Sagnir - 01.04.1990, Síða 56

Sagnir - 01.04.1990, Síða 56
Steinunn V. Óskarsdóttir Herdís Andrésdóttir (1858-1939) kveður um þau fjölmörgu störf sem hún vann um ævina: Löngum hef að lömbum gáð, leitað, týnt og fundið, rétt í höföld hvítan þráð hespað, spóiað, undið. Eg hef frammi í klettakór kindur sótt og rekið, mjólkað kýr og mokað flór, moð úr básum tekið. Ullina hef eg tíðum tætt, úr togi glófa unnið, svo hef eg líka sokka bætt, saumað, prjónað, spunnið. Stúrin hef eg starað í glóð, steikt af þorski roðið, bæði vélar við og hlóð verkað mat og soðið. Til að hefta hungursnauð hef eg þorskhaus rifið, strokkað rjóma, bakað brauð, búr og eldhús þrifið. Lúið hef eg bakið beygt, bundið stundum heyið, malað kornið, kjötið steikt, keflað lín og þvegið. Vetur, sumar, vor og haust varð eg öðrum þjóna, sagnakverið lét ei laust, las við rokk og prjóna. Þó að stundum þætti neyð þetta við að stríða, úti á kaldri lagarleið var lært að vinna og hlýða. Þó gæfist mér ei gull í mund og grátt mig leiki þörfin, eg hef marga yndisstund átt við hversdagsstörfin. Ólína og Herdís Andrésdætur: Ljóðmæli, Rv. 1982, 303-308. bannað. Þeir máttu lesa og skrifa þegar þeir voru ekki að vinnu ut- anhúss en við urðum aftur á móti að prjóna, spinna, kemba, búa til mat, gera að fatnaði þeirra og okkar sjálfra . . . Ótal bönn lágu líka við skemmtunum sem drengjunum leyfðust óáreittum. Við máttum ekki einu sinni renna okkur á skautum, heldur ekki á skíðum o.s.frv. Við máttum ekki ríða einar út á hesti — það var ókvenlegt! Við feng- um aðeins að stjana við bræð- urna, búa um rúmin þeirra og vera þeim til þénustu og hlutum skömm fyrir.25 Stúlkur voru aldar upp til þess að vinna ákveðin störf og fyrir þeim flestum lá að verða vinnukonur í lengri eða skemmri tíma. Það sama gilti auðvitað um stráka þ.e. þeir voru aldir upp til að sinna ákveðnum karlaverkum. Það var hinsvegar meira hugsað um að inn- ræta stúlkum auðmýkt og undir- gefni, því það var álitið þeim fyrir bestu. Það voru þeir eiginleikar sem komu húsbændum vinnu- kvennanna best og þar með öllu samfélaginu. „Að koma ull í fat og mjólk í mat " Kvennfólki ríður mikið á að læra, að hirða vel um þá, er það þjónar, einkum skófatnað fjár- manna og ferðamanna; líf og heilsa þeirra getur verið í veði fyrir slæman útbúnað á höndum og fótum; eins og að hirða vel og skynsamlega um sjúka, sem opt útheimtir armæðu, vökur, þolin- mæði og lagvirkni með ná- kvæmri aðhjúkrun og hressandi samræðum. Sú, sem er fljót og lipur við allt þetta verður góð kona, henni verður sýnt um góða meðferð á börnum, verður þrifin og umhyggjusöm, góð- lynd og iðjusöm. Kvennfólk þarf að læra almenn matarverk . . ,26 Þessi orð sýna vel hvernig fyrir- myndarstúlkan átti að vera. Upp- eldi stúlkna átti að miða að því að gera þær að undirgefnum eiginkon- um og mæðrum. Það kemur víða fram að stelpum væri nær að prjóna eða sinna heimilisstörfum en að gefa sig að lestri. Lærdómurinn gerði það eitt að tefja þær frá vinn- • 27 unm. Konur áttu samkvæmt þessu að vera auðmjúkar þjónustur karl- anna. Ef konan þjónaði ekki nógu vel gat líf og heilsa karlmannsins verið í húfi. Ef auðmýktareiginleik- inn var ræktaður upp í stúlkum var líklegra að þær yrðu meðfærilegri sem vinnukonur og húsmæður. Auðmjúk og undirgefin vinnukona var ólíkt eftirsóttari en sjálfstæð og ákveðin. Piltum var oft komið í læri en sjaldan stúlkum. Viðkvæðið var að þær þyrftu ekki menntunar við, nóg var að þær kynnu að elda graut. Ef stúlkum var komið í læri var það oftast til að læra „knipl- baldríngu" eða aðrar hannyrðir og saumaskap. Þannig segir Guðrún Borgfjörð að sér hafi verið komið fyrir til að læra að sauma. Hún öf- undaði Finn bróður sinn mikið, sem fékk að ganga í Latínuskólann og gat lesið alla daga. Guðrún reyndi að lesa allt sem hún komst í og hafði gaman af bókum. Oft fékk hún þó óþökk fyrir lesturinn og ávítaði móðir hennar hana og sagði að henni væri nær að sauma eitt spor en að liggja alla daga í bókum. Þegar Kvennaskólinn tók til starfa hafði Guðrún mikla löngun til að fara í hann. Móður hennar fannst hins vegar að hún gæti ekki misst hana frá verkum allan daginn svo ekkert varð af náminu.28 Halldóra Bjarnadóttir segir, að hún hafi þráð að ganga menntaveg- inn og fara í Latínuskólann. Hún segist hafa öfundað piltana og leiðst að vera stúlka.29 Það kemur víða fram að stúlkur hafi óskað þess heitt að hafa fæðst sem strákar t.d. hjá Guðrúnu Borgfjörð sem telur það hafa verið sína óheppni í lífinu að hafa fæðst kvenkyns.30 Steinunni Þórarinsdóttur langaði mikið til að læra eitthvað „og hvað gat það annað verið en saumaskap- 54 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.