Sagnir - 01.04.1990, Síða 64

Sagnir - 01.04.1990, Síða 64
Óskar Bjarnason og Unnur Karlsdóttir ástæðan fyrir innleiðingu Stóra- dóms sé aðeins sú sem kemur fram í framangreindum bréfum og dómnum sjálfum: Að yfirvöldum hafi allt í einu um miðja 16. öld þótt nóg komið af óskírlífi og siðspill- ingu Islendinga og ákveðið að grípa í taumana áður en þjóðin sleppti gersamlega fram af sér beislinu. Málið verður að skoða í víðara sam- hengi. Siðaskiptin í Norður-Evrópu höfðu í för með sér stóraukin völd ríkisins á kostnað kirkjunnar. Þjóð- höfðingjar urðu æðstu yfirmenn hennar og hún missti hluta eigna sinna, tekjustofna og allt dómsvald. Áratugina eftir siðaskipti hafði Danakonungur skipulega sölsað undir sig eignir og tekjulindir kirkj- unnar, ekki bara á íslandi heldur í öllum sínum löndum. Hann hafði eignað sér allar klaustuajarðir og öðlast þar með um 15% allra jarð- eigna á íslandi, gert upptækt gulþ silfur og dýrgripi í eigu íslenskra biskupsstóla og klaustra að jafngildi um 12500 kýrverða og tekið til sín um helming biskupstíundar.13 Par að auki var árið 1563 dregið úr völd- um kirkjunnar með því að færa veitingavald prestakalla frá biskup- um í hendur lénsmanna konungs (sbr. bréf Páls Stígssonar hér að framan).14 Fimmtán árum eftir setn- ingu Stóradóms tók konungur til sín allan gjaftollinn, nefskatt sem áður hafði að hálfu runnið til kirkju sem árlegt aflátsgjald.15 Átta árum síðar var kirkjuþingið lagt niður.16 Páll Stígsson hirðstjóri sem hvatti manna mest til strangari siðferðis- löggjafar átti ríkan þátt í og jafnvel frumkvæði að mörgum þessum breytingum. Með Stóradómi fluttist dómsvald í siðferðismálum frá kirkju til konungs og þar með allur sá sakeyrir sem því fylgdi. Konung- ur fékk þó ekki allt sektarféð, sýslu- menn fengu þriðjapart og sömu- leiðis höfuðsmaður en hlutur þeirra hefur þó að hluta runnið til kon- ungs í gegnum afgjöld embætt- anna. Páll E. Ólason hefur reiknað út að tekjur konungs af sakeyri frá íslandi hafi náð 422 ríkisdölum á einu ári (1596-97) sem jafngildir yfir 100 kýrverðum.17 Mestur hluti sak- eyrisins var fyrir skírlífisbrot. Þannig var Stóridómur liður í margþættum aðgerðum konungs og embættismanna hans til að brjóta niður völd kirkjunnar og komast yfir tekjulindir hennar. En er þá komin full skýring á öllu sam- an? Kenningar Lúthers Ýmis atriði í dómnum er ekki hægt að skýra eingöngu með græðgi kon- ungs. Það á við um ákvæðin um vandarhögg og húðlát og að við þriðja hórdómsbroti skyldu eignir hins dauðadæmda falla í hendur löglegum erfingjum. í inngangi sjálfs Stóradóms rita hneykslaðir lögréttumenn um „óhæfu", „for- dæðuskap" og „hegningarleysi" en er þetta siðvendnishjal ekkert ann- að en yfirvarp? Það virðist þrátt fyrir allt að „eigna [megi] versleg- um yfirvöldum einhverja um- hyggju fyrir kórréttu siðferði"18, að semjendum dómsins hafi í raun og veru gengið það til að stemma stigu við skírlífisbrotum. Þá á eftir að svara því af hverju þessi áhugi kviknaði einmitt á þessum tíma og af hverju þessar hörðu refsingar komu til. Þetta var jú ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld, andleg eða veraldleg, reyndu að stjórna kynlífi þegna sinna. Davíð Þór kemst að þeirri niður- stöðu að „rök fyrir slíkri refsiat- höfn, sem í Stóradómi er að finna, mátti og má sækja beint í röksemdir Lúthers."19 Lúther gaf veraldlegum yfirvöldum fullt umboð til að halda uppi lögum og reglu. Þau skyldu líka ákveða hvaða aðferðum væri beitt og dauðarefsingu var ekkert til fyrirstöðu, ef luin gæti stuðlað að aukinni löghlýðni. Lúther lagði þunga áherslu á að kynlíf utan hjónabandsins væri gegn vilja guðs og reyndar stýrt af sjálfum djöflin- um, óvini hjónabandsins. Þessar kenningar eru reyndar þekktar úr kaþólsku en Lúther leit hórdóms- brot óvenjulega alvarlegum augum og taldi það mesta þjófnað sem hægt væri að fremja.20 Hann hvatti, með tilvísun í gamla testamentið, til dauðarefsingar fyrir þessa yfirsjón ef saklausi makinn kærði sig ekki um að fyrirgefa þeim synduga: Spyrjirðu þá hvað gera skuli við hinn seka sem getur ef til vill ekki einu sinni lifað í hreinlífi upp frá því. Svar: Til þess setti Guð þau lög að grýta skyldi hór- konur og -karla að slík spurning væri óþörf. Hið veraldlega sverð og yfirvald skal sem sagt deyða hinn seka því sá sem brýtur sitt hjónaband hefur saurgað sjálfan sig og er fyrirlitinn sem dauða- dæmdur væri.21 Þessar hugmyndir hljóta að vera forsenda refsinga við hórdómi og lauslæti en svipaðar hugmyndir voru einnig við lýði í kaþólskunni og meira að segja var hjónabandið meðal sakramentanna (þ.e. heilagt) og órjúfanlegt. Siðskiptamenn litu hinsvegar á það sem veraldlegt fyrirbæri og leyfðu skilnað í vissum tilfellum. Auk þess er augljóslega ekki hægt að skýra aukna refsi- hörku við sifjaspellum með tilvísun í kenningar um hjónabandið. Það verður því að leita víðar að orsök- um aukinnar refsihörku en í hug- myndir siðskiptafrömuðanna um hjónaband, kynlíf og valdsvið ríkis og kirkju. Áttavilltur múgur d meginlandinu Um miðja 16. öldina var refsiharka að aukast bæði í löndum kaþólskra og mótmælenda. Þetta birtist helst í aukningu dauðarefsinga og skírlíf- isbrotin voru þar ekki undanskilin. Þetta kemur ekkert á óvart þegar litið er á pólitískan og hugmynda- legan óróa áratugina á undan. Tug- ir trúarleiðtoga komu fram á sjónar- sviðið með mismunandi guðfræði- kenningar og fengu fjölmarga áhangendur. Margar þessara hreyf- inga voru ekki aðeins trúarlegar heldur líka pólitískar og sumar all herskáar. Þær áttu það allar sam- eiginlegt að hræða bæði lúthersk og kaþólsk yfirvöld sem ofsóttu þær grimmilega. Árið 1534 fengu yfir- völd forsmekkinn að því sem gæti gerst í trúar- og þjóðfélagsbyltingu: I borginni Munster í Þýskalandi yfirtók róttæk trúarhreyfing borgar- stjórnina og kom á nokkurs konar kommúnísku samfélagi. Uppreisn- 62 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.