Sagnir - 01.04.1990, Page 86

Sagnir - 01.04.1990, Page 86
Guðjón Friðriksson TiMnir Líkkranzar Mjög stórt úrval og undurfallegir. Pálmagreinar af öllum stærðum einnig silfraðir og brúnir. Dánarbouqettar o. fl. Yaxrósir, Grályng, Blómstur um 90 tegundir og ýmiskonar b 1 ö ð og b 1 ó m til að binda úr kranza, sömuleiðis — STÓRIR BLÓMSVEIGAR —— hentugir fyrir félög, sem heiðra vilja minningu dáinna vina eða með- lima og tilheyrandi s 1 a u f u r m e ð á p r e n t u n. Vasablóm, Puntur og Borðpálmar fást ætíð á 5 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 5 Svaní. SSenoóififsóoffir. Bæjarskrá Reykjavíkur 1902. Heiðruðn vesturbæiugar! Frá 1. nœsta mán&ðar (febr.) tek ef &ft- nr til Böln BRAU3> frá hinn ^velþekta bakarii B. Simonareonar, sem bafa ná um tima verið seld hjá V. Gífilasyni, en verða ekki lengur þar. Eg vona að viðskiftavin* ir þessa bakariia rati inn til min, ekki sið- nr en áðnr, þegar eg hafði þesaa branða- eöln. Einnig eel eg alls konar templara- drykki, mjólk, kaffi og vindla. Vesturgötu 50 a. (GötuhÚB). Vlgdís Teitsdóttlr. ísafold 30. janúar 1904. Nýkomið mikið úrval af Ijóm- andi falleguin hvítum og mislittim kven- slifsum til Sophíu HeiLmann. Laufásveg 4. ísafold 9. nóvember 1901. lagið keypti húseignina Austurstræti 4 árið 1905 og tveimur árum síðar var inn- réttuð þar sölubúð félagsins og hefur hún verið þar síðan.27 6. Laura Hansen (síðar Nielsen) hafði tekið við verslun manns síns, Johannes- ar Hansen, árið 1900 en var komin með verslun undir eigin nafni í Austurstræti 1 árið 1905 og verslaði þar með skó, álnavöru, föt, búsáhöld, blóm og fleira. Verslunin var í Hafnarstræti 22 árið 1907 en 1914 var hún opnuð að nýju í Austurstræti l.28 7. Bríet Bjarnhéðinsdóttir seldi fatasnið heima hjá sér. Sjá hér á undan. 8. Lilja Kristjánsdóttir rak árið 1901 og lengi síðan Blómsveigaverslunina á Laugavegi 37. Maður hennar var Arni Jónsson timburkaupmaður.29 9. Karolína Sigurðardóttir fékk borg- arabréf 21. maí 1901 og opnaði Nýju verslunina á Laugavegi 5 sama ár.30 Hún er titluð kaupmaður í Bæjarskrá 1909. 10. Margrét Þorbjörg Jensen fékk borg- arabréf 29. jan. 1901. Ástæðan var sú að maður hennar, Thor Jensen, hafði orðið gjaldþrota og varð því að versla undir nafni konu sinnar. 11. Lilja Petersen fékk borgarabréf 14. okt. 1901. Hún var með verslun í Skóla- stræti 1 árið 1905.31 Maður hennar var Hans Petersen sem seinna varð miklu kunnari sem kaupmaður. 12. Sophía Heilmann var með kven- fataverslun á Laufásvegi 4 árið 1901.32 13. Margrét Bjarnesen fékk borgara- bréf 22. nóv. 1902 og opnaði matvöru- verslun á Laugavegi 22.33 14. Halldóra Ólafsdóttir (1861-1949) frá Mýrarhúsum fékk borgarabréf 19. maí 1902 og var með álnavöruverslun og saumastofu. Hún lærði að sauma í Kaupmannahöfn og var alla tíð ógift. Verslun hennar var lengi á Laugavegi 11 en um 1914 keypti hún húseignina Bankastræti 12 og þar var verslunin til 1921 að Halldóra varð að hætta vegna veikinda.34 15. Svanlaug Benediktsdóttir rak blómabúð á Skólavörðustíg 5 árið 1902. Fimm árum síðar rak hún klæðaversl- unina Ingólf í Bankastræti 14 ásamt Guðmundi Sigurðssyni klæðskera, manni sínum.35 16. Guðrún Clausen var með fataversl- un og líkkransasöluna á Vesturgötu 26A árið 1902 og Tjamargötu 8 árið 1906. Einnig fengust hjá henni húsgögn.36 17. Louise Zimsen fékk borgarabréf 22. mars 1902 og opnaði eigin verslun í Hafnarstræti 22. Árið 1906 flutti hún verslun sfna að Laugavegi 29. Hún var ekkja Guðbrands Finnbogasonar, fakt- ors Fischersverslunar, er hún hóf versl- unarrekstur.37 18. Kristín Jónsdóttir, ógift kona í Veltusundi 1, keypti sér borgarabréf 18. maí 1903 og hóf að versla með margs konar fatnað á kvenfólk og karla, m.a. hlífðarföt handa kvenfólki við fiskverk- un. Hún tók einnig að sér þvotta og strauningar. Verslun Kristínar Jónsdótt- ur var enn við lýði 1908.38 19. Ragnheiður Jensdóttir í Þingholts- stræti 18 auglýsti árið 1903 að hún seldi kransa, blóm- og matjurtafræ á vegum Garðyrkjufélagsins.39 20. Anna Breiðfjörð tók við verslun manns síns, Valgarðs Ó. Breiðfjörðs, eins þekktasta kaupmanns bæjarins, er 84 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.