Sagnir - 01.04.1990, Page 55

Sagnir - 01.04.1990, Page 55
„Hann fékk bók en hún . . Guðrún Borgfjörð var ein þeirra stúlkna sem leiddist tnjög barttagæsla. Ekki varþó um attttað að ræða en gera það sem hefðir buðu. Barnagæsla var það starf setn ætlast var til að stelpur sinntu. Halldóra Bjarnadóttir var sár yfir hlutskipti síttu í lífinu. Henni leiddist að vera stúlka og öfttndaði piltana sem fengu að læra. fann svo mikinn mun á aðstöðu karla og kvenna strax þegar eg var kornung. Eg man eftir því hvað mér sveið það oft er eg og bróðir minn höfðum staðið sam- an daglangt við útivinnu og er við komum inn varð eg að fara að vinna áfram en hann settist við lestur ... 20 Bríet minnist þarna á undirokun og segist hafa fundið fyrir henni strax í æsku. Þetta sýnir vel að uppeldið miðaði að því að gera stelpur undir- gefnar og auðmjúkar. Vinnan göfgar konuna Augljóst er að uppeldi stráka og stelpna var ekki það sama og þau voru ekki látin vinna sömu störf. Guðrún Benediktsdóttir (f. 1895) á Eskifirði segir: Við systurnar vöndumst öllum venjulegum heimilisstörfum í uppvextinum, en þar sem engir drengir voru á heimilinu get ég ekki borið saman uppeldi drengja og stúlkna á mínu æsku- heimili. Pó vissi ég ekki til, að drengir væru látnir þvo gólf eða vaska upp eða sinna öðrum heimilisstörfum á þessum tím- um. Það kom ekki til greina þar sem var vinnukona, og væru dætur á heimilum, voru þær látnar fara í þau störf. Þetta var siður og þótti ekki umtalsvert.21 Stefanía Ferdinandsdóttir (f. 1873) segir í grein sinni um Hafnarheimil- ið um 1890 að á heimilinu hafi verið tvær unglingsstúlkur og hafi þeirra verk verið á vetrum, „að sópa bæinn og þurrka upp, ef eitthvað fór niður; ennfremur . . . að skipt- ast á að strokka fyrir eldhússtúlk- una og slá upp brauð, en þau voru öll maskínubökuð." Einnig önnuð- ust þær tóvinnu.22 Það skipti auðvitað miklu máli hvernig heimilin voru samsett. Sveinbjörg Sveinsdóttir (f. 1882) var t.d. látin sinna útivinnu strax á barnsaldri. Hún missti snemma móður sína og ólst upp hjá föður sínum og stjúpu. Öll eldri systkinin voru farin að heiman og hún því eina barnið á bænum. Faðir hennar var heilsutæpur og lenti því á henni að gefa skepnunum og að stinga út úr útihúsum sem varla gat talist barnaverk. Einnig sá hún um smalamennsku og bar allt vatn í bæ og gripahús sem var erfitt verk. Sveinbjörg gekk að slætti með föður sínum og varð því að fara á fætur kl. 4-6 að morgni. Meðan faðir hennar svaf og hvíldi sig um miðjan dag, hélt vinnan áfram hjá Svein- björgu. Stjúpan fann henni alltaf eitthvað að gera. Það var oft þreytt lítil stúlka sem lagðist til svefns að kvöldi. Ekki gafst mikill tími til leikja og ef nágrannabörn komu í heimsókn var hún ávallt minnt á það að lífið væri ekki eintómur leik- ur. I þessu tilfelli skipti auðvitað mestu máli hve fáir voru á heimili. Sveinbjörgu þótti mikill munur þegar faðir hennar tók kaupamann viku og viku í senn. Þótti undarlegt að faðir hennar tæki ekki vinnu- mann því hann þótti vel stæður. Það má láta sér detta í hug að hon- um hafi ekki fundist það nauðsyn- legt þegar Sveinbjörg gat unnið öll verk sem þurfti!23 Til að skilja mikilvægi vinnunnar í uppeldi barna er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeim hugmynd- um sem fólk hafði. Börn sem lærðu ekki vinnusemi voru talin illa stödd og það álitin skylda foreldranna að innræta börnunum gildi vinnunn- ar.24 Bræður mínir fengu að gera svo margt sem okkur stúlkunum var SAGNIR 53

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.