Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 77
Píningsdómur 500 ára
Staðsetning hafnanna sýnir glöggt mikilvægi sjávarútvegsins og að landbúnaðarhéruðin voru afskipt með
verslun.
fóru síðan af landi brott. Hérlendis
vann yfirstéttin með kaupmönnum
sem nokkurs konar umboðsmenn
og fékk alla bestu bitana, jafnframt
sem hún hafði oftast einhvern lager
af vörum, ef í harðbakkann slægi,
og eins til að selja almenningi að
vetri til. Norðmenn voru skyldugir
samkvæmt Gamla sáttmála til að
senda sex kaupskip til landsins ár
hvert og flest bendir til að þeir hafi
yfirleitt staðið sig í stykkinu á 14.
öld. Þó að í samningnum standi að
sex skip skuli sigla árlega til lands-
ins, getur hugsanlega verið átt við
sex hafnir, þ.e. ekki hafi verið leyfi-
legt að senda öll skipin á sömu
höfnina heldur urðu þau að hafa
hvert sína höfn. Með þessu hafi átt
að tryggja að skip kæmu í alla
landsfjórðunga, hver sem útflutn-
ingurinn var og hverjir kaupanaut-
arnir voru. Fast verðlag á öllu land-
inu á öllum árstíma er svo afleiðing
af þessu. Ef þetta var raunin þá
skýrir það ýmislegt um afstöðu ís-
lendinga í verslunarmálum.
Tími skreiðarfurstanna
A 15. öld verða á þessu verulegar
breytingar. Þá hætta Norðmenn
kaupsiglingum til íslands og Eng-
lendingar koma í þeirra stað. Eng-
lendingar sóttust nær eingöngu eft-
ir fiski og hafa því líklega bara versl-
að við fiskihafnir í útvegshéruðum.
Landbúnaðarhéruð landsins sem
og landeigendur á þeim svæðum
A
hafa því verið algerlega afskiftir,
orðið þiggjendur, og átt allt sitt
undir erlendum kaupmönnum,
sem nú voru þeim andstæðir, og
innlendum skreiðarfurstum.
Bændur í landbúnaðarhéruðum
höfðu engar „duldar" tekjur og
landeigendur gátu ekki, eða vildu,
hækkað landskuldina til þess að
auka tekjur sínar. Pess í stað var
landskuld lækkuð enn frekar og
þannig komið á samstöðu meðal
bænda, sem að öðrum kosti hefðu
e.t.v. reynt fyrir sér á mölinni.
Þessi lækkun landskuldar var lík-
lega einnig vegna hækkandi launa
vinnufólks.
Skreiðarverð hafði farið hækk-
andi alla 14. og 15. öld og aukið
gróða útgerðaraðalsins verulega.
Ofan á allt þetta bættist að „aðilar í
sjávarútvegi" stóðu ekki skil á
gjöldum til samfélagsins og kóngs-
ins. Pað var í sjálfu sér ekki hags-
munamál yfirstéttarinnar að kaup-
menn borguðu kónginum skatt,
hins vegar varð það hagsmunamál
þeirra ef þeir áttu að innheimta
skattinn og skila síðan einhverju af
honum til kóngsins. En kóngurinn
var nauðsynlegur bandamaður ef
takast ætti að klekkja á nýríkum
skreiðarfurstum og ná fyrri aðstöðu
í verslun. Það sem hefur sennilega
ráðið úrslitum, um að látið var til
skarar skríða, var að verkafólkið var
ekki lengur háð landeigendum.
Hinir erlendu kaupmenn sátu hér
allt árið og nýttu sér vinnukraft
þess og veittu því vernd fyrir land-
eigendum. Pegar svo var komið var
möguleiki á að það skæri algerlega
á naflastrenginn við sveitirnar og
þorpin fengju að vaxa og dafna án
íhlutunar bænda.
Pessi þróun var andstæð hags-
munum flestra landeigenda, og
bænda almennt, og hún var einnig
að vissu marki andstæð konungs-
valdinu, sem ekki fékk þau gjöld
sem það taldi sig eiga og vanhagaði
um. Markvisst var reynt að stemma
stigu við þessari þróun en ekki var
von til að árangur næðist fyrr en
Porlákshöfn var útver á valdi bænda fram undir 1930. Þess vegna myndaðist þar ekki atvinnuskipt
þéttbýli, tækninýjungar áttu erfitt uppdráttar og Þorlákshöfn var ein síðasta verstöðin sem byggði ein-
göngu á útgerð róðrabáta.
SAGNIR 75