Sagnir - 01.04.1990, Page 62

Sagnir - 01.04.1990, Page 62
Óskar Bjarnason og Unnur Karlsdóttir kirkjugrið. Tillögurnar fengu ekki lagagildi hér á landi en sama ár skrifaði nýbakaður hirðstjóri, Páll Stígsson, konungi bréf og ítrekaði óskir sem hann segir vera frá fs- lendingum sjálfum um löggjöf til að draga úr ólifnaði í landinu.5 Arið 1563 ítrekar hann enn sömu óskir í bréfi til konungs og leggur til í leið- inni að veitingavald biskupa á prestaköllum verði af þeim tekið. Konungi hefur verið farið að leiðast þófið og með bréfi 20. mars 1563 lögleiddi hann „Kaldangursrecess- i n n" á íslandi og tók fram í leiðinni að dauðadómur lægi við sifjaspell- um.6 íslendingar voru sem fyrr ekki ánægðir með recessinn og föstu- daginn 30. júní 1564 settust 24 lög- réttumenn niður við Öxará og sömdu um siðferðismálin sín eigin lög: Stóradóm. Ástæðuna segja þeir þá að hér þótti suo storlig þorf og naudsyn aa vera saker þeirrar ohæfu og for- dæduskapar sem suo margann hender opt og osialdann ár epter ár mest saker hegningarleysis, sem Gud forbetri . . . Hér var ekki um að ræða neina bráðabirgðalausn því dómurinn skyldi standa „vm aldr og æfe fyrir allt folck aa Jslande, alna og oborna, karlmenn og konr."7 Ekkert bendir heldur til þess að konungur hafi gert uppkast að Stóradómi eða lög- réttumennirnir hafi ekki samið hann sjálfviljugir enda kvörtuðu ís- lenskir embættismenn ekki undan honum næstu áratugi þótt þeir leyfðu sér að kvarta undan verald- legu vafstri og ágirnd presta svo dæmi sé nefnt.8 í Stóradómi kemur fram að semjendur hafi verið til- nefndir af „erligum og velburdug- um monnum" lögmönnunum Páli Vigfússyni og Eggerti Hannessyni en „þann heidurligi. velburduge og hattaktadi hofudzmann Pall Stigs- son konglig maiestetz bijfalnings- mann yfer allt Jsland hafdi hier doms aa bedizt af logmonnunum."9 Konungur undirritaði síðan plaggið árið eftir og þar með öðlaðist Stóri- dómur lagagildi. I stuttu máli: íslendingar fréttu af nýjum siðferðislögum í Danmörku 1558 eða 59 þar sem dómsvaldið var fært til veraldlegra ráðamanna og refsingar hertar að mun. Ymsir em- bættismenn hér, þar á meðal hirð- stjórinn og lögmennirnir báðir, voru áfram um að fá svipaðar um- bætur á íslandi en kennimönnum leist ekkert á breytingarnar. íslend- ingar höfnuðu dönsku lögunum óbreyttum en sömdu að beiðni hirðstjórans ýtarleg lög í svipuðum anda sem konungur undirritaði árið eftir. Konungur og íslenskir em- bættismenn virðast því hafa verið samstíga um setningu Stóradóms og þær breytingar sem hann hafði í för með sér. „Karlmenn höggvist en konur drekkist" Nafnið „Stóridómur" er ekki til- komið vegna þess að hann hafi verið svo hræðilegur, heldur vegna þess hve langur hann var og ýtar- legur. Hann er einnig þekktur í heimildum sem „Langidómur" eða „Alþingisdómur hinn stóri". Hann var að vísu byggður á gömlum kaþólskum lögum en fól í sér nýj- ungar sem áttu eftir að reynast mörgum örlagaríkar. Byltingarkenndasta nýjungin var sú að þeir sem urðu sekir um alvar- legustu sifjaspell hefðu „fyrirgjört lífinu. Karlmenn höggvist en konur drekkist" eins og komist var að orði. Hér er ekki ætlunin að telja upp öll ákvæði laganna en til að gefa hugmynd um strangleikann og nákvæmnina skulu hér taldar upp þær 17 konur sem karlmaður mátti ekki samrekkja ef hann vildi halda lífinu. Þulan er sótt í Kristnirétt Hýðing í itppsigl- ingu. Staflýsing lir Jónsbókarhandriti frá byrjun 17. aldar. 60 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.