Sagnir - 01.04.1990, Side 94

Sagnir - 01.04.1990, Side 94
Eggert Þór Bernharðsson eftir því sem kostur er. Hvað þetta snertir eru þeir á réttri braut þótt enn megi sitthvað bæta. Miðað við fyrstu árganga ritsins gætir einnig meira samræmis í því hvernig vísað er til heimilda síðustu ár og meiri festa virðist í tæknivinnunni. Að vísu veldur samsett tilvísana- og heimildaskrá ýmsum vandkvæð- um, einkum þegar hún er orðin löng en framhjá slíku verður ekki komist ef sú aðferð er notuð á ann- að borð. Samsett skrá sparar pláss og vissulega er hver dálkur dýr- mætur í stuttu tímariti. I áranna rás hafa „Sagnaritarar" beitt ýmsum aðferðum í heimilda- tilvísunum og stundum miður góð- um. Höfundar afmælisárgangsins vísa yfirleitt skilmerkilega til heim- ilda og heildarsamræmi milli greina í þeim efnum er meira en oftast áður. Þar gætir vafalaust áhrifa frá ritstjórninni. Hins vegar þurfa nemendur að taka sig saman í and- litinu hvað varðar meðferð á texta annarra, beinar tilvitnanir. Enn eiga þeir nokkuð í land með að ná valdi á þeirri nákvæmni sem þar þarf að halda í heiðri. Höfundar afmælis- árgangsins standa sig þó betur en forverar þeirra árin á undan, í það minnsta bendir lausleg athugun á beinum tilvitnunum í 6.-10. árgangi Sagna til þess. 47 beinar tilvitnanir úr þessum árgöngum voru valdar af handahófi til þess að kanna hvort höfundarnir stæðu sig í stykkinu. Handahófið var þó ekki algjört. Pess var nefnilega gætt að efnið væri aðgengilegt í prentuðum heimildum og því auðvelt að „tékka" tilvitnanirnar með tiltölu- lega lítilli fyrirhöfn. Þær dreifðust misjafnlega á árgangana og hefðu kannski þurft að vera fleiri til þess að úrtakið geti talist marktækt. Engu að síður gefur niðurstaðan ákveðnar vísbendingar um vinnu- brögð nemenda: Beinar tilvitnanir í Sögnum 1985-89 (6.-10. árg.) Réttar Rangar Sagnir 6 7-70% 3-30% Sagnir 7 3-50% 3-50% Sagnir 8 2-22% 7-78% Sagnir 9 2-33% 4-67% Sagnir 10 10-62% 6-38% Samtals 24-51% 23-49% Villurnar voru „misalvarlegar". Stundum var orðaröð breytt, stund- um voru orð felld út eða þeim bætt við án þess að þess væri getið, stundum var óbein ræða gerð að beinni tilvitnun, stundum var merkingu tilvitnaðs texta beinlínis breytt og þannig má áfram telja. Alltof oft voru margar villur í stutt- um tilvitnunum en í slíkum tilvik- um var það talið sem ein villa og af þeim sökum voru villurnar í raun fleiri en niðurstaðan í töflunni gefur til kynna. Til þess að kanna hvort höfundar Sagna væru einir á báti voru athugaðar 37 beinar tilvitnanir í Sögu og Nýrri sögu á sama tímabili, en síðarnefnda ritið hóf göngu sína 1987. Niðurstaða þeirrar könnunar leiddi í ljós að 72% tilvitnana (13) í Sögu voru réttar en 28% (5) rangar. 63% beinna tilvitnana (12) í Nýrri sögu voru réttar en 37% (7) rangar. Það eru því fleiri sem þurfa að at- huga sinn gang. Mörg merkisafmæli Enda þótt ýmislegt megi finna að afmælisárgangi Sagna stendur hann að ýmsu leyti framar en þau hefti sem komið hafa út undangengin ár. Ritið virðist í stöðugri framför og aðstandendur þess mega vel una við árangurinn árið 1989. Efnið er áhugavert og hefur víðari skírskot- un en oft áður, útlit og hönnun blaðsins er með ágætum, tæknileg atriði hafa verið bætt nokkuð miðað við fyrri ár þótt enn megi gera betur og meiri heildarsvipur er yfir ritinu en oftast áður. Sagnfræðinemar standa ágætlega undir þeim fyrir- heitum sem ritstjórnin gefur á bak- síðu afmælisárgangsins og haldi þeir áfram á sömu braut þarf ekki að óttast um framtíð Sagna. Blaðið á örugglega eftir að eiga mörg merk- isafmæli. 92 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.