Sagnir - 01.04.1990, Page 85

Sagnir - 01.04.1990, Page 85
Kaupkonur og búðardömur að annast slíka sölu. Pað var álitið kvennastarf og þess vegna voru það einkum eða eingöngu konur sem sáu um rekstur mjólkurbúða þegar þær tóku að myndast. Mjólk- in var gjarnan seld í umboðssölu fyrir bændur í nágrenni Reykjavík- ur eða úr eigin fjósum í Reykjavík. Um aldamót komu til sögu tveir brautryðjendur í sölu og meðferð mjólkur í höfuðstaðnum. Petta voru þeir Eggert Briem, sem setti á fót stórt kúabú í Viðey, og Stefán B. Jónsson sem varð fyrstur manna hér á landi til að gerilsneyða mjólk árið 1903.19 Viðeyjarmjólkin var eftir 1904 seld í mjólkurbúð Thomsens- magasíns en árið 1907 kom Viðeyj- arbúið upp eigin mjólkurbúð í Upp- salakjallaranum (Aðalstræti 18). Var hún sérstaklega innréttuð fyrir sölu og vinnslu mjólkur og hefur stundum verið kölluð fyrsta mjólk- urbúðin í Reykjavík.20 Tvær helstu mjólkurseljur bæjarins voru Guð- rún Björnsdóttir og Guðrún Jóns- dóttir sem lentu m.a. í blaðadeilum um hvor væri duglegri að selja.21 Sú fyrrnefnda afgreiddi í mjólkurbúð Thomsens en sú síðari í Uppsala- kjallaranum en báðar höfðu síðar mjólkursölu heima hjá sér.22 Arið 1913 voru mjólkursölustaðir orðnir 30 í Reykjavík og munu konur hafa annast söluna á þeim flestum, ef ekki öllum.23 Yfirleitt hirtu þær ekki um að fá sér borgarabréf en þó fékk Guðrún Jónsdóttir mjólkurselja eitt slíkt árið 1916. Dönsk verslunarkeðja (Carl Schepler) opnaði Smjörhúsið í Reykjavík árið 1906 og voru þar einkum á boðstólum kaffi, egg, smjör, smjörlíki og ávextir. Versl- unarstjóri fyrst í stað var Kristine Nielsen en síðan Sigríður Jóhanns- dóttir.24 Fjórir flokkar kaupkvenna Kvenmönnum í kaupmannastétt má skipta í nokkra flokka: 1. Einhleypar konur, ógiftar eða ekkjur, sem stofnuðu til kaup- mennsku af eigin rammleik. Oft voru þetta konur úr yfirstéttum eða efri millistéttum sem áttu fárra ann- arra kosta völ í atvinnulífinu (dæmi: Augusta Svendsen). 2. Eiginkonur. Stundum voru þær giftar kaupmönnum og höfðu þá litla búðarholu með einhverri sérvöru í skjóli eiginmanna sinna (dæmi: Lilja Kristjánsdóttir, kona Arna Jónssonar timburkaupmanns á Laugavegi 37). í öðrum tilvikum voru þetta forkar sem voru aðal- fyrirvinnur heimilisins (dæmi: Anna Friðriksson, kona Ólafs Friðr- ikssonar ritstjóra). 3. Ekkjur sem tóku við rekstri starfandi verslunar eftir fráfall maka (dæmi: Porbjörg Gunnlaugs- Brauðbúð í Reykjavík snemma á öldintii. dóttir, ekkja Jóns Þórðarsonar kaupmanns). 4. Kaupmenn að nafninu til voru þær konur sem voru skráðar fyrir verslunarrekstri vegna þess að menn þeirra höfðu orðið gjaldþrota og máttu því ekki standa fyrir versl- un (dæmi: Margrét Porbjörg Jen- sen, kona Thors Jensens). 107 kaupkonur fyrstu 30 árin Hér verða taldar allar þær konur sem ég hef rekist á og stunduðu kaupmennsku eða keyptu sér borgarabréf í Reykjavík á árunum 1887-1917 og eru þær taldar upp í tímaröð eftir því hvenær þær koma fyrst fyrir í heimildum sem kaup- konur. Þær eru hvorki færri né fleiri en 107 og er það ótrúlegur fjöldi. Vantar þó inn í margar konur, einkum mjólkur- sölukonur. Ennfremur eru í þessari upptalningu tvö kvenfélög sem viðriðin voru verslunarrekstur. Kaffi, sjókolaði «6 óáfengir drykkir fást á Laugavegi nr. 23. Þar fást einnig hinir marg eftir- spurðn Thuja-kranzar, mjög fallegir blömvendir, kort og m. fl. þes« háttar. Lilja M. Kr. Ólafsdóttir. Fjallkomn 20. október 1905. 1. Augusta Svendsen. Hóf hannyrða- verslun árið 1887. Sjá hér fyrr. 2. Ragnheiður Zoega. Hún auglýsti prestakraga og líkföt til sölu á Vestur- götu 17 árið 1888, eins og áður sagði. 3. Ingibjörg Johnson. Hóf hannyrða- verslun eftir 1892. Sjá hér á undan. 4. Marie Hansen var farin að versla með blóm árið 1897 eins og fram kemur hér á undan. Árið 1916 var hún með blómaverslun í Bankastræti 14 og hún fékk borgarabréf 8. ágúst það sama ár. Eftir 1920 rak hún verslunina ásamt Jó- Træ: Blómstarfræ, Matjurtafræ, Bióm- laukar (Peganiur, Liljur), Blómstur- áburður, kom mi [>egar með e.s. Skálholti. Einkum allskonar Blaða- plöntur neð e.s. Botnia tii cJfiarie cTCansan, Binkastrxti 14. Morgunblaðið 18. mars 1916. hönnu M. Hansen undir nafninu Blómaverslunin Sóley.25 5. Thorvaldsensfélagið fékk borgara- bréf 24. febrúar árið 1900 og opnaði fasta sölubúð 1. júm' sama ár þar sem félagskonur skiptust á að afgreiða. Þarna var á boðstólum íslenskur heimil- isiðnaður af margs konar tagi, allt frá sokkum upp í vandaða smíðisgripi úr silfri, tré eða horni.26 Thorvaldsensfé- SAGNIR 83

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.