Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 21

Sagnir - 01.06.2004, Qupperneq 21
EFTA-NEFNDIN MYNDUÐ Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna, LIU, taldi að í ljósi þess að íslenskur sjávarútvegur ætti í vök að verjast vegna aflabrests og verðfalls sjávarafurða væri nauðsynlegt fyrir Island að ganga í EFTA.8 LÍÚ taldi fullvíst að þau ríki sem stæðu utan EFTA og EBE sættu stöðugt versnandi viðskiptakjörum. A stjórnarfundi LÍÚ haustið 1967 var samþykkt ályktun með 14 atkvæðum gegn einu þess efnis að Alþingi og ríkisstjórn semdu eins fljótt og unnt væri um aðild að EFTA. Einnig var ákveðið að kanna möguleika íslands til þess að ganga í Efnahagsbandalagið þar sem sérhags- rnunir landsins yrðu tryggðir. Skömmu síðar ákvað ríkisstjórnin í samráði við þingflokkana að mynda fimm manna nefnd sem var ætlað að annast könnun á hugs- anlegri aðild íslands að EFTA og möguleikum á viðskiptasamning- um við Efnahagsbandalagið. Formaður hennar var Gylfi Þ. Gísla- son viðskiptaráðherra og auk hans áttu sæti í nefndinni Magnús Jónsson fjármálaráðherra, Helgi Bergs framkvæmdastjóri, Pétur Benediktsson bankastjóri og Lúðvík Jósepsson alþingismaður. Rit- ari nefndarinnar var Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri.9 Stærsti vandi EFTA-málsins var pólitískur að mati Gylfa Þ. Gísla- sonar og ljóst var að ýmis mál myndu stangast á í þessu sambandi, bæði hagræn og félagsleg. Hann taldi það vera bæði eðlilegt og ákjósanlegt að ríkisstjórnin bæri þar ekki ein alla ábyrgð.IJ Því var ákveðið að fjalla fyrst um málin í nefnd sem allir þingflokkarnir ættu fulltrúa í, en síðar yrðu málin rædd við helstu hagsmunasam- tökin." STUÐNINGUR NORÐURLANDANNA VIÐ INN- GÖNGU ÍSLANDS í EFTA í byrjun nóvember 1967 héldu norrænu viðskiptaráðherrarnir fund í Osló. Gylfi Þ. Gíslason sat fundinn fyrir hönd íslands og sagði frá því að þegar Alþingi hefði komið saman fyrr um haustið hefði ríkisstjórnin tilkynnt að hún ætlaði að vinna að athugun á því hvort ísland ætti að gerast aðili að EFTA. Sagði hann jafnframt að ríkisstjórnin teldi að ísland gæti ekki lengur staðið utan við þróun markaðsmála í Evrópu án þess að það skaðaði verulega hagsmuni landsins. Teldi ríkisstjórnin því tímabært að hefja nú þegar samn- ingaviðræður um aðild íslands að EFTA en síðar yrði stefnt að því að ná viðskiptasamningi við Efnahagsbandalagið án aðildar.12 Við- skiptaráðherrar Norðurlandanna tóku mjög vel í þessar hugmyndir og áform ríkisstjórnar fslands og kváðust vera tilbúnir til að vinna að því að finna lausn á þeim vandamálum sem kynnu að koma upp.11 Sú grein sem einna helst vafðist fyrir ráðamönnum, þegar inn- ganga íslands í EFTA var rædd, var 16. grein sáttmálans um at- vinnufrelsi útlendinga á EFTA-svæðinu. Spurningin var hvort ís- land og þá einna helst íslenskur iðnaður fengi nógu langan aðlög- unartíma og hvort Norðurlöndin myndu vilja leggja eitthvað af mörkum á því sviði sem EFTA næði ekki til. Sérstaklega var ráða- mönnum umhugað um útflutning íslensks lambakjöts til Norður- landanna. Gylfi Þ. Gíslason útskýrði mikilvægi þess á Oslófundin- um fyrir stjórnarandstöðuna að þekkja afstöðu hinna Norðurland- anna til þessara þátta. Á íslandi legðu menn mikið upp úr áliti bræðraþjóðanna á Norðurlöndunum og stuðningur þeirra við inn- göngu íslands í EFTA gæti nægt til þess að koma af stað umræðum. Jafnframt sagði hann að andstöðu hefði gætt innan stjórnmála- flokkanna og menn hefðu óttast að stærstu iðnfyrirtækin kæmust í hendur útlendinga. Því taldi hann að ef fulltrúar Norðurlandanna myndu samþykkja einhvers konar bókun þar sem þeir styddu það að veita íslendingum undanþágu frá 16. grein samningsins væri það mál að verulegu leyti leyst.14 Viðskipti Norðurlandanna innbyrðis jukust um 201% á árunum 1959-1967 og samanlagður útflutningur þeirra til annarra EFTA- landa jókst um 135% á þessu sama tímabili.15 Viðskiptaráðherrar Norðurlandanna voru því í heild sinni mjög ánægðir með reynslu sína af EFTA og studdu af heilum hug inngöngu íslands í samtök- in. Viðskiptaráðherrar Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar töldu að íslendingar ættu að fá nægan aðlögunartíma og því ættu þeir ekki að hafa óþarfa áhyggjur af því hvað yrði um iðnaðinn. Fordæmi VRÓPU / U M H V A Ð væri fyrir því innan EFTA að veita langan aðlögunartíma og það ætti að vera auðsótt fyrir fslendinga að fá slíkt hið sama. Einnig tóku þeir vel í þá hugmynd að styðja íslendinga í útflutningi á ís- lensku lambakjöti. Hins vegar voru þeir tregir til þess að sam- þykkja þá bókun sem Gylfi hafði stungið upp á og töldu hana geta skapað óheppilegt fordæmi fyrir EFTA. Það væri að auki erfitt fyr- ir þá að gefa sérstaka túlkun á EFTA-samningnum án samráðs við aðra aðila hans og því væri réttast að ráðgast við þá líka.16 IÐNAÐURí VANDA Eitt helsta ágreiningsmálið í umræðunni um aðild íslands að EFTA var hvort aðildin myndi hafa skaðleg áhrif á iðnaðinn í land- inu. Eins og áður hefur komið fram skuldbundu þjóðir sig til að fella niður verndartolla og höft á iðnaðarvörum með aðild að EFTA. Margir óttuðust að með þessu ákvæði gæti farið illa fyrir ýmsum iðngreinum á íslandi. Því var leitað ráða hjá frændþjóðun- um og á vegum viðskiptaráðuneytisins voru fengnir tveir norskir sérfræðingar til þess að ræða um EFTA-sáttmálann, framkvæmd hans og reynslu Norðmanna af EFTA. í heimsókn sinni sögðu þeir að við inngöngu Noregs í EFTA hefðu margir haldið að norskur iðnaður kynni að hljóta skaða af erlendri samkeppni. Reynslan hefði þó verið önnur því margar iðnvörur sem áður voru einungis framleiddar fyrir innanlandsmarkað væru nú fluttar út. Aukin sam- keppni leiddi til samstarfs og samruna iðnfyrirtækja sem gerði fyr- irtækin samkeppnishæfari. Norskur iðnaður hefði eflst mjög mikið við aðildina að EFTA og einu undantekningarnar væru í skófram- leiðslu og fataiðnaði.17 Þær íslensku iðngreinar sem talið var að myndu verða fyrir áhrif- um breyttrar tollastefnu, ef gengið yrði í EFTA, voru einkum mat- vælaiðnaður s.s. kex- og súkkulaðigerð, kaffibrennsla, drykkjar- vöruiðnaður og matarefnagerð. Vinnsla íslenskra landbúnaðaraf- urða féll ekki undir ákvæði EFTA-sáttmálans. Aðrar iðngreinar sem voru í hættu vegna EFTA-aðildar voru prjónlesiðnaður, skinna- og leðuriðnaður, skógerð, fataiðnaður, sementsframleiðsla, húsgagna- og innréttingasmíði, sápugerð, raftækjasmíði, gólf- dreglagerð og spuni og vefnaður.18 Gylfi Þ. Gislason. VAR DEILT? SAGHIR 24 ÁRGANGUR 04 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.