum á 19. öld. Hjá-
setan fólst í því að gæta mjólkur-
ánna eftir fráfærur og smala þeim til
kvía kvölds og morgna. Víðast hvar
hófst hjásetan í lok júní. Algengast
var að börn byrjuðu að sitja hjá án-
um um átta ára aldur.3
í mörgum frásögnum kemur
fram að átta ára aldurinn markaði
þau skil að börnin fóru að vinna
ákveðin verk sem þau báru ábyrgð
á og voru látin sæta refsingum ef
þau sinntu þeim ekki nægilega vel.6
Þó að hjásetan hafi verið aðalstarf
barna í sveitum tel ég að það hafi
oftar komið í hlut drengja að sitja
hjá ánum. Sigríður Bjömsdóttir (f.
1891) talar um að hjáseta hafi oftast
komið í hlut drengjanna. Hún
minnist nokkurra daga er hún fékk
að fara með bræðrum sínum og
hafði gaman af. Ennfremur segir
hún að aðalstarf sitt sem barn hafi
verið að gæta yngri systkina sinna.7
Að gæta barna og hjálpa til við inni-
störf voru störf sem stelpur sinntu
nær eingöngu umfram stráka.
Þannig segir Gunnþórunn Sveins-
dóttir (f. 1885), að um leið og krakk-
arnir gátu eitthvað hafi þau verið
látin hjálpa til við verkin. Hún segir
að það hafi komið í hlut elstu
stelpnanna að gæta yngri systkin-
anna. Tveir elstu bræður hennar
voru látnir sinna skepnunum en
þær systurnar áttu að hjálpa móður
þeirra í bænum. Þegar búið var að
borða hafi þær systur borið fram
ílátin og þvegið þau upp.8
Guðrún Borgfjörð (f. 1856) var sex
ára þegar Klemens bróðir hennar
fæddist. Hún þurfti að gæta hans
og leiddist það mjög. Hún var átta
ára gömul þegar hún fór að hjálpa
móður sinni með ýmislegt, aðallega
gætti hún þó bræðra sinna meðan
móðir þeirra var úti á túni.9
Guðrún Guðmundsdóttir (f.
1863) á Hornafirði segir svo frá:
Sumarið, sem ég var á fimmta
árinu, átti ég að gæta Bergs bróð-
ur míns, sem þá var fárra
vikna . . . Mér fannst, að Guð-
mundur bróðir minn ætti að að-
stoða mig við barnagæzluna, en
var þá svarað því, að strákar
ættu aldrei að passa börn. Ég var
því alltaf inni, þegar fullorðna
fólkið var úti, og orgaði oft af
leiðindum.
Á meðan Guðmundur, sem var
tveimur árum eldri en systir hans,
og vinir hans léku sér á túninu,
varð Guðrún að sitja álengdar og
horfa á. Hann sagði, „ að það væri
skömm fyrir mig að leika mér við
stráka. "
SAGNIR 51