Sagnir - 01.04.1990, Síða 88
Guðjón Friðriksson
57. Kristín Meinholt hárgreiðslukona
var byrjuð með verslun árið 1913 í Þing-
holtsstræti 26 og seldi m.a. úrfestar,
hálsfestar og armbönd. Hún fékk borg-
arabréf 19. júlí 1916 og stofnaði sama ár
verslunina Goðafoss á Laugavegi 5. Sú
verslun var um áratugaskeið ein helsta
snyrtivöruverslun bæjarins.58
58. Málfríður Jónsdóttir tók við rekstri
skóbúðar Lárusar G. Lúðvígssonar eftir
að Lárus, maður hennar, lést 1913.59
59. María Thejll Lárusson opnaði árið
1913 nýja vefnaðarvöruverslun á Lauga-
vegi 5. Hún var kona Carls Lárussonar
kaupmanns.60
60. Asthildur Thorsteinsson fékk borg-
arabréf 7. júlí 1913. Hún var eiginkona
Péturs J. Thorsteinssonar frá Bíldudal
sem um þessar mundir var að fara á
hausinn með Milljónafélagið. Sennilega
hefur borgarabréf Ásthildar tengst því
en hún mun ekki hafa stundað kaup-
mennsku sjálf.
61. Katrín Elísabet Hafliðadóttir fékk
borgarabréf 17. nóv. 1913.
62. Anna Havsteen i Laugavegi 55
fékk borgarabréf 13. júní 1913.
63. Hólmfríður Rósenkranz fékk borg-
arabréf 27. febr. 1914. Hún rak þekkta
veitingastofu í Aðalstræti 18 (Upp-
sali).
64. Ragnheiður Bjarnadóttir var kaup-
maður í Silkibúðinni sem komin var í
Bankastræti 14 árið 1914 en fluttist í
Bankastræti 12 árið 1921.61
65. Hansína Fr. Hansdóttir stofnaði
verslunina Von árið 1914 og rak hana
a.m.k. til 1917.62
66. Sigurborg Jónsdóttir á Hverfisgötu
11 fékk borgarabréf 4. apríl 1914.
67. Sigríður Sighvatsdóttir á Laugavegi
32 fékk borgarabréf 3. júlí 1914. Hún rak
verslunina Tíu aura basarinn árið
1916.63
68. Katrín Guðbrandsdóttir á Hótel ís-
landi fékk borgarabréf 21. júlí 1914.
69. Hendrikka Finsen opnaði Hanska-
búðina í Austurstræti 5 árið 1915. Hún
var síðar nefnd Hanskabúð Rikku.64
70-71. Guðrún Benediktsdóttir og
Kristjana Blöndal stofnuðu árið 1915
Tískuverslunina Gullfoss. Verslunin
fékk borgarabréf 20. maí 1915. Þess skal
getið að Kristjana var dóttir Sigríðar
Möller, annarrar tveggja fyrstu búð-
ardamanna í Reykjavík. Gullfoss var
lengi ein helsta tískuverslun bæjarins
og er enn við lýði.
72. Sigríður Björnsdóttir keypti Versl-
un Augustu Svendsen árið 1915 en hún
var dótturdóttir hennar. Hún fékk borg-
arabréf 16. febr. 1915.
73. Guðrún Guðmundsdóttir á Lauga-
vegi 20 og 5 fékk borgarabréf 30. jan.
1915.
74. Húsmæðrafélag Reykjavíkur fékk
borgarabréf 18. maí 1915.
75. Ingibjörg Jónsdóttir í Bárubúð fékk
borgarabréf 16. júlí 1915.
76. Helga Jónasdóttir á Laufásvegi 37
fékk borgarabréf 28. apríl 1916.
77-78. Guðrún Jónsdóttir mjólkurkona
í Tjarnargötu 4 fékk borgarabréf 23.
sept. 1916 og er því rétt að nefna í sömu
andrá aðra þekkta mjólkursölukonu:
Guðrúnu Björnsdóttur í Þingholtsstræti
16.
79. ísleif ísleifsdóttir á Laugavegi 4
fékk borgarabréf 28. júní 1916.
80. EUsabet Kristjánsdóltir Foss stofn-
aði Lífstykkjabúðina árið 1916 en hún
hafði numið lífstykkjasaum í Kaup-
mannahöfn. Hjá henni voru saumuð Kf-
stykki, brjóstahöld, mjaðmabelti,
sjúkrabelti og fleira.65
81. SigurbjörgJ. Þorláksdóttir á Grund-
arstíg 7 fékk borgarabréf 26. sept. 1916.
82. M. Pálsdóttir rak Skóbúðina á
Laugavegi 25 árið 1916.
83. Kristín Jóhannesdóttir fékk borg-
arabréf 23. des. 1916. Árið 1925 er versl-
un með nafni þessarar konu á Lauga-
vegi 42.
84-85. Thora Friðriksson og Kristín Sig-
urðsson opnuðu árið 1916 verslunina
París. Fyrirtækið hét Thora Friðriksson
& Co og fékk borgarabréf 13. maí þetta
ár. Thora var ógift en Kristín var kona
Magnúsar Sigurðssonar bankastjóra.
Verslunin París lagðist síðan niður í
nokkur ár en var endurreist 1925.66
86. Árið 1916 rak Helga Thorlacius
Ljúffengisvöruverslunina á Laugavegi
18. Það var matvöruverslun.67
87. Anna Friðriksson stofnaði Hljóð-
færahús Reykjavíkur árið 1916. Það var
fyrsta hljóðfæraverslun landsins og rak
hún hana með miklum skörungsskap
um áratugaskeið. Hún var eiginkona
Ólafs Friðrikssonar ritstjóra.
88. Martha Strand var lýstur eigandi
verslunarinnar Nýhafnar árið 1916 en
maður hennar, Emil Strand, var prók-
úruhafi.68
89. Kristín Símonarson í Vallarstræti 4
fékk borgarabréf 20. ágúst 1916. Hún
var kona Björns Símonarsonar bakara
(Björnsbakarí) og rak conditori (köku-
búð).
90. Þórunn Jónsdóttir fékk borgarabréf
16. okt. 1916. Hún opnaði verslun á
Klapparstíg 40 og seldi þar ýmsar smá-
vörur og matvöru en seinna þróaðist
verslunin yfir í leikföng og fleira.69
91. Margrét Árnason á Suðurgötu 14
fékk borgarabréf 23. des. 1916.
92-93. Anna Ásmundsdóttir veitti for-
stöðu kvenhattadeild Thomsensmaga-
síns á fyrstu árum aldarinnar en 18. maí
1917 keypti hún eigið borgarabréf og
opnaði hattabúð í Aðalstræti 6 sem hún
rak síðan lengi, búðin var komin í Kola-
sund 1 árið 1920 og Austurstræti 14 árið
1928. Anna var ekkja, þegar hún stofn-
aði verslun sína. Vilhjálmur Þ. Gíslason
segir að Jórunn Þórðardóttir hafi verið
fyrst til að opna hattabúð í Reykjavík en
Anna hafi komið næst.70
94. Kristín Hagbarð opnaði verslun á
Laugavegi 24C árið 1916 og fékkst þar
öl, tóbak og sælgæti en seinna þróaðist
verslunin yfir í að vera nýlenduvörubúð
og var þá á Laugavegi 26.71
95. Elín Egilsdóttir fékk borgarabréf 2.
maí 1917. Hún rak veitingasölu í Skjald-
breið en keypti hótelið 1920 og rak það í
tíu ár.72
96. Ingibjörg Brands í Tjarnargötu 35
fékk borgarabréf 3. júlí 1917.
97. Lovísa Henrietta Denke á Lauga-
vegi 79 fékk borgarabréf 15. sept. 1917.
98. Jóm'na Þorsteinsdóttir á Hverfis-
götu 90 fékk borgarabréf 10. okt. 1917.
99. Þuríður Markúsdóttir á Vesturgötu
24 fékk borgarabréf 19. okt. 1917.
100-102. Guðmj Vilhjálmsdóttir, Rósa
Jónsdóttir og Vilborg Vilhjálmsdóttir stofn-
uðu árið 1917 Kvenfataverslunina Alfa.
Jafnframt ráku þær saumastofu.73
103. Sigríður Björnsdóttir fékk borg-
arabréf 31. jan. 1917 og rak Bókaverslun
ísafoldar. Hún var dóttir Björns í ísa-
fold. Ógift.
104. Guðlaug Björnsdóttir var með
verslun á Hverfisgötu árið 1917.74
105. Ólöf Hafliðadóttir var með versl-
un á Laugavegi 8 árið 1917.75
106. Sigurveig Vigfúsdóttir var með
verslun í Bröttugötu 3 árið 1917.76
107. Guðný Þorsteinsdóttir var með
verslun á Vesturgötu árið 191771
Tilvísanir
1 Sighvatur Bjarnason: „Verslunarlífið í
Reykjavík um 1870." Landnám Ingólfs. Nýtt
safn til sögu þess 1, Rv. 1983, 157-158.
2 Baumgartner, Alexender: „Reykjavík og
Suðurland fyrir 65 árum." Lesbók Morgun-
blaðsins 10. april 1949, 191.
3 Guðrún Borgfjörð: Minningar, Rv. 1947,
91.
4 Karl í sveit: „Viðmót verslunarmanna."
Þjóðólfur 10. april 1895.
5 Guðrún Borgfjörð: Minniitgar, 92-93.
6 „Frú Ágústa Svendsen." Morgunblaðið 23.
maí 1924.
7 „Aldarafmæli frú Agústu Svendsen,
fyrstu verslunarkonu á Islandi." Morgun-
blaðið 9. febr. 1935. — „Konumar koma
með." Kvennablaðið 18. mars 1915, 11. —
Isafold 22. maí 1901.
8 „Fyrsta búðardama í Reykjavík." Mánu-
dagsblaðið 13. des. 1948.
9 Lúðvík Kristjánsson: Úr heimsborg í Grjóta-
þorp, Seinna bindi, Rv. 1963, 317.
10 „Fyrsta búðardama ..."
86 SAGNIR