Sagnir - 01.04.1990, Side 72
Birgir Jónsson
Mynd 1 Hlutfall tekjustofna
eftir efnahag prestakalla 1854.
lOOSg t
90S -
Rík mðlungs Fótœk Prestseturs
leus
Skýringar: 1: tekjur af jörðum og hlunnindum. 11: tekjur af prestsetri. 111: tekjur af prestsverkum.
Myndin er byggð á athugun á tekjum 16 prestakalla 1854, 4 ríkum: Breiðabólsstað í Fljótshlíð, Httardal,
Staðarstað og Grenjaðarstað. 4 miðlungs: Skorrastöðum, Torfastöðum, Mosfelli og Mælifelli. 4 fátækum:
Miðgörðum, Sandfelli, Stað í Aðaldal og Sólheimaþingum, og 4 prestseturslausum: Grundarþingi, Mý-
vatnsþingi, Miðdalaþingi og Kirkjubóli. — Heimild: Ólafur Pálsson: „Brauðamat á íslandi 1854".
á ári, fjögur miðlungsrík (200-400
ríkisdalir), önnur fjögur fátæk (0-
200 ríkisdalir) og loks fjögur sem
höfðu ekkert prestssetur. Ahersla
var lögð á að úrtakið væri lýsandi
fyrir prestaköll almennt.
Hjá ríku prestaköllunum var
hlutur jarðeigna og hlunninda í
tekjunum stærstur. Hlunnindi voru
þó aðeins lítið brot og miklar jarð-
eignir því aðalástæða þess að
prestaköll voru rík. Aðaltekjulind
miðlungsríku, fátæku og prestsset-
urslausu prestakallanna voru
prestsverk. Pau voru jafnframt eina
tekjuuppspretta prestsseturslausu
prestakalianna. Athyglisvert er að
því ríkari sem prestaköllin voru, var
hlutur jarðeigna og hlunninda
meiri í tekjunum. Með prestsverkin
var þessu alveg öfugt farið. Eftir því
sem brauðin voru ríkari þeim mun
minni var hlutur prestsverkanna í
heildartekjunum.
Fátæk og rík brauð
Við athugun á brauðamatinu frá
1854 vöktu tvö atriði nokkra athygli.
Hið fyrra er að ekki var merkjanleg-
ur munur á tekjum ríku og miðl-
ungsríku brauðanna af prestssetr-
unum. Tekjur þeirra af þeim voru
yfirleitt á bilinu 40-60 ríkisdalir.
Aðeins eitt prestakall af átta skar sig
að þessu leyti úr. Pað var í raun
vellríkt en samt með svipaðar tekjur
af prestssetrinu og fátæku brauðin.
Fátæku brauðin voru yfirleitt með
um helmingi lægri tekjur af setrinu
en flest miðlungsríku og ríku
brauðin. Af þessu má draga þá
ályktun að prestssetrin hafi að jafn-
aði ekki gefið meira af sér en 60 rík-
isdali árið 1854. Einnig er ljóst að
fátækum prestaköllum fylgdi rýrt
prestssetur.
Það sem einnig vakti athygli, er
að miðlungsríku prestaköllin höfðu
hærri tekjur af prestsverkum (í rík-
isdölum) en þau sem ríkari voru. Á
því kann að vera sú skýring að
prestar sem þjónuðu miðlungs
prestakalli hafi verið harðari inn-
heimtumenn en þeir sem þjónuðu
ríkum. Hlutdeild prestsverkanna í
tekjum ríku prestakallanna var það
lítil að prestum þeirra hefur að lík-
indum ekki þótt taka því að vera
harðir við innheimtuna. Það hefur
hins vegar skipt máli fyrir miðl-
ungsríku prestaköllin, þar sem
prestsverkin voru aðaltekjulind
þeirra. Svipað gilti í raun um fá-
tæku brauðin og engin ástæða er til
að ætla annað en að þar hafi prestar
verið harðir innheimtumenn. En fá-
tæk brauð voru fátæk. Því er líklegt
að vegna örbirgðar hafi prestar þar
einfaldlega ekki náð að skrapa sam-
an fleiri skildingum af sóknarbörn-
um sínum. Af framansögðu leiðir
að kirkjan hefur ekki verið eins
mikill baggi á sóknarbörnum ríku
brauðanna eins og miðlungsríku
eða fátæku brauðanna.
Segja má að efnahagsleg velferð
flestra presta hafi ráðist af gæðum
landsins og duttlungum náttúrunn-
ar. Vont árferði hafði jafnslæm áhrif
á afkomu presta og bænda. Á slík-
um árum áttu bændur oft erfitt með
að greiða prestinum það sem hon-
um bar. Prestarnir sáu sjálfir um
innheimtuna og héldu margir
þeirra því fram að vegna miskun-
semi einstakra presta eða tregðu
sóknarbarna til að greiða hafi tekjur
af sóknum rýrnað töluvert.12 Magn-
ús Blöndal Jónsson segir í endur-
minningum sínum að á meðan faðir
hans hafi þjónað Skarðsþingum, frá
1873 til 1891, hafi í raun aðeins
verið ein orsök fyrir fátækt fjöl-
skyldunnar. Hún var sú að faðir
hans sem var „einn hinna gömlu
presta" hirti ekki um „að innheimta
preststekjur sínar nema þær væru
færðar honum upp í hendurnar."13
Ýmis vandamál komu því upp í
tengslum við innheimtu. Afkoma
bænda gat brugðið til beggja vona
og sumum prestum hefur kannski
þótt betra að halda friðinn en eiga í
útistöðum við einstaka bændur.
Erfiðleikar af einhverju tagi komu
jafnan verst niður á fátækustu
prestunum. Árið 1786 missti Ref-
staðasókn til dæmis prest sinn fyrir
örbirgðar sakir. Eftir nokkurt þref
var öll sóknin síðan með konungs-
bréfi lögð undir Hofskirkju.14 Á síð-
ari hluta 18. aldar og í byrjun þeirr-
ar 19. kom nokkrum sinnum fyrir
að prestaköll væru lögð niður eða
sameinuð öðrum. Á sama tíma
virðist sem munur á tekjum presta
hafi farið minnkandi. Fátækum
prestaköllum fækkaði og miðlungs-
prestaköllum fjölgaði. Árið 1737 var
mikill munur á tekjuhæstu og
tekjulægstu brauðunum. Tuttugu
ríkustu brauðin höfðu þá níu sinn-
um hærri tekjur en tuttugu fátæk-
ustu brauðin. Rúmri öld síðar hafði
bilið minnkað nokkuð. Þá fengu
tuttugu tekjuhæstu brauðin
70 SAGNIR