Sagnir - 01.04.1990, Side 82

Sagnir - 01.04.1990, Side 82
Guðjón Friðriksson Vefnaðarvörudeild Edinborgarverslunar (að öllum líkindum) um 1910. Innanbúðar eru þær Sara Þorsteinsdóttir, sem síðar varð eigandi Sokkabúðarinnar, og Hrefna Ólafsdóttir. ur þeim á framfæri. Kvennfólk þarf þó opt að fá fljóta af- greiðslu, þó það sé fátækt, það getur verið móðir, sem þarf ein- hvers með handa sjúku barni, sem hún hefur orðið að skilja eptir eitt heima ...4 Dömudeildir koma til sögu Um og eftir 1880 fór aðeins að bera á nýjum brag í verslunarháttum í Reykjavík og aukinni samkeppni. Kaupmenn sáu sér hag í því að reyna að laða kvenfólk að verslun- um með því að hafa vefnaðarvöru í sérstökum deildum þar sem þær gátu verið í friði fyrir óknyttastrák- um og fylliröftum. Mun Smiths- verslun í Hafnarstræti 18 hafa riðið þar á vaðið er hún opnaði sérstaka álnavöru- og dömudeild um 1880. Norskur kaupmaður, að nafni Matthías Johannessen, gekk enn lengra, líklega nokkrum árum síð- ar. Hann opnaði sérstaka dömubúð og réð til hennar tvær stúlkur til að afgreiða og segir Guðrún Borgfjörð að þær hafi verið fyrstu stúlkurnar í Reykjavík til þess að standa í búð. Þær voru frænkur og hétu Gabriella Benediktsdóttir (f. 1861, síðar Man- berg) og Sigríður Möller (f. 1865, síðar Blöndal).5 Fyrsta kaupkonan Árið 1887, að því er yfirleitt er talið, gerðust þau tíðindi í Reykjavík að rúmlega fimmtug ekkja, frú Aug- usta Svendsen (1835-1924), keypti sér borgarabréf og hóf eigin verslun í Reykjavík. Hún hafði verið gift kaupmanni á Austfjörðum en missti hann eftir skamma sambúð og stóð þá uppi með tvær hendur tómar og þrjú lítil börn. Hún fluttist fyrst til Kaupmannahafnar en síðan til Reykjavíkur 1886 og kom undir sig fótunum „með dæmafáu þreki, iðjusemi og hyggindum", eins og sagði í minningargrein um hana.6 Verslun hennar var glitsauma- og Kvenfatadeild Thomsensmagasíns í Hafnarstræti 20 drið 1907. 80 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.