Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 90

Sagnir - 01.04.1990, Qupperneq 90
Eggert Þór Bernharðsson Mörg merkisafmæli «<>«« framundan! S^Q Umsögn um 10. árgang Sagna. S Sögnum er að finna „nýjar og vandaðar rannsóknir á spenn- andi viðfangsefnum í íslands- sögu." Engin furða, því „sagnfræð- inemar hafa fjölbreytt áhugasvið og eru frumlegir í verkefnavali." Starf þeirra „við Háskóla íslands ber vitni um þá grósku sem nú er í sagnfræði hér á landi." í ritinu „gef- ur að líta árangur af vinnu þeirra..." Vonandi finna þar „allir þeir sem gaman hafa af íslandssögu eitthvað við sitt hæfi." Tilvitnuð orð eru þrykkt á baksíðu tíunda árgangs Sagna árið 1989 og með þeim setti ritstjórnin punktinn aftan við af- mælisárganginn. Tíu ár eru vissu- lega ekki langur tími á mælikvarða sögunnar en í lífi tímarits sem bygg- ir að meira og minna leyti á sjálf- boðavinnu og áhuga þeirra sem að því standa eru þau óratími. Vita- skuld tekur ritstjórnin nokkuð stórt upp í sig en á hátíðastundum leyfist mönnum að láta gamminn geysa, meira að segja stæra sig dálítið. Og sagnfræðinemar hafa svo sem alveg efni á því. Hvern hefði órað fyrir því er fyrsti árgangur Sagna leit dagsins ljós að blaðið yrði með glæsilegustu tímaritum sem há- skólanemar gefa út nú um stundir? En standa sagnfræðinemar undir þeim fyrirheitum sem ritstjórnin gefur á baksíðunni? AUar aldir Islandssögunnar Efni Sagna undangengin ár hefur sveiflast dálítið í tíma og rúmi. Ákveðin tímabil hafa þó einkum verið í sviðsljósinu, myndað grunn- inn hverju sinni. Pannig áttu mið- aldir upp á pallborðið árið 1986 og sagt að efni ritsins væri eins konar svar við vaxandi áhuga á sögu fyrri alda. Til þess tíma höfðu 19. og 20. öldin hins vegar verið áberandi. Miðaldaáhuginn virtist þó skammvinnur. Árið 1987 áttu 17. og 18. öldin hug „Sagnaritara". Peir beindu sjónum sínum einkum að hag- og félagssögu þessara alda og leituðust við að varpa nýju ljósi á tímabilið, sem hefur iðulega fengið þau eftirmæli að vera svartasta skeið íslandssögunnar. Vitaskuld vildu sagnfræðinemar ráðast að slíkum viðhorfum! Og áfram héldu þeir á svipaðri braut í níunda ár- gangnum. Pá var tekist á við 19. öldina, ekki þó sjálfstæðishetjurn- ar. Nei, atvinnusaga landsmanna var þeim hugstæð enda töldu þeir þá öld hið merkasta breytingaskeið á því sviði. í þessum árgangi var jafnframt fetað í fótspor þeirra sem stóðu að fyrsta árgangnum og efnt til hringborðsumræðna með valin- kunnum sómamönnum um sagn- fræðina, nú um sagnfræði og fjöl- miðla, þá um stöðu íslenskrar sagn- fræði almennt. Auk þess voru nokkrir starfandi sagnfræðingar fengnir til að greina frá reynslu sinni á vinnumarkaði. í afmælisár- gangnum var áfram unnið með fjölmiðlana og hugað að því hvort og hvernig heimildir framtíðarinnar eru varðveittar á Ríkisútvarpinu. Víða um heim er mjög rætt um heimildagildi þess efnis sem ljós- vakamiðlarnir hafa fram að færa og hvernig það getur nýst sagnfræð- ingum framtíðarinnar. Hér á landi hafa sagnfræðingar verið andvara- lausir í þessum efnum og því gleði- efni að nemendur skuli gefa ljós- vakanum gaum. Vonandi halda þeir áfram á þessari braut því miklir 88 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.