Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 76
Jón Ólafur ísberg
Lítið hefur breyst hjá höfðingjunum frá því að
Hannes Pálsson skrifaði þessa lýsingu.
Lýsing Hannesar Pálssonar hiröstjóra á íslenskum höföingjum 1425
En þeir, sem álitnir eru höföingjar á landi lands og þjóðar né skeyta nokkru, þótt aðrir
þessu, eru heimskulega auöginntir með steypist í glötun og tortímingu, meðan þeir
bænum, drykk og mútum, en samt 'sem áður sjálfir geta giniö yfir nýjum og áður óþekktum
trúir hin einfalda og fátæka alþýða þeim og drykkjuskap og svalli, en við þaö gleðjast
lætur blekkjast. Þeir stuðla hvorki að nytsemi þeir mjög. (íslenskt fornbréfasafn)
eðlilegt er, og einnig milli bæja í til-
teknum héruðum. Nákvæmlega
það sama gilti í sjávarútvegi. Allar
verstöðvar höfðu ákveðin mið og
ekki var veitt utan þeirra, nema
e.t.v. í undantekningartilfellum, og
allra síst á miðum nágrannaver-
stöðvanna.
Þannig var öllu skipt í ákveðin
svæði, ekki bara milli fjalls og fjöru
heldur einnig miðunum. Nýting
landsins, sjávarins og afréttanna,
var síðan ákveðin af þeim sem áttu
landið. Yfirstéttin var fámenn, 5-
10%, og á 15. öld má telja fullvíst að
hún hafi átt um 90% jarðeigna í
landinu. Til yfirstéttarinnar töldust
bæði andlegir og veraldlegir valds-
menn og fylgifiskar þeirra. Gera má
ráð fyrir ákveðnu hlutfalli „stuðn-
ingsmannaliðs" yfirstéttarinnar
sem tileinkaði sér eitthvað af hátt-
um hennar og átti samstöðu með
henni við að halda niðri hjáleigu-
bændum og vinnufólki, og hafa af
því arð. Til þessa hóps má hiklaust
telja stóran hluta bænda, þrátt fyrir
að þeir væru leiguliðar. Röksemdin
fyrir þessu, þ.e. samstöðu landeig-
enda og leiguliða í eina stétt sem
bændur, kemur víða fram í heimild-
um, nýjum sagnfræðirannsóknum,
t.d. um sjálfstæðisbaráttuna, og
einnig benda rannsóknir félagsvís-
indamanna á stéttarvitund fólks nú
á tímum til þess sama.
Eignarhald á landi var undirstaða
auðs og valda á miðöldum. Jarðir
söfnuðust á fárra hendur og fast-
eignamarkaðurinn var skorðaður.
Ekki urðu neinar meiriháttar eigna-
tilfærslur nema við plágur, erfða-
mál, og síðar breytta stefnu stjórn-
valda.
Gera má ráð fyrir að hefðbundinn
landbúnaður hafi verið ríkjandi og
fiskveiðar aðeins stundaðar í hjá-
verkum. Með aukinni fólksfjölgun
og auknum áhrifum kirkjunnar
skapaðist meiri markaður fyrir fisk
innanlands sem utan. Sveitirnar
gátu ekki endalaust tekið við fólki
(gerum ráð fyrir að fólk hafi viljað fá
jarðir til ábúðar og stunda hefð-
bundinn búskap, þó það sé alls
óvíst þrátt fyrir að norm samfélags-
ins virðist hafa gert ráð fyrir því),
og hvað var þá óeðlilegt við að fólk
settist að við sjóinn? Yfirstéttin átti
jarðirnar og það gat engin sest þar
að nema með leyfi eigenda eða
ábúenda (eða gátu menn það á
þenslutímum?). Það er því ljóst að
sá sem átti jörðina varð að gefa leyfi
fyrir því að menn settust þar að.
Búðseta og sjávarútvegur gat ein-
ungis þrifist með stuðningi og fyrir
tilstuðlan landeigenda.
Siglingar og svarti dauði
Á 14. öld eykst verulega ásókn í ís-
lenska skreið og hún verður helsta
verslunarvaran í stað vaðmáls. Við
þetta verður gríðarleg breyting á ís-
lensku samfélagi. í stað þess að
bændur landsins sætu nokkurn
vegin við sama borð sáu þeir sem
stunduðu hefðbundin búskap auð
sinn og völd fjara út. Þeir sem réðu
yfir verstöðvunum rökuðu til sín
auðæfum og með þeim komu völd-
in. Sífellt fleira fólk settist að við
sjóinn, bæði vegna fólksfjölgunnar
og eins vegna þess að þar voru
meiri tekjumöguleikar, og líklega
var félagslegt umhverfi þar síst lak-
ara. Þetta var sú þróun sem setti
svip sinn á 14. öldina, og útgerðar-
aðallinn varð sífellt fámennari og
ríkari.
I Svarta dauða verða verulegar
eignatilfærslur á jarðeignum og
gera má ráð fyrir að landeigendur
(jafnvel leiguliðar) í landbúnaðar-
héruðum hafi fengið aukin áhrif í
sumum sjávarútvegshéruðum en
jafnframt þessu sankaði útgerðar-
aðallinn að sér fleiri jörðum. Mann-
fall í plágunni var gífurlegt, e.t.v.
50%, og svo virðist sem mannfall
hafi verið meira í landbúnaðarhér-
uðum en við sjóinn. Þetta byggist
m.a. á því að um 40 árum eftir plág-
una var nær helmingur jarða
Möðruvallaklausturs í eyði en ein-
ungis 3 af 178 jörðum Guðmundar
ríka Arasonar, sem flestar voru á
Vestfjörðum. Þessar heimildir má
raunar einnig túlka á þann veg að
sjávarútvegur hafi verið fýsilegur
kostur og því hafi menn viljað setj-
ast að við sjóinn í stað þess að húka
yfir riokkrum rollum fram í sveit.
Gera má ráð fyrir að fslendingar
hafi verið orðnir álíka margir (þó
sennilega eitthvað fleiri) um 1490 og
þeir voru fyrir Svarta dauða, en ým-
islegt hafði gerst í millitíðinni.
Utanríkisverslunin hafði lengst-
um verið í höndum Norðmanna.
Þeir komu með sína vöru og seldu,
og keyptu afurðir Islendinga, og
74 SAGNIR